Norðanlogn á Reykhólum - gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar og bestu þakkir fyrir liðinn vetur. Og meira en það, bestu þakkir fyrir liðin sextíu ár. Hér á Reykhólum við Breiðafjörð frjósa saman veturinn og sumarið. Það mun vita á gott sumar. Frostið var hér rúmar fjórar gráður á miðnætti og lognið algert. Sjálfvirki vindmælirinn sýndi 0,0 metra á sekúndu. Á norðan, hvernig sem á því stendur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Sumar gleði hægri grænn / sál og huga gómar.  Uppskeran hjá ykkur vonandi væn / verður hjá þér Ómar . Gleðilegt sumar Hlynur Þór .Kveðja Magnús

Magnús Jónsson, 19.4.2007 kl. 02:31

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gleðilegt sumar kæri vin.  Sendu mér línu um hvernig ég gæti með minnstu krókum kíkt í kaffi til þín á leið frá Sigló, sem verður nú næstu daga.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2007 kl. 03:56

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gleðilegt sumar.

Vilborg Traustadóttir, 19.4.2007 kl. 11:07

4 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Gleðilegt sumar mí dér

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 19.4.2007 kl. 11:43

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Gleðilegt sumar minn kæri

Heiða B. Heiðars, 19.4.2007 kl. 19:30

6 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Gleðilegt sumar og takk fyrir skemmtilegan bloggvetur

Ágúst Dalkvist, 19.4.2007 kl. 20:04

7 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Gleðilegt sumar

Ester Sveinbjarnardóttir, 19.4.2007 kl. 23:40

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Gleðilegt sumar Hlynur.

Sigfús Sigurþórsson., 20.4.2007 kl. 02:12

9 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ég þakka kveðjurnar, góðu vinir. Eiginlega er ég hálfhrærður líkt og á gamlárskvöld ár hvert. Maður getur verið svo lítill stundum. Ekki hefði ég trúað því þegar ég var barn, að ég yrði ennþá svona lítill um sextugt. Og varla stækkar sálin mín úr þessu.

                                          

Jón Steinar: Ég er vondur í landafræði en birgur af kaffi.

                               

Jón Kristófer: Í fyrradag rakst ég á Áslaugu - í bókstaflegri merkingu - í Jónsbúð hér á Reykhólum. Ég var að kaupa sinnep. Hitti annars eitthvað af þessu góða fólki, sem þú nefnir, nánast annan hvern dag að jafnaði í sundlauginni.

                                                

Þrymur: Þú varst bölvaður ormur í skóla. En yfirleitt góður á prófum. Líklegt finnst mér að þú sért ennþá bölvaður ormur. Ég man ekki hvort ég hef áður nefnt það einhvers staðar í bloggum mínum eða athugasemdum - ég man yfirleitt ekki nokkurn skapaðan hlut, sem betur fer - að þú varst útsettur með að grafa upp einhvern andskotann gagngert til að geta rekið kennarann á gat. Ef fjalla skyldi t.d. um Jón Sigurðsson - þá á ég við þennan sem fæddist árið 1811 en ekki skólabróður minn sem núna er formaður Framsóknarflokksins - var viðbúið að þú spyrðir mig eitthvað á þessa leið: Hvaða tegund af sérríi drakk Jón helst? Og þá svaraði ég eitthvað á þessa leið: Þetta er ekki saga heldur skepnuskapur, og þegiðu svo, bölvaður ormurinn þinn.

                                 

Ágúst Dalkvist var líka nemandi minn. Hann var líka góður á prófum en ekki eins mikill bölvaður ormur. Kannski hefur ræst úr því með árunum. Hann var góður að tefla.

                                  

Kvenþjóðinni hér in solidum færi ég bestu þakkir.

                            

Hlynur Þór Magnússon, 20.4.2007 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband