Hvimleið bilun í bloggkerfinu

Undarleg bilun virðist vera í bloggkerfinu hér. Síðustu daga hafa innlegg eins af helstu leiðtogum og hugmyndafræðingum Framsóknarflokksins og væntanlegs þingmanns í Reykjavíkurkjördæmi suður gengið aftur - og það aftur og aftur. Jafnskjótt og innlegg hans er horfið niður af bloggforsíðunni kemur það afturgengið efst á forsíðunni á ný. Þetta gerðist aftur og aftur og aftur með frásögn leiðtogans af afmælisdegi Elvis Presley í fyrradag og gerist núna aftur og aftur og aftur með gráti út af afdrifum íslenska þjóðsöngsins í Ríkisútvarpinu.

 

Gætu umsjónarmenn Moggabloggsins ekki lagfært þetta? Eða eru þeir svo illa innrættir gagnvart Framsóknarflokknum að þeir geri það ekki?

Viðbót: Þessa klukkutímana verður Grímur Gíslason á Blönduósi 95 ára - aftur og aftur og aftur ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Auðvitað veit ég þetta! Mér fannst þetta reyndar með ólíkindum með Elvis - sá hana fyrst um nóttina, svo aftur, og svo aftur og aftur - alltaf sett inn á nýjan leik! Vonandi er ekki svo djúpt á háðinu hjá mér að það sjáist ekki?

Hlynur Þór Magnússon, 10.1.2007 kl. 10:45

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Það eru engir illa innrættir gagnvart framsóknarmönnum :), allir elska skepnur í útrýmingarhættu ;)

Ágúst Dalkvist, 10.1.2007 kl. 15:48

3 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Bloggarar af þínum kalíber þurfa ekki að svindla, og gera það ekki. Komin í hóp eðalbloggara, og það verðskuldað!

Varðandi það sem hér um ræddi: Það heimskulegasta er að binda sig við afmælisdaga - Elvis, Grímur Gíslason o.s.frv. - vegna þess að þá þarf alltaf að finna nýjan afmælisdag dag hvern ...

Hlynur Þór Magnússon, 10.1.2007 kl. 19:27

4 Smámynd: Ólafur Örn Nielsen

Sæl veriði,

Sem starfsmaður mbl.is og einn höfunda blog.is langar mig að koma þessu að. Hvet ykkur til að senda allar ábendingar sem þessar á netfangið blog@mbl.is. Við erum stöðugt að betrumbæta blogg umhverfið og allar ábendingar, hugmyndir eða athugasemdir vel þegnar.

Ólafur Örn Nielsen, 11.1.2007 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband