5.5.2007
Þar fauk traustið á Capacent Gallup
Kannski engin furða þó að mikill munur sé á fylgi stjórnmálaflokka frá einni könnun til annarrar. Hvað á að halda um nákvæmnina á þeim vettvangi þegar svona hrikaleg mistök eru gerð við einfalda samlagningu á auglýsingakostnaði? Og hvers vegna eru menn svona lengi að ranka við sér?
Stöð tvö greindi frá því í gær, að Framsóknarflokkurinn væri búinn með meira en helminginn af auglýsingafé sínu fyrir komandi kosningar. Stjórnmálaflokkarnir sömdu um það í aðdraganda kosninganna að takmarka auglýsingakostnað hvers flokks í fjölmiðlum á landsvísu við 28 milljónir króna. Capacent Gallup sér um að taka kostnaðinn saman.
Í fréttinni á Stöð tvö var birt súlurit af kostnaðinum, þar sem Framsóknarflokkurinn er með hæstu súluna, öfugt við það sem hann á að venjast í skoðanakönnunum. Fréttin var síðan sett inn á fréttavefinn visir.is laust fyrir kl. hálfátta í gærkvöldi og þar er hún enn. Ríkisútvarpið skýrði frá þessu í fréttum sínum í morgun.
Núna laust fyrir hádegi átta menn sig loksins á því, að þetta er tóm vitleysa.
Þetta er afleitt, að ekki sé meira sagt. Í hálfan sólarhring er hálf þjóðin búin að fussa og fjargviðrast og hæðast og hlakka yfir framsóknarræflunum og auglýsingunum þeirra og fylginu þeirra og öfugri fylgni fylgisins við auglýsingakostnaðinn og hver veit hvað ...
Capacent: Auglýsingakostnaður Framsóknarflokksins ofreiknaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.