Ég hef ekki farið dult með þá skoðun, að virðingu Alþingis væri best borgið með því þingið yrði háð fyrir luktum dyrum. Skrípalætin sem þar tíðkast í beinni útsendingu eru ekki traustvekjandi, svo ekki sé meira sagt. Gaman er að lesa bloggskrif Björns Bjarnasonar um þetta núna. Tilefnið er m.a. sú niðurstaða úr viðhorfskönnun Gallups, að einungis 29% svarenda beri traust til Alþingis. Þar er þingið í neðsta sæti af átta stofnunum sem spurt var um, en í efstu sætunum eru Háskóli Íslands (85%) og lögreglan (78%).
Þingmenn halda því gjarnan fram, að þeir taki starf sitt alvarlega og vel sé unnið í nefndum þar sem enginn sér til. Jafnframt að þeir séu ekki í fríi hálft árið, eins og margir halda, heldur séu þeir þá að efla tengslin við kjósendur heima í héraði. Eða þá að þeir eru ásamt mökum og öðru föruneyti á mikilvægum ferðalögum út um allan heim, sem væntanlega eru bráðnauðsynleg vegna lagasetningar hérlendis. Eins og kannski einhverjir vita, þá er það hlutverk Alþingis að setja þjóðinni lög.
Hvernig væri að hafa líka beinar útsendingar frá nefndafundum, þar sem allt annar bragur er sagður vera en á sjálfum þingfundunum? Þá gætum við séð muninn.
Annars held ég að það sé ekki góð hugmynd ...
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Neee ég held það sé ekki góð hugmynd... 29% er nógu slæmt! Býst ekki við að opnir nefndafundir sé leiðin að auknu trausti almennings á stofnuninni.
Rannveig Þorvaldsdóttir, 4.3.2007 kl. 11:33
Ef þeir hegða sér svona fyrir opnum tjöldum, hvernig heldur þú að sandkassinn liti út fyrir luktum dyrum? Já, það er kannski lítil furða að ekki sé borin meiri virðing fyrir lögum og lögjöfum þessa lands sé litið til þessarar eilífu þrætubókar og skíthreytinga í sölum alþingis. Ég man ekki eftir að hafa séð málefnalega og agaða umræðu þar, þar sem menn reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu til hagsbóta þjóðinni. Þar skiptir máli að eiga síðasta orðið og helgar tilgangurinn meðalið þar. Vitræn niðurstaða er aukaatriði.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2007 kl. 14:10
Æ nei, ekki góð hugmynd....næst yrðu það kennarar og kennslustofur og svo kannski blýantsnagarar í Seðlabankanum og så videre....
Katrín, 4.3.2007 kl. 16:45
Besta hugmynd sem ég hef heyrt lengi. Stjórnvöld sem ekki eru sífellt á milli tannana á fólki, eru góð stjórnvöld. Við þurfum ekki eilíflega að sjá aðdragandann að öllu sem okkur snertir. "Stjórnvöld sem lítið berast á og lítið er rætt um, eru góð stjórnvöld". Stjórnmálamenn sem hins vegar spila á beinar útsendingar og fíflagang í daglegu vafstri, eru ein versta figura nútíma "stjórmálashowbusiness" punktur
Halldór Egill Guðnason, 4.3.2007 kl. 18:40
Fyrir mína parta þá finnst mér virðingarleysið mjög mikið á Alþingi og langt frá því að vera til fyrirmyndar. það eina sem maður á eftir að heyra er: Frú forseti háttvirtur þingmaður er fáviti ræfill og drullusokkur.......eða hvað var búið að segja þetta á þinginu?
Glanni (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.