Hundakjötsát

Hundakjöt 01Mér skilst að hundakjöt sé prýðismatur. Það er sjálfsagður og vinsæll matur í Austur-Asíu, rétt eins og t.d. kattakjöt. Viðbrögð Vesturlandabúa gagnvart hundakjötsáti virðast iðulega svipuð og viðhorf margra útlendinga til íslensku sviðanna: Hneykslun og ógeð.

 

Núna er greint frá því í fréttum, að breskur listamaður hafi matreitt hund til þess að mótmæla refaveiðum konungsfjölskyldunnar. Þetta átti víst að hneyksla. „Íslandsvinurinn“ Yoko Ono er sögð hafa fengið sér bita.

 

Hundakjöt 03Í hallærum fyrri alda dóu Íslendingar úr hungri fremur en að éta annað en þeir voru vanir. Ljótir fiskar voru ekki étnir. Einhvers staðar fjallar Kiljan um þau undarlegheit Íslendinga að leggja sér einungis andlitsfríða fiska til munns. Heldur át fólk skóna sína en það æti skötusel eða hrossakjöt. Sveltandi börnin fengu reimarnar úr skónum að sjúga meðan berfættir foreldrarnir grófu ellidauð hrossin.

                       

Sinn er siður í landi hverju.

                         

Þýskt orðtak hljóðar svo: Það sem bóndinn þekkir ekki, það étur hann ekki. Í þessu felst, að sá sem alla tíð hefur verið heima, alltaf bundinn við sína torfu - er sumsé heimskur, í upphaflegri og bókstaflegri merkingu þess orðs - tortryggir allt sem honum er framandi. Þessu skylt er að hlæja að öllu sem er framandi. Þess vegna voru t.d. blökkumenn óttalega hlægilegir í augum Íslendinga, og rósóttir tréskór, og fólk sem þvoði sér um hendurnar jafnvel í hverri viku.

 

Hundakjöt 02Ég hef ekki smakkað hundakjöt sem sérstakan rétt en vissulega hef ég borðað ýmis gúllös og kássur á austurlenskum veitingastöðum. Illa er ég svikinn ef þar hafa ekki leynst innan um einhverjar tægjur úr hundum og köttum.

 

Í síðustu viku birtist á þýska fréttavefnum spiegel.de samantekt í máli og myndum um hundakjötsmenninguna í Víetnam. Tilgangurinn er ekki að vekja hneykslun eða ógeð heldur að greina frá hlutum sem eru heilum þjóðum eðlilegir en öðrum framandi. Hér er tenging á þessa frásögn, en þar er jafnframt hægt að skoða myndaseríu frá götuveitingastað í Hanoi. Ekki síst eru heilsteiktir hausar girnilegir (minna svolítið á sviðin okkar), að ekki sé nú minnst á hundapylsurnar (meðfylgjandi myndir eru úr þeirri seríu).

 

Hvenær ætli spiegel.de segi í máli og myndum frá sviðahausunum okkar og kæsta hákarlinum eða hráefninu í þjóðarrétti Íslendinga, SS-pylsunum? Þá held ég að einhverjum útlendingnum geti orðið bumbult ...

 
mbl.is Át hund í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég hef nú bara étið kanínusteik á hommakrá í Amsterdam og hún var framreidd í sætri sósu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag get ég með naumindum lagt mér blessuð lömbin til munns nema þau séu í 'dularbúningi'
Annars átti ég einu sinni matreiðslubók sem ég keypti í Californiu og þar voru uppskriftir af  nauta brain stew og blue trout sem var heilsteiktur slorugur silungur.

Svava frá Strandbergi , 31.5.2007 kl. 17:51

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Mmmmm, hot dogs!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 31.5.2007 kl. 17:58

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Austurlendabúar éta hunda og ketti og eru allra manna hraustastir.

Vilborg Traustadóttir, 31.5.2007 kl. 18:35

4 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Það þarf nú ekki til Kaliforníu til að finna bók með uppskrift að blásoðnum silungi, mig minnir að slík uppskrift sé í einni af mínum bókum.

Í bændaskólanum á Hvanneyri var hundakjötsveisla veturinn 1918 - ekki vegna þess að svo þröngt væri í búi frostaveturinn, heldur var þarna um veðmál að ræða og gestirnir vissu ekki hvað þeir voru að borða fyrr en þeir voru búnir að gæða sér á matnum. Afi minn var einn af þeim sem sátu veisluna. Ég veit ekki til að hundakjöt hafi í annan tíma verið borið á borð hérlendis en það eru til sögur um umrenninga sem átu hunda. Svo voru feitir hundar stundum soðnir til að fá feitina, sem þótti góð í græðismyrsl, og ég man eftir gömlum Skagfirðingi sem sagði frá því að þegar hann kom einu sinni svangur inn, ungur að árum, fann hann kjöt í potti og gæddi sér á því en vissi ekki fyrr en eftir á að þetta var af hundi sem var verið að sjóða í smyrsl.

Nanna Rögnvaldardóttir, 31.5.2007 kl. 19:20

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég dreg mörkin við sviðakjamma takk fyrir!

Heiða Þórðar, 31.5.2007 kl. 23:04

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hef einu sinni borðað hundakjöt og gat ekki greint að það væri neitt frábrugðið öðru kjöti, þannig lagað séð.Ólíkir menningarheimar og ólík sjónarmið. Fyrir einum er hundur besti vinur, fyrir öðrum er hundur matur. Einfalt.

Halldór Egill Guðnason, 1.6.2007 kl. 09:18

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Heimskt er heimaalið barn. Maður þarf að skoða heiminn og vera opinn fyrir öllu. Við étum eistu með bestu lyst, er það ekki ógeð ?? örugglega finnst mörgum svo vera.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2007 kl. 13:57

8 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það hefur verið hundur í honum, eins gott að vera grænmetisæta..

Ester Sveinbjarnardóttir, 3.6.2007 kl. 01:38

9 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Es ist hässlich, hrópaði ég í huganum eftir að hafa skoðað myndaseríuna á Spiegel. 

Dexter sá að ég var eitthvað miður mín og brást við með því að reyna að sleikja mig í framan.  

erlahlyns.blogspot.com, 3.6.2007 kl. 05:09

10 Smámynd: Skafti Elíasson

Persónulega býður mér við þessu en ég get þó skilið að fólki býður við sviðahausunum okkar td.

Skafti Elíasson, 3.6.2007 kl. 20:22

11 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hrútspungar og við segjum oj við hundum? Takk fyrir mig, hundurinn var bara allt í lagi.

Halldór Egill Guðnason, 4.6.2007 kl. 03:17

12 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Bara "for the record".: Á hund sem ég hef ekki hugsað mér að borða.

Halldór Egill Guðnason, 4.6.2007 kl. 03:19

13 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Eftir að vera búin að lesa færslurnar hér inni, þori ég ekki öðru en að halda henni Perlu minni blanda af border og íslenskum fjárhundi inni, það er aldrei að vita nema ykkur vanti eitthvað á grillið!

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.6.2007 kl. 14:25

14 identicon

Ég held ég muni aldrei leggja mér til munns hundakjöt.

http://feedbandit.mjusic.net/modules.php?name=Video_Stream&page=watch&id=334&d=6

og þið verðið sammála mér ef þið skoðið myndskeiðið. 

Ari (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 01:32

15 identicon

You are what you eat...

Hrúturinn (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband