27.4.2007
Ómar R. Valdimarsson hættur að blogga?
Ómar R. Valdimarsson er blaðafulltrúi Impregilo. Jafnframt er hann einn þeirra sem mest kveður að hér á Moggabloggi - verður varla toppaður í vinsældum nema af stólpípuauglýsingum Jónínu Benediktsdóttur þegar hún nær sér á strik eða flatlúsarskrifum Ellýjar Ármannsdóttur.
Undanfarið hefur Ómar einbeitt sér að skítkasti í garð tiltekinna einstaklinga í hópi Vinstri grænna. Þegar þetta er skrifað er hann þess vegna í sjötta sæti á vinsældalistanum hér á Moggabloggi.
Samt hefur hann haldið kjafti síðan í fyrradag.
Núna þegir blaðafulltrúi Impregilo.
En hvað ég skil hann.
Segja að einungis brot af 180 veikindatilfellum tengist mengun í göngunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, hann er sannarlega Kjaftstopp, eins og heiti síðunnar hans gefur til kynna, og er það vel.
erlahlyns.blogspot.com, 27.4.2007 kl. 00:37
Eftir þennan andstyggðar dag í fréttalegu tilliti þá er ég hætt að trúa á tannálfinn. Hann Ómar þessi er ekki líklegur til að skammast sín fyrir að þiggja blóðpeningana frá þeim ítölsku......... Sannið þið til. Enda leyfir hann bara útvöldum að skilja eftir komment.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2007 kl. 00:47
Það er með ólíkindum að Ómar Valdimarsson skuli loka á allar athugsemdir við sitt "blogg" þegar á brattan sækir.
Hann er gersamlega "kjaftstopp".
Unnur (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 02:57
Ómar er að skola göngin...
Már Högnason (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 06:31
Hann hfur líka lokað fyrir athugasemdir á síðunni sinni! Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 27.4.2007 kl. 06:52
Hann er hérna á blogginu væntanlega á sínum eigin forsendum ekki sem blaðafulltrúi Impregilo. Þegar svona krísa kemur upp gleymir fólk að virða það og það hrannast upp spurningar á hann varðandi starf hans. Þess vegna neyðist hann til að halda sér til hlés í raun ekkert annað en við sjálf myndum gera í hans stöðu.
Ester Sveinbjarnardóttir, 27.4.2007 kl. 09:03
Leyfi mér að skjóta því hér inn, að mér þykja orð Esterar góð og gagnleg og allrar umhugsunar verð fyrir mig og aðra.
Hlynur Þór Magnússon, 27.4.2007 kl. 09:39
En: Þegar blaðafulltrúi stórfyrirtækis leggur fulltrúa eins stjórnmálaflokks nánast í einelti á opinberum vettvangi, þá er það líka umhugsunarvert ...
Hlynur Þór Magnússon, 27.4.2007 kl. 09:44
hahahahahahahaha - afsakið - þetta er bara svo fyndið. Hefur HANN af öllum núna lokað fyrir athugasemdir? Ég var einmitt þar inni fyrir nokkrum dögm og var að skammast í honum fyrir að reyna að kúga annað fólk til þess að þora ekki að tala... hann var að leggja Sóley í einelti einsog vinsælt er, og mér fannst náunginn bara amkunarverður. En hann lét ekki segjast, og svo gerist þetta - auðvitað var hann blaðafulltrúi Impreglio, það gat ekki annað verið, en samt hefði mann aldrei grunað það.
Já, ég fylgist ekki nóg með, svo mikið er víst. En frétti sem betur fer allt að lokum.
halkatla, 27.4.2007 kl. 10:39
ég er ekki að hlæja af því að ég sé svona vond heldur af því að kaldhæðnin hríslaðist um mig....
halkatla, 27.4.2007 kl. 10:41
Gott að hann haldi sér saman í smástund. Var orðinn leiður á þessum skrifum hans. Þar sem ég þekki hann persónulega (og ekki af góðu) þá læt ég það alveg vera að sökkva mér niður á hans plan.
B Ewing, 27.4.2007 kl. 13:58
Jújú Jón , það hefði alveg verið farið í þessar framkvæmdir þó aðrir hefðu boðið hærra. Enda er búið að vera mjatla í þá milljarðanna aukalega á framkvæmdatímabilinu. Ætli þegar upp er staðið að kostnaðurinn verði sá sami og það sem hin fyrirtækin buðu. en þó með zero veseni og mannréttindabrotum
Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.