Norðvesturkjördæmi hægri grænt

Fróðlegt er að skoða nýjustu fylgistölurnar úr Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt þeim er Sjálfstæðisflokkur með 28% fylgi og Vinstri grænir með 25%. Síðan eru „litlu flokkarnir“ þrír allir á svipuðu róli: Framsóknarflokkurinn 17%, Frjálslyndir 16% og Samfylkingin 15%.

 

Merkilegt er að sjá Samfylkinguna í neðsta sætinu. Auðvitað eru samsæriskenningar komnar á stjá og ein þeirra kom fram í Svæðisútvarpi Vestfjarða í gærkvöldi:

 

Valdimar Lúðvík Gíslason, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Bolungarvík í áratugi og flokksbundinn Samfylkingarmaður, segir að lítið fylgi við Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi í skoðanakönnunum megi rekja beint til prófkjörs flokksins í haust. Hann segir hreint út að séra Karl Valgarður Matthíasson hafi beitt bolabrögðum í prófkjörinu og smalað óflokksbundnum mönnum til að kjósa sig. Hann hreppti annað sætið.

 

Hvað sem kann að vera til í þessari kenningu, þá er næsta víst að sitthvað fleira kemur til. Hætt er við að það sitji enn í mörgum, ekki síst á Vestfjörðum,  þegar Össuri Skarphéðinssyni var bolað úr formannsstólnum.

 

Auk þess getur varla talist gæfulegt þegar einn flokkur er með álíka margar stefnur í hverju máli og þingmennirnir eru.

 

Svæðisfréttir - ruv.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband