7.4.2007
Bjórmaður keypti límonaði
Clooney hefur líklega orðið þyrstur við tökurnar á Leatherheads - a romantic comedy set in the world of 1920s football (The Internet Movie Database) - þar sem hann er í senn leikstjóri, handritshöfundur og leikari í aðalhlutverki á móti Renée Zellweger. Clooney mun ekki slá hendinni á móti bjór þó að hann hafi fengið sér límonaði að þessu sinni. Eða eins og segir í postillunni IMDb: He loves beer. He does voiceovers for Budweiser TV commercials and allegedly had a beer keg installed in his dressing room during filming of Ocean's Eleven (2001) ...
Að öðru leyti sit ég hér með hálfvitasvip og velti fyrir mér helstu frétt helstu fjölmiðla veraldar þessa dagana og bloggefni mínu að þessu sinni.
Clooney greiddi 1.300 krónur fyrir glas af límonaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:23 | Facebook
Athugasemdir
Iss..ég veit það! Þú veist bara sem er að við stelpurnar kíkjum allar við ef það er minnst á George Clooney
Heiða B. Heiðars, 7.4.2007 kl. 13:23
Helst honum ekki á konum? Og búinn að missa svínið, skilst mér ...
Hlynur Þór Magnússon, 7.4.2007 kl. 17:03
Viðbót, kæra Geimfrú: Eins og þú veist mætavel, þá hefur mér líka haldist illa á konum. En mér hefur aldrei dottið í hug að fá mér svín.
Hlynur Þór Magnússon, 7.4.2007 kl. 17:06
Ja hérna hér....ég er alveg tómur....
Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2007 kl. 17:08
Ef maður gúglar saman orðin Clooney og Max, þá birtist mikill fjöldi síðna um leikarann og svínið hans. Max andaðist á síðasta ári, nærri tvítugur að aldri og nærri 300 pund að þyngd.
Hlynur Þór Magnússon, 7.4.2007 kl. 18:02
Ég þori nú ekki að segja það sem mér dettur í hug: Eru ko nur nú ekki svínabest?
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.4.2007 kl. 18:03
Sigurður Þór: Ég hef alltaf sagt það sem mér hefur dottið í hug. Kannski þess vegna sem mér hefur haldist svo illa á konum ...
Hlynur Þór Magnússon, 7.4.2007 kl. 18:06
Ef marka má orð Heiðu er ég þá ekki stelpa.
En Hlynur, þetta er varla skýringin á kvenmannsleysi þínu því málflutningur þinn einkennist af talsvert meiri skynsemi en Sigurðar Þórs.
erlahlyns.blogspot.com, 7.4.2007 kl. 19:57
En að kaupa Límonaði , og með þenna frábæra aðgangi að bjór -- Hneyksli !
Halldór Sigurðsson, 7.4.2007 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.