Hvernig lukkast útlitið og gáfurnar hjá nýju ríkisstjórninni?

Össur segir stjórnarmyndunarviðræðurnar snúast um sameiningu þess helsta og besta úr stefnumálum flokkanna tveggja. Reynslan sýnir hins vegar að málamiðlanir geta lukkast misjafnlega. Þó að ætlunin sé að sameina það helsta og besta verður niðurstaðan stundum samsuða úr því ómerkilegasta og versta.

 

Jón Sigurðsson leggur til að nýja ríkisstjórnin verði kölluð Baugsstjórnin enda sé hún óskabarn Baugsmanna.

 

Mér kemur í hug það sem Bernard Shaw sagði þegar blondínan stakk upp á því að þau eignuðust barn saman. Hugsið yður, sagði hún, með útlit mitt og gáfur yðar. En, svaraði Shaw, ef það fengi nú útlit mitt og gáfur yðar?

 

Núna er spurningin hvort óskabarnið mun hafa til að bera hugsjónir sósíaldemókrata og ábyrgðartilfinningu hægri manna.

 

Eða öfugt.

  
mbl.is Össur: Unnið að samræmingu þess helsta og besta úr stefnu flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Gunnarsson

góður, lykilspurning.

Pétur Gunnarsson, 18.5.2007 kl. 23:47

2 identicon

Krossum fingur.

Lilja Haralds (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 02:08

3 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Þú ert cool.  Ekki kleppari eins og þeir sem hamast í mínu kommentakerfi.

Hrólfur Guðmundsson, 19.5.2007 kl. 12:07

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er ágætis samlýking þetta með Bernard Shaw og ljóskuna. Svo það að kalla þetta Baugsstjórn er líka gott því þá er allavega komið nafn á hana.

Ólafur Björn Ólafsson, 19.5.2007 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband