Bloggfćrslur mánađarins, mars 2007
2.3.2007
Ég er lítill tréhestur
Merkilegt hvernig mađur getur tekiđ ćvilöngu ástfóstri viđ bćkur. Eđa eitthvađ annađ. Nánast upp úr ţurru. Mér ţykir einna vćnst um Ćvintýri litla tréhestsins af öllum bókum sem ég hef eignast og hef lesiđ hana misreglulega síđustu hálfa öldina eđa svo. Ef ég ćtti ađ velja eina bók til ađ hafa međ mér á eyđieyju, eđa yfir í eilífđina, ţá tćki ég hana. Nćst kćmi Candide / Birtíngur í ţýđingu Kiljans - og međ formálsorđum hans! Ef ég mćtti hafa enn fleiri rit međ mér, ţá kćmu m.a. ţessi - í óvissri röđ: Egils saga, bćkurnar um Tom Swift, Passíusálmarnir, Ćvintýrabćkurnar eftir Enid Blyton, Hávamál, Innansveitarkróníka, Sögukaflar af sjálfum mér eftir séra Matthías ...
Tarna er undarleg upptalning! Mér skilst ađ bćkurnar eftir Enid Blyton séu einstaklega vondar bókmenntir. Bćkurnar um Tom Swift jafnvel enn verri. En vćntumţykja hlítir ekki alltaf rökum, allra síst bókmenntafrćđilegum rökum.
Í gamla daga hlakkađi ég til ţess ađ leggja stund á íslensku viđ Háskóla Íslands. Byrjađi ţar samhliđa námi í sagnfrćđi. En vonbrigđin urđu skelfileg. Á öđrum vetri í íslenskunni labbađi ég út og kom ţar aldrei síđan. Ađ vísu hafđi ég ekkert yfir málfrćđinni og málsögunni ađ kvarta; mér fannst t.d. bćđi fróđlegt og ákaflega skemmtilegt ađ kynnast gotneskunni. En bókmenntakennslan! Ég labbađi á dyr međ ţau orđ á vörum, ađ ég kćrđi mig ekkert um ađ láta segja mér hvernig ég ćtti ađ skynja tiltekin skáldverk. Ađ vísu var ég á menntaskólaárum búinn ađ kynnast steingeldum stöglurum á borđ viđ Magnús Finnbogason magister og Bjarna Guđnason - en ég hélt ađ annađ tćki viđ í háskóla ađ ţeirri afplánun lokinni.
Ég hafđi minn skilning, mína skynjun, á bókum sem ég hafđi lesiđ í ćsku og ţótti vćnt um, ég hafđi í huga mér skapađ mér mína eigin mynd af persónum og umhverfi - en núna komu tilskipanir um stađlađan og samrćmdan skilning sem allir yrđu ađ hafa til ađ ná prófum. Ţegar ég fékk fyrirskipun um ţađ hvernig ég ćtti ađ skynja persónurnar í Manni og konu upp á nýtt, ţá labbađi ég út. Tók síđan tvö stig í ţýsku til ađ fylla upp í BA-prófiđ međ sagnfrćđinni samkvćmt sex stiga kerfinu sem ţá var viđ lýđi.
En aftur ađ litla tréhestinum og ćvintýrum hans. Höfundurinn er Ursula Moray Williams, tvíburasystir Barböru Árnason. Ţegar bókin kom í huga mér núna áđan, ţegar ég las fréttina sem vísađ er til hér ađ neđan, sló ég nafniđ Ursula Moray Williams inn í leitarvélina Emblu til ađ finna íslenskar heimildir um hana. Og fékk ţetta:
Leitađ ađ Ursula Moray Williams
Áttirđu viđ rusula moran Williams?
Nei, ég átti ekki viđ rusula moran Williams. Ég átti viđ Ursula Moray Williams eins og ég hélt ađ lćgi fyrir. Merkilegar ţessar bjánaspurningar sem mađur fćr iđulega í svarastađ hjá leitarvélinni Emblu. Ţví nćst notađi ég google.com og fékk mikiđ efni í hendurnar. Ursula Moray Williams lifđi allt fram á ţennan vetur, kom mér á óvart; dó um miđjan október, 95 ára ađ aldri. Bendi hér ađeins á dánarminningu í The Guardian.
Ég er litli tréhesturinn.
Hroki og hleypidómar uppáhaldsbók breskra lesenda | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
Ekki var taliđ unnt ađ skilja forsíđufyrirsögnina öđruvísi en svo ađ fullyrt vćri ađ Ásbjörn vćri byrjađur ađ neyta vímuefna, enda vćri ţorra ţjóđarinnar kunnugt um vímuefnaneyslu hans fyrr á árum. Eins og fullyrđingin var fram sett var hún talin fela í sér ćrumeiđandi ađdróttun og voru ummćlin dćmd dauđ og ómerk.
Fallist var á ađ Ásbjörn ćtti rétt á miskabótum úr hendi Garđars vegna ţeirra ummćla sem birtust á forsíđu tölublađsins [Hér & nú, 16. júní 2005]. Miskabótakrafa Ásbjarnar var einnig reist á ţví ađ friđhelgi einkalífs hans hefđi veriđ rofin međ óheimilli birtingu mynda og umfjöllun um einkamálefni hans í umrćddu tölublađi.
Dómur Hćstaréttar: Garđar Örn Úlfarsson gegn Ásbirni K. Morthens og Ásbjörn K. Morthens gegn Garđari Erni Úlfarssyni og 365 prentmiđlum ehf.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2007
Fljótandi nikótín í Dýrafirđi
Sumar fréttir eru sérkennilegri en ađrar. Í gćr greindi fréttavefurinn bb.is frá fljótandi nikótíni sem fundist hefđi í húsi vestur í Dýrafirđi: Eigandi hússins hafđi veriđ ađ taka til á háalofti ţegar hann rakst á tvo brúsa sem innhéldu fljótandi nikótín. Hafđi hann samband viđ lögreglu sem kom bođum á slökkviliđ. Samkvćmt ţeim upplýsingum sem slökkviliđ Ísafjarđarbćjar fékk um efniđ er ţađ mjög hćttulegt viđ innöndun og snertingu á húđ. Var ţví efniđ sótt og ţví komiđ til ađila sem eyđir ţví á öruggan hátt.
Frá ţessu líka greint á heimasíđu Slökkviliđs Ísafjarđarbćjar og vísar bb.is ţangađ. Hins vegar vaknađi sú spurning, sem ósvarađ var, til hvers í ósköpunum fljótandi nikótín vćri yfirleitt notađ. Einhver hlýtur tilgangurinn međ ţessu skelfilega efni á brúsum ađ hafa veriđ. Viđ gúgl á netinu fannst í fyrstu ekkert um slíkt, ekki einu sinni í rćkilegri umfjöllun um nikótín á Wikipediu. Helst datt mér í hug, ađ ţetta hefđi veriđ notađ til ţess ađ búa til tóbak úr heyi - vćri ekki hćgt ađ marínera hey í fljótandi nikótíni, ţurrka ţađ og reykja síđan? Ekki man ég betur en fyrir kćmi í gamla daga ađ menn brćldu hey í pípu ţegar tóbak vantađi - allt er hey í harđindum ...
Síđan gerđi ég ţađ sem fyrst hefđi átt ađ gera - gúglađi fyrirtćkisnafniđ á brúsanum á myndinni á heimasíđu slökkviliđsins - The British Nicotine Company. Og ţá kemur mergurinn málsins: Manufacturers of nicotine and nicotine sulphate used for agricultural purposes.
Fram kemur, ađ ţetta brúsa-nikótín var unniđ úr úrkasti frá tóbaksframleiđslu.
Ţetta var sumsé ćtlađ til notkunar viđ akuryrkju. Ćtla má, ađ sá tilgangur sé nú gleymdur hérlendis.
En ţá vaknar önnur spurning: Skyldu brúsar ţessir ekki hafa veriđ ţarna á háaloftinu á Alviđru í Dýrafirđi fyrir bráđum hálfri öld, ţegar ég var nemandi á Núpi í Dýrafirđi og var eins og fleiri í vist á Alviđru ţar rétt hjá?
28.02.2007 Fréttin á bb.is
27.02.2007 Slökkviliđ Ísafjarđarbćjar: Hćttuleg efni leynast víđa
27.02.2007 Slökkviliđ Ísafjarđarbćjar: Myndir - eiturefni Alviđru
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)