Fréttablaðið og Chicago Daily Tribune

Harry Truman með Chicago Daily TribuneÁ kosningavöku Sjónvarpsins í morgun las Gísli Einarsson upp úr Fréttablaðinu, en þar er landslýð greint frá úrslitum kosninganna í gær. Helstu tíðindin eru þau, ef marka má Fréttablaðið, að ríkisstjórnin er fallin og Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra dottin út af þingi.

 

Ólafur Harðarson stjórnmálafræðingur rifjaði af þessu tilefni upp hina frægu frétt Chicago Daily Tribune af sigri Deweys yfir Truman í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 1948. Gallinn var sá, að Truman sigraði en Dewey tapaði. Á myndinni er Truman glaðbeittur með blaðið í höndum.

 

Fróðlegt verður að sjá, þegar þar að kemur, frétt fríblaðsins Boston Now af úrslitum komandi forsetakosninga í Bandaríkjunum ...

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Magnað. 

Á maður svo bara að taka þessu plaggi á hverjum morgni og trúa því sem í því stendur?Fjölmiðlafrumvarp......Er ekki rétt að skoða þetta aðeins betur? Bónus og Jóhannes fékk það sem hann vildi.....

Steypu. Án járnabindingar. Þeir sem trúa því að "Skírarinn" sé frelsarinn endurfæddur og geti hraunað yfir allt og alla með opnuaglýsingum í nafni "meðalmennsku" vil ég góðlátlega benda á að Fjarðarkaup eru nánast nákvæmlega jafndýr. Svei Jóhannesi "Skírara". Það er að verða lítill munur á kúk og skít og fyrri störf að engu að verða. Synd og skömm.

Halldór Egill Guðnason, 13.5.2007 kl. 06:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband