Konur geta afar vel við sinn hlut unað í Norðvesturkjördæmi að þessu sinni. Hjá öllum flokkum er fyrsti varamaðurinn kona. Auk þess var að sjálfsögðu kona í efsta sætinu hjá eina framboðinu sem ekki náði fulltrúa á þing.
Myndirnar sýna annars vegar hið geysiöfluga karlalið NV-kjördæmis á næsta keppnistímabili og hins vegar varamannabekkinn sem annast klappstjórn og kaffisölu í hálfleik.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:42 | Facebook
Athugasemdir
Fyndið. Svona er Ísland í dag í landsbyggðarkjördæmunum.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 13.5.2007 kl. 22:11
Takk Hlynur fyrir að draga þennan fáránleika svona myndrænt fram. Þetta er ekki fyndið, bara grátlegt.
Bergþóra Jónsdóttir, 13.5.2007 kl. 23:44
E.t.v. er rétt að taka fram, að í báðum tilvikum er um stafrófsröð að ræða.
Hlynur Þór Magnússon, 14.5.2007 kl. 00:26
Æi, einhver þarf að baka ofan í þá greyin. Hefði nú samt kosið að sjá Pálínu í þessum hóp. Hún hefði sómt sér með prýði. Vona að þú hafir komist á kjörstað. Kveðjur,
Sigríður Jósefsdóttir, 14.5.2007 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.