Ómerkilegasta fréttin mín

Líklega eru fjögur-fimm ár síđan ég skrifađi ţá ómerkilegustu frétt sem ég hef skrifađ um dagana - og er ţá nokkuđ sagt. Mér varđ hugsađ til hennar ţegar ég skrifađi nćstu fćrslu hér á undan. Á ţessum tíma gekk ég frá tíu til fimmtán fréttum á dag ađ jafnađi og stundum meira inn á vef Bćjarins besta á Ísafirđi - bb.is. Ţá eins og nú voru stöku fréttir ţađan teknar inn á ađra fréttavefi, svo sem vefina mbl.is, visir.is og einhvern vef fyrir austan, sem um tíma flutti samansafn frétta af landsbyggđinni.

 

Dálítiđ fannst mér ţađ pirrandi, frómt frá sagt, ađ oftast var ţar lítt eđa ekki hirt um jákvćđar fréttir, jafnvel stórfréttir af atvinnulífi eđa menningarlífi eđa mannlífi yfirleitt, en umsvifalaust tínt upp ţađ neikvćđa, alveg sama hversu lítiđ eđa ómerkilegt sem ţađ var. Ef einn daginn voru t.d. fluttar fréttir af breytingu gamla sjúkrahússins á Ísafirđi í safnahús, ákvörđun um nýjan gervigrasvöll, heimsmeistaramótinu í víkingaskák, nýrri Breiđafjarđarferju og ţjófnađi á hjólkoppum, ţá var eingöngu sú síđasta tekin á ađra vefi til fróđleiks fyrir landslýđ allan um lífiđ fyrir vestan.

 

Núnú, í áđurnefndum pirringi skrifađi ég frétt á bb-vefinn ţess efnis, ađ ónýtur ísskápur hefđi dottiđ af pallbíl á Ísafirđi og skrámađ hurđina á öđrum bíl. Ekki man ég af hvađa tegund ísskápurinn var né heldur bílarnir sem hlut áttu ađ máli, en slíkar upplýsingar má auđvitađ helst ekki vanta í fréttir af ţessu tagi. Jafnframt spáđi ég ţví ađ ţessi frétt yrđi umsvifalaust tekin upp á helstu fréttavefi landsins. Ég var sannspár: Allir helstu fréttavefir landsins tóku hana upp - og enga ađra af bb-vefnum ţann daginn.

 

Viđ ţessu er auđvitađ ekkert ađ segja!

 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurţórsson.

Hahaha, ţetta er stórskemmtileg fćrsla, og tek ég heilshugar undir ađ oft eru fréttir afar ómerkilegar og eiga einganveginn heima á frétta stađ.

Sigfús Sigurţórsson., 8.4.2007 kl. 19:40

2 Smámynd: Sigfús Sigurţórsson.

Gleymdi ađal atriđinu, ég óska ţér og ţínum Gleđilegra Páska.

Sigfús Sigurţórsson., 8.4.2007 kl. 19:42

3 Smámynd: Halldór Sigurđsson

Ljótar fréttir selja betur , ekki satt ?
 

Halldór Sigurđsson, 9.4.2007 kl. 01:10

4 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

Ţetta međ ísskápinn er ekkert annađ en bara "brilliant". Vćri alveg til í ađ heyra af frystikistum eđa örbylgjuofnum í svipuđum uppákomum. Nokkuđ viss um ađ ég myndi sperra eyrun betur viđ svona frétt, en svo og svo marga látna, skotna, svelta eđa sprengda úti í heimi. Ekki ţađ ađ ţađ séu ekki fréttir, heldur hitt ađ fallandi ísskápar á trukki fyrir vestan mćttu mjög gjarnan fá ađ fljóta međ í umfjölluninni, svona rétt til ţess ađ halda í vonina á mannkyniđ. Sennilega verđur ţín versta frétt ekki svo slćm, er upp verđur stađiđ.

Halldór Egill Guđnason, 11.4.2007 kl. 02:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband