Krosstré bregðast eins og aðrir raftar ...

„En Frjálslyndi flokkurinn er nú orðinn vænlegur kostur fyrir lífsverndarsinna, sem gefizt hafa upp á sínum fyrri flokkum, þeim sem um áratuga skeið hafa staðið vörð um nánast óheftar fósturdeyðingar hér á landi“, segir Jón Valur Jensson guðfræðingur á bloggi sínu í gær. Þar greinir hann frá vasklegri framgöngu þingmanna Frjálslynda flokksins til að „bregða fæti fyrir“ frumvarp um nýtingu stofnfrumna til rannsókna og lækninga.

 

Í dag skrifar hinn frjálslyndi guðfræðingur tímabæran pistil undir fyrirsögninni Almannafé ausið í samkynhneigða. Þar kemur enn betur fram hvernig sjálft gamla krosstréð Sjálfstæðisflokkurinn hefur brugðist sönnum kristnum lífsgildum:

                                                 

Nú hefur samkynhneigðum tekizt að narra borgarstjórann í Reykjavík, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, til að lofa "Gay-Pride-hátíðinni" fjögurra milljóna króna framlagi úr borgarsjóði árlega næstu þrjú árin!

- - -                     

Koss Vilhjálms á karlmannshönd í stórfurðulegu gervi "drottningar" er lifandi staðfesting þess, að jafnvel þvílíkan ágætismann er hægt að leiða í björg tízkuhyggju og yfirborðsmennsku. Fjarri hefur það verið hugsun hans, hve margir hafa hneykslazt á því stripli og þeim ósæmilegu háðsútfærslum, sem oft hefur mátt horfa upp á í nefndum göngum homma og lesbía. Annar og miklu alvarlegri þáttur í ásókn þessa hóps, sem áberandi var við síðasta "Gay Pride", var hin fráleita kröfugerð um að hommar fái að gefa blóð ...                                 

- - -                                                            

Hér er kominn tími til að spyrna við fótum, en það verður ekki gert með því að styðja Sjálfstæðisflokkinn til dáða, því að dáðirnar reynast sumar hverjar hinar mestu ódáðir, þegar betur er skoðað ...

                                                

Já, svona bregðast krosstrén eins og aðrir raftar (ekki veit ég hvers vegna orðið raftur sækir á hugann þessa dagana).

 

En þó að fokið sé í flest skjól eiga frjálslyndir menn hæli tryggt í Frjálslynda flokknum, sem betur fer.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já frjálslyndið er yfirflæðandi þarna.  Ég erstundum ekki viss á því hvort hann nafni minn sé að grínast og fara með öfugmæli, þvílík er forpokunin og skinhelgin.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2007 kl. 18:11

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Er ekki Jón Valur í Kristilegri Stjórnmálahreyfingu? Mér skildt að lög þess félagsskapar séu skráð í Mósebók 1-5.

Auðun Gíslason, 24.3.2007 kl. 18:15

3 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Sæll Hlynur.

Kynntu þér málið til að mynda með því að lesa frumvarpið um tæknifrjóvgun sem var nafn þessa máls og lestu vandlega greinargerðina með því.

Skoðaðu svo umsögn vísindasiðanefndar sem þú finnur á vef Alþingis á sama stað og frumvarpið. Lestu líka umsögn biskups Íslands.

Horfðu svo á viðtal sem Kristinn H. Gunnarsson tók þátt í, í þættinum Ísland í dag. Það var í gær og það finnur þú hér.

Veltu því svo fyrir þér hvort það hafi verið forsvaranlegt að láta þetta mál fara umræðulaust og á bullandi hraði gegnum aðra og þriðju umferð í þinginu sem var komið í mikla tímanauð, - eða bíða frekar til næsta vetrar og sjá þá til að málið kæmi inn í þingið strax í haust þannig að löggjafinn geti vandað til verka í vinnu sinni við þessa flóknu og umdeildu löggjöf.

Þegar þú ert búinn að þessu öllu, þá skal ég reyna að taka mark á þér í ómerkilegri viðleitni þinni til að koma höggi á Frjálslynda flokkinn. Ekki fyrr.

Með kveðju,

Magnús Þór Hafsteinsson  

Magnús Þór Hafsteinsson, 24.3.2007 kl. 18:29

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Jón Valur talar af fullri sannfæringu, fólk hefur mismunandi sýn á lífið. Þegar menn sækja svona fram með ofstækji á ákveðna hópa er það oft vegna þess að viðkomandi aðili er í mikilli tilvistarbaráttu við sjálfan sig.  Ekki væri gott ef allir hefðu sömu skoðun, svo mikið er víst.

Ester Sveinbjarnardóttir, 24.3.2007 kl. 18:32

5 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ágæti Magnús Þór: Hver allsendis ótengdur Frjálslynda flokknum tók einna harðast til varna fyrir þig þegar ómaklega var ráðist á þig á Málefnunum vegna innflytjendamála annar en ég? Þetta innlegg mitt hér fyrir ofan snýr að viðhorfum og ummælum Jóns Vals Jenssonar en ekki viðhorfum Frjálslynda flokksins - er það ekki nokkuð ljóst? Mér er farið að förlast meira en ég hélt, ef tilraunir mínar til háðs komast ekki til skila.

Hlynur Þór Magnússon, 24.3.2007 kl. 18:36

6 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Viðbót: Hvað segja aðrir lesendur um athugasemd mína hér áðan? Og Magnús Þór: Ég hef enga sérstaka löngun til að koma höggi á Frjálslynda flokkinn, eins þverpólitískur maður og ég er ...

Hlynur Þór Magnússon, 24.3.2007 kl. 18:40

7 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Góða Geimfrú! Magnús Þór Hafsteinsson er prýðismaður. Ég er viss um að Strandadvergurinn hefur rétt fyrir sér í athugasemdinni hér fyrir ofan; nú dregur að kosningum og nokkur glímuskjálfti kominn í frambjóðendur og forystumenn.

Hlynur Þór Magnússon, 24.3.2007 kl. 19:29

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég kommenteraði á Jón Val svo það sé á hreinu og að hann taki undirmeð frjalslynda og dýpra í árinni. Einnig fólst í þessu athugasemd við óbeit hans á hommum og lesbíum.  Magnús Þór er ekki slæm manneskja þrátt fyrir glímuskjálftann en hann mun ekki hafa fylgi með að verja skoðanir nafna míns.  Af þessu viðtali má ráða að allt þetta mál er tvímælum háð. Vísindamaðurinn segir þetta íhaldsamara en annarstaðar, þar sem slíkt hefur verið samþykkt en Kristinn H. aktar á ályktun vísindasiðanefndar, sem segir varasamar glufur í orðalagi.  Allt snýst þetta um að leyfa notkun fósturvísa, sem annars færu í ruslið hjá okkur, þjóðinni, semfyrst leyfði fóstureyðingar með lögum.  Hér er um líknarmál að ræða en vafalaust má vara sig á gróðahyggju læknavísindanna í þessum tengslum.  Heyrði ekki um hvort bannað væri að kaupa fósturvísa af einstaklingum, en slíkt hlýtur að vera algert frumskylyrði til að koma í veg fyrir misnotkun.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2007 kl. 21:31

9 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Þú gætir hæglega haldið námskeið í stóískri ró, miðað við viðbrögð þín hér við skrifum Magnúsar. 

Mín leið til að halda rónni er sú að lesa ekki skrif Jóns Vals því ef ég geri það verð ég undantekningalítið bálreið.

erlahlyns.blogspot.com, 24.3.2007 kl. 22:10

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Voðalega finnst mér ég vera gamaldags, einhvernveginn kann ég aldrei við að prestar, guðfræðingar né neinir aðrir sem stunda bænaleiðskur og boða trúna sé að vasast í pólitík, ég hugsa að ég eigi aldrei eftir að venjast þessu.

Sigfús Sigurþórsson., 24.3.2007 kl. 23:39

11 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Það virðist ekki mikið fara fyrir "umburðarlyndinu og fyrirgefningunni" sem Biblían boðar hjá honum Jóni

Guðmundur H. Bragason, 25.3.2007 kl. 01:11

12 Smámynd: Auðun Gíslason

Enda er umburðarlyndið og fyrirgefingin ekki efst á baugi í Mósebókunum! Það flögrar stundum að mér að "lögmálsdýrkendur" hafi einhvernveginn misst af fæðingu frelsarans, Jésú Krists!

Auðun Gíslason, 25.3.2007 kl. 01:36

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já var ekki eitthvað sem kallaðist nýji sáttmálinn, fyrirgefningin, umburðarlyndið, þér skuluð ekki dæma og allt það?  

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2007 kl. 02:52

14 Smámynd: Katrín

Þú ert nú svolítið hrekkóttur Hlynur  Hvað skyldu mrgir kjósendur hafa áttað sig á því hvað fólst í frumvarpi ríkistjórnarinnar um stofnfrumurannsóknir?   Ég veit um marga sem hafa ekkert um þetta heyrt og súpa hveljur þegar þeirr kynna sér málið.  Ríkistjórn Íslands ætlaði sér að gefa vísindamönnum algert frelsi í rannsóknarvinnu  á stofnfrumum, lauma málinu inn í nefnd og koma því svo í gegn á síður klukkutímum þingsins án umræðu.  Þingflokkur Frjálslynda vildi gera breytinga á frumvarpinu m.a. í samræmi við vísindasiðanefnd.  Það hefði þýtt umræðu og umræðuna  hræddist ríkistjórnin og tók málið út af dagskrá.  Hvers vegna skyldi það vera?

Katrín, 25.3.2007 kl. 13:56

15 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Katrín: Eins og fram hefur komið hér að ofan, þá snýst pistillinn minn alls ekki um Frjálslynda flokkinn nema hvað meinfyndin (óvart, geri ég ráð fyrir) ummæli Jóns Vals Jenssonar snertir. Ef ég hefði ekki fylgst með blaðaskrifum hans og málflutningi um langan aldur, ef ég hefði ekki séð neitt eftir hann nema bloggskrif hans síðustu dagana, þá hefði mér ekki dottið í hug að skrifa þetta. En - ýmislegt í skoðunum guðfræðingsins og þá ekki síður í því hvernig þær eru settar fram - hér talar sá sem hefur hinn eina hreina sannleika í sínum höndum, hér talar sá sem veit nákvæmlega hvernig Guð hugsar, hér talar hámenntaður maður og þeir sem eru ekki á sömu línu og ég eru óupplýst fífl (þetta er tilfinningin sem ég fæ, með réttu eða röngu, þegar ég les skrif hans) - veldur því, að ég skrifaði þennan pistil. Mér finnst það einfaldlega bráðfyndið, eiginlega fáránlega fyndið, að einhver ófrjálslyndasti maður sem ég veit um skuli mæra Frjálslynda flokkinn ...

Hlynur Þór Magnússon, 25.3.2007 kl. 15:23

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég veit að Hlynur hefur ekki sett þetta fram til höfuðs Frjálslynda flokknum.  Og eins og hann sagði, þá varði hann og skildi hvað Frjálslyndir voru að tala um í sambandi við innflytjendur á Málefnunum, þar sem menn voru hreinlega teknir af lífi í óeiginlegri merkingu.  Ég þar á meðal.

En ég er sammála því að þetta tiltekna mál þurfti meiri umræðu og skilgeiningu áður en það var látið fara í gegn um þingið.  En mér finnst eiginlega fyndið hvernig stjórnarflokkarnir eru farnir að saka stjórnarandsstöðuna um að málin nái ekki fram að ganga í þinginu.  Ég veit ekki til þess að það hafi nokkurntíma stoppað þá af að samþykkja mál sem þeir hafa haft meirihluta fyrir.  En málið er að sennilega er einhverjum stjórnarþingmönnum farið að ofbjóða og hættir að fylga í einu og öllu allri vitleysunni sem ráðamenn ætla að knýja fram.  Og þá er nú gott að hafa stjórnarandstöðuna til að kenna um krógan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2007 kl. 16:41

17 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég held að Frjálslyndir þurfi ekki að hafa áhyggjur af fólki sem "reyna" að koma höggi á Frjálslynda flokkinn. Þeir virðast alveg vera færir um það sjálfir.

Kristján Kristjánsson, 25.3.2007 kl. 18:34

18 Smámynd: Katrín

 Einmitt Hlynur og þess vegna sagði ég þig hrekkjóttan. Hefði kannski átt að taka fram hvern ég teldi vera hrekktur. 

Svo notaði ég tækifærið og kom inn upplýsingum um  gang mála á Alþingi varðandi þetta einstaka frumvarp, bara svona  til fróðleiks

Katrín, 25.3.2007 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband