Breiðavík er upptekin vegna ferðaþjónustu en Núpur í Dýrafirði er laus. Þar var mjög lengi heimavistarskóli fyrir unglinga en núna eru húsakynnin miklu til sölu. Með því að nýta aðstöðuna á Núpi má slá tvær flugur í einu höggi: Leysa deiluna um Njálsgötuheimilið og fjölga fólki á Vestfjörðum. Sumir hinna nýju Dýrfirðinga gætu t.d. unnið við umhirðu í garðinum Skrúði, aðrir við að smíða hrífuhausa og enn aðrir við að telja fugla, eða hverjir aðra, auk þess sem allir yrðu í fjarnámi.
Jafnframt væri afstýrt hættunni á verðfalli húseigna við Njálsgötuna og þar í grennd.
Njálsgötufólkið heldur úti bloggsíðu hér á Moggabloggi undir heitinu Nágrannar Njálsgötu 74. Vonandi heldur hópurinn áfram að blogga eftir flutninginn vestur, t.d. undir titlinum Njálsgötufólk Núpi í Dýrafirði.
Þegar ég var nemandi á Núpi fyrir bráðum hálfri öld var einangrunin þar mikil. Segja má að héraðsskólarnir í gamla daga hafi verið samfélög að mestu utan hins venjulega mannlega samfélags.
Í trausti þess að svo sé enn legg ég fram ofangreinda hugmynd varðandi framtíðarbúsetu þess mannfjandsamlega liðs sem hamast gegn fyrirhuguðu heimili að Njálsgötu 74.
Borgarráð samþykkir starfsemi við Njálsgötu 74 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Orð í tíma töluð!
Takk
Bergþóra Jónsdóttir, 13.7.2007 kl. 09:18
Gæti ekki verið meira sammála þér.
vcd
Bragi Þór Thoroddsen, 13.7.2007 kl. 10:44
Það er víst ekki sama hverjir kvarta. Heldur færri mótmæltu í Breiðholti heimahögum borgarstjóra og það var fellt. Þetta lið er ekki starfi sínu vaxið og öll umgjörð í kringum þetta er skrípaleikur frá A-Ö
Sigurbjörn (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 13:09
Hlynur væri ekki upplagt að flytja alla íbúa Njálsgötunnar sem eru óánægðir á Hnífsdal til að leysa vandan?, ekki skemma Núpinn með því að flytja þangað vandræðamenn þjóðarinnar, eitt skil ég ekki í svona málum og það er hvers vagna þarf ég alltaf að vera að borga þeim skaðabætur sem eyðileggja sitt eigið líf, ræna samborgara sína, brjóta allar reglur samfélagsins, virða að engu eignarrétt annarra, lítilsvirða friðhelgi þeirra sem ekkert vilja með þá hafa, og eru eilífðarbaggar á heilbrigðiskerfinu?, hvað er það sem þessir vesalingar eiga eiginlega inni hjá þér og mér sem skattgreiðendum?.
Kveðja að sunnan Magnús
Magnús Jónsson, 13.7.2007 kl. 20:18
Fyrirgefið en mér finnst þetta ekki til að gantast með. Hlynur ertu virkilega að meina að þessir aumingjans menn gætu farið í fjarnám??????????????.
Sumir hverjir sem hafa farið svona illa út úr lífinu sínu þurfa aðhlynningu í langan tíma áður enn þeir átta sig á nýju lífi.
Núpur í Dýrafirði sá yndislegi staður væri kjörinn til að gefa ólánsfólki nýja sýn á lífið.
Þó ég haldi að þetta sé of stór eining.
Ég ætlaði nú ekki að úttala mig aftur um þetta mál,
því við sem erum að því erum víst að ausa ósanngirni yfir íbúa Njálsgötu.
það les maður allavega í blöðunum. Enn ég skil ekki kuldann í þessu fólki.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.7.2007 kl. 20:36
Hemmi Gunn er að tala um sumarbúðir að Núpi, sem kæmu til með að "skaffa 25 - 30 ný störf!!! Sumarbúðir allt árið um kring! ekki dónalegt það!
Núpsskóli hjálpaði mér á leiðinni til manns, og ekki hef ég brotið af mér síðar á lífsleiðinni svo ég viti til. En ég held það hafi aðallega verið fólkið á staðnum sem hjálpaði mér, en ekki umhverfið, því ég kem úr ennþá yndislegri firði sjálf þótt ég segi sjálf frá! En Núpsverjar eru auðvitað alltaf Núps"verjar"!
Sigrún Jónsdóttir, 13.7.2007 kl. 21:50
Guðrún ...skilur þú ekki hæðnina. Það eru íbúarnir sjálfir þ.e. núverandi íbúar, kulda fólkið sem eiga að flytja að Núpi en ekki þeir heimilislausu.
Halla Rut , 13.7.2007 kl. 23:38
Þakka þér fyrir Halla Rut.
Komst að fljótfærninni í sjálfri mér í gærkvöldi,
en var of lúin til að setjast niður og biðja Hlyn
afsökunar á mistúlkun minni á hans bloggi.
Hefði átt að skilja hæðnina og lesa betur,
en eins og ég sagði var ég orðin þreytt þá kemur
það fyrir mig að urrlast upp ef mér finnst einhverjum misboðið,
Fyrirgefðu Hlynur þetta kemur ekki fyrir aftur.
eigðu góðan dag.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.7.2007 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.