Framsóknarvor í lofti?

Grasið er farið að grænka hér við húsið. Gras og grænn litur minna mig á Framsóknarflokkinn. Einhvern veginn finnst mér alltaf að græni liturinn tilheyri honum umfram aðra. Sumir telja sig vinstri græna, aðrir hægri græna. Framsókn er miðjugræn.

 

Það er athyglisvert að tveir af þremur vinsælustu bloggurunum á Moggablogginu skuli vera framsóknarmenn. Nema þeir séu framsóknarmenn allir þrír.

 

Hvenær byrjar Jón Sigurðsson að blogga?

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Hlynur.

Bara rétt að kíkja á þig. Já, græni liturinn er flottur. Kannski Jón Sigurðsson fari að blogga! Það væri afar áhugavert, finnst þér ekki!

Sveinn Hjörtur , 2.4.2007 kl. 08:59

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Jú, Sveinn Hjörtur. Það þætti mér gaman. Við Jón vorum skólabræður til forna og samstúdentar. Að mínum dómi og flestra annarra, að ég hygg, var Jón Sigurðsson best máli farinn allra í MR á þeim tíma; þar skorti þó ekki úrvalsmenn sem síðar urðu þjóðkunnir margir hverjir.

Hlynur Þór Magnússon, 2.4.2007 kl. 09:07

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ómar Ragnarsson telur sig einnig vera grænan. Ekki er hann í Framsókn. Er sjálfur grænn á mörgum sviðum (þó vonandi ekki vegna myglu). Grænt er annars fallegur litur. Má ekki segja sem svo að komið sé enn eitt afbrygðið af græna litnum hér í netheimum? Nefnilega blogg-grænn?

Halldór Egill Guðnason, 2.4.2007 kl. 16:55

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

það höfðar nú best til mín þessi miðjugræni og framsóknargræni litur af nýsprottnu grasi. Mér finnst vinstri grænir stundum vera grænir eins og frostlögur eða einhver hættuleg efni sem eru lituð græn sem aðvörunarmerki til fólks um að þetta séu hættuleg efni sem ekki má drekka og mér finnst últra hægri grænir vera eins og græna þörungaslímið sem kom einu sinni á Tjörnina í Reykjavík - svona eins og einhver ofvöxtur út af næringarefnum sem iðnaðarframleiðslan hefur lagt til

Annars er ég í Texas þegar ég rita þetta og allt er hérna iðjagrænt og fólk að vinna í görðunum sínum. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.4.2007 kl. 17:27

5 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Já. Gaman að heyra þetta Hlynur. Jón Sig. er flottur karl. Best ég segi honum þetta næst þegar ég hitti hann. Hlynur Þór í MR vill að þú farir að blogga!

Sveinn Hjörtur , 2.4.2007 kl. 21:20

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Salvör, frostlögur er oftast litaður blár. Og með Jón Sig. og blogg þá er nóg að hann tali af sér eða úr takt við allt en að hann fari að blogga af sér.... tja, kannski ekki verra en hvað annað :) Bestu kveðjur nafni,

Hlynur Hallsson, 2.4.2007 kl. 22:45

7 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Hlynur Þór Magnússon, 2.4.2007 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband