Í nýlegri færslu - Er áttun í gangi? - á nýjum vef sem ber heitið Femínistaheimurinn er fagnað framlengingu á gæsluvarðhaldi manns sem grunaður er um nauðgun. Aftur á móti sýnist mér misskilnings gæta varðandi það hverjum þetta er þakkað.
Í færslunni segir: Þetta var gert með tilliti til almannahagsmuna vegna alvarleika brotsins. Það er gott ef lögregluyfirvöld eru farin að hegða sér í samræmi við alvarleika meintra brota.
Hér mætti árétta eftirfarandi: Lögreglan ákveður ekki gæsluvarðhald. Það er dómstólarnir sem gera það. Dómsvaldið, ekki framkvæmdavaldið. Kannast menn ekki við fréttir af því að lögregla hafi farið fram á gæsluvarðhald eða framlengingu gæsluvarðhalds? Kannast menn ekki við fréttir af því að dómari hafi ekki orðið við slíkri beiðni eða úrskurðað sakborning í gæsluvarðhald í skemmri tíma en lögregla óskaði eftir?
Þegar hengja þarf er betra að hengja smiðinn sjálfan fremur en bakarann. Á sama hátt skyldi lofa smiðinn ef hann er talinn þess verður.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.