Vanmáttur minn gagnvart erlendum fréttum

Líklega er aldurinn farinn að segja til sín. Að vísu hef ég aldrei verið mjög skarpur en núna í seinni tíð keyrir um þverbak. Ég skil ekki einföldustu hluti. Þar á ég fyrst og fremst við erlendar fréttir á mbl.is. Hvað eftir annað kemur það fyrir að ég les frétt en botna eiginlega ekki neitt í neinu. Næ ekki samhenginu. Klóra mér í hausnum án árangurs. Finnst stundum að ég sé ekki einu sinni að lesa íslensku.

 

Ég nenni ekki að tína hér til fréttir af þessu tagi.

 

Ætli nokkur annar en ég finni til svona skilningstregðu? Líklega ekki. Ég er einfaldlega (orðinn) svona vitlaus.

 

Jæja þá - ég einbeiti mér bara að Ævintýrum litla tréhestsins eins og þegar ég var barn en eftirlæt þeim sem eru með fulla andlega burði að ráða fram úr erlendu fréttunum á mbl.is.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það eru ellimerki að skilja ekki fréttamennina, ég þekki það af eigin raun. 

Ester Sveinbjarnardóttir, 22.3.2007 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband