Heimildir varðandi mig óskast

Allt frá unglingsárum hef ég safnað heimildum um mitt nánasta ættfólk eins langt aftur og mér hefur verið unnt, og geri enn. Nokkur skalli, óneitanlega stór, er í þeirri heimildavinnu þar sem persónulegar eigur móður minnar og jafnframt foreldra minna beggja eiga í hlut. Þannig hvarf mér t.d. þegar mamma dó fyrir þremur áratugum fjöldi gamalla ljósmynda í hennar eigu, sem ég sjálfur tók, auk margra annarra. Auk þess hurfu mér þá mörg afar persónuleg bréf sem fóru okkur mömmu í milli, m.a. þegar ég var vistaður í heimavistarskóla á Vestfjörðum á fermingaraldri, sem og ótalmargt annað persónulegt sem ég fékk engan aðgang að þegar mamma dó.

 

Þeir sem kunna að hafa eitthvað af þessu undir höndum núna - hafa e.t.v. keypt það á flóamarkaði eða því um líkt - eru beðnir að hafa samband við mig. Ekki síst þætti mér gaman að frétta af nælunni sem ég smíðaði og gaf mömmu!

 

Fyrir utan almennt gaman væri fróðlegt að vita um kaupendurna en þó einkum seljendurna.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Liggur allt fyrir, góði Keli. Þetta fólk hefur varla selt þetta sem ég nefndi. Sennilega hent þessu öllu ...

Hlynur Þór Magnússon, 4.4.2007 kl. 01:25

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Minningar mínar liggja fyrir. Bara spurningin hvenær þær verða birtar, eða hvort ...

Hlynur Þór Magnússon, 4.4.2007 kl. 01:27

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Afi minn var á sínum tíma mikilsmetinn ljósmyndari. Í fórum okkar eigum við ómældan fjölda ljósmynda sem enginn veit nokkur deili á. Gæti hugsast að eitthvað af því kæmi þér að notum? Ljósmyndarinn hét  Halldór Egill Arnórsson ef það hringir einhverjum bjöllum. Reykhólar til "Patró" voru honum einkar hugleiknir staðir, svo ef þaðan mætti vænta einhvers í upprifjuninni, væri það mér sönn ánægja að verða að liði. Með persónuleg bréf get ég að sjálfsögðu ekkert að gert, en myndirnar sem við eigum eru fleiri en við getum með nokkru móti sagt frá, eða útskýrt hver sé hvað á hverri.

Halldór Egill Guðnason, 4.4.2007 kl. 01:29

4 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Halldór Egill - það væri mikill fengur að ljósmyndum héðan úr Reykhólasveitinni - heyrumst betur!

Hlynur Þór Magnússon, 4.4.2007 kl. 11:27

5 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Og auðvitað ekki bara héðan - hvarvetna liggja gamlar myndir í fórum gamals fólks, og þegar gamla fólkið hverfur héðan af heimi hverfa líka í mörgum tilvikum heimildirnar um gömlu myndirnar. Eftir standa gamlar myndir sem enginn veit af hverju eru ...

Hlynur Þór Magnússon, 4.4.2007 kl. 11:32

6 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Góða Anna frænka mín. Ég hef allt frá unglingsárum lagt rækt við ætterni mitt og allt sem því viðkemur. Kannski einmitt þess vegna finnst mér sárt að allt sem þessu viðkemur skuli vera mér horfið. Meira að segja myndir af mér sjálfum í gamla daga. En - svona er lífið.

Hlynur Þór Magnússon, 4.4.2007 kl. 13:24

7 Smámynd: Sólrún Þórunn D Guðjónsdóttir

Alltaf sart thegar eitthvad kaert tynist.  Thess vegna for eg ad nota digital myndavel thegar fyrstu 8 timarnir hennar Samonthu festust ekki a filmu

Sólrún Þórunn D Guðjónsdóttir, 4.4.2007 kl. 14:53

8 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Gangi þér vel í leitinni kæri Hlynur!

Í langdvöl minni í vesturheimum verður mér æ ljósara gildi þeirra hluta og hugsana sem ættingjar og vinir hafa gefið eða þegið að gjöfum. Það sem gerir hlutina flóknari er að æskuuppeldis-svæði hafa verið undirlögð sjopping mollum eða bílastæðum.

Svo ég skil vel þessar leitar þínar. Mér er til að mynda mjög annt um ritvél eina gamla úr stáli merktri REMINGTON sem afi minn sálugi notaði við bankastörf sín og gaf svo föður mínum sem gf mér svo hana til afnota. En ég finn ekki ritvélaborða í hana til að geta loksins hent tölvudraslinu sem er sífellt að pirra mann.

;-)

Ólafur Þórðarson, 6.4.2007 kl. 03:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband