Hvað varð um Eldland?

Mér leiðist sú þróun hjá fjölmiðlum að hætta að nota gamalgróin íslensk heiti í landafræði. Í þessari frétt kemur við sögu Tierra del Fuego, sem jafnan hefur kallast Eldland á íslensku. Enn verra þykir mér þegar notuð eru ensk heiti í stað þeirra sem heimamenn nota, svo sem Bavaria þegar átt er við Bayern eða Bæjaraland.

 

Mörg dæmi af þessum toga hefur borið fyrir augu á Moggavefnum síðustu árin. Á Vísisvefnum reyndar líka en það snertir mig síður. Mér er hlýtt til Morgunblaðsins, ég vil veg þess sem mestan. Þess vegna sárnar mér þegar þar er farið illa með íslenskt mál og íslenskar málvenjur. Mér sárnar oft ...

 

Síðustu árin, sagði ég. En þá kemur Tóta litla tindilfætt í hugann ...

 
mbl.is Frá Alaska til Tierra del Fuego á lýsi og svínafitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Tindilfætt, Juan Carlos...Jóhann Karl? Lengi lifi Mogginn.

Halldór Egill Guðnason, 3.4.2007 kl. 00:09

2 Smámynd: Mats Wibe Lund

Þekkjum við landið okkar?

Skyldi myndin andartak hér að ofan vera tekin undir Eyjafjöllum, fjallið næst á móti bænum Hrutafell, en fjallið í baksýni Steinafjall.

Allavega væri full ástæða til að brydda upp á slika getraun með myndum efst á bloggsiðunum.

Mats Wibe Lund, 3.4.2007 kl. 08:28

3 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Þú ættir nú að þekkja landið okkar betur en ég, kæri Mats, og betur en flestir aðrir. Ekki veit ég hvaðan myndin er; hún er meðal þeirra sem um er að velja á Moggablogginu.

Hlynur Þór Magnússon, 3.4.2007 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband