Sömu vinnubrögð, sama þroskastig

Er ekki rétt að vísa málum sem varða Saving Iceland til barnaverndarnefndar, sbr. eftirfarandi frétt á mbl.is í gær? Voru skemmdarverkin sem þar er greint frá e.t.v. á vegum Saving Iceland? Eða finna hóparnir fyrirmyndir hvorir hjá öðrum?

                         

Þrír ungir piltar á barnaskólaaldri unnu töluverðar skemmdir á byggingasvæði á höfuðborgarsvæðinu en óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna þessa í gærmorgun. Þegar komið var á byggingasvæðið blasti við ófögur sjón en búið var að brjóta nokkur ljós á stóru vinnutæki og við kaffiskúr.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var veggjakrot þar einnig að finna og grjóti hafði verið kastað í rúður svo sprungur mynduðust. Þá hafði málningu verið skvett á nærliggjandi íbúðarhús og við annað hús mátti sjá málningarskvettur á skjólvegg og útihúsgögnum.

Við rannsókn málsins beindust böndin fljótt að áðurnefndum piltum. Í fyrstu vísuðu þeir hver á annan en sannleikurinn kom þó fljótt í ljós. Málið verður sent til barnaverndarnefndar.


mbl.is Málningu hellt á skrifstofur Athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta vekur athygli, líka á Athygli. Er þá ekki tilganginum náð og allir sáttir? Og tilgangurinn helgar jú meðalið, sagði hundurinn sem hljóp til fjalla. Og bloggið heldur honum og öðrum athyglissjúkum gangandi út í það óendanlega.

Finnur heppni (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 19:04

2 identicon

Jæja, Finnur heppni, svo eigum við auðvitað að líta í hina áttina og láta sem ekkert sé ef athyglissjúklingur hálfdrepur mann og annan úti á götu fyrir framan okkur? 

Eða hvað?

KolbrunSig (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 20:33

3 Smámynd: Haukur Viðar

Klapp fyrir því

Enda mjög sambærilegt eins og allir sjá.......veggjakrot og manndrápstilraun

Haukur Viðar, 22.7.2007 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband