23.7.2007
EIGHT DAYS NO NIGHTS
Kunnugleg ţótti mér fréttin af heimsókninni til Íslands í ferđatímaritinu Condé Nast Traveler ţegar ég sá hana áđan á mbl.is. Frá ţessu var sagt á bb.is í byrjun ţessa mánađar og ţar var jafnframt tengt beint í greinina í heild á vef tímaritsins. Í fréttinni á mbl.is er ţađ ekki gert heldur er tengt á vef Ferđamálastofu ţar sem aftur er vísađ á annan vef ţar sem sagt er ađ hćgt sé ađ komast á vef tímaritsins ...
> bb.is 05.07.07 Fegurđ Vestfjarđa lýst í bandarísku ferđatímariti
> Condé Nast Traveler - EIGHT DAYS NO NIGHTS
Verđmćt landkynning í Condé Nast Traveler | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Frćgt er svar séra Baldurs Vilhelmssonar, fyrrum prófasts í Vatnsfirđi viđ Djúp, ţegar fréttamannskjáni á Kirkjuţingi spurđi hvern prestinn á fćtur öđrum hvađa prestsverk vćri nú skemmtilegast. Baldur svarađi stuttaralega: Ađ jarđa framsóknarmenn.
Núna er unniđ ađ uppgrefti í Vatnsfirđi og sú spurning hefur vaknađ hvort fornleifafrćđingarnir hafi komiđ niđur á eitthvađ af ţessum framsóknarmönnum. Ekki virđast ţeir vera margir eftir ofanjarđar, hvort sem ţađ er nú dugnađi séra Baldurs ađ ţakka ...
Uppgröftur hafinn ađ nýju í Vatnsfirđi | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
Einkennilegt er ađ sömu mannlegu mistökin skuli eiga sér stađ nokkrum sinnum í viku. Líka ađ litiđ skuli vera á ţessi reglubundnu óhöpp nánast sem sjálfsagđan hlut, ađ ţví er virđist.
Fer ekki ađ verđa tímabćrt ađ athuga eitthvađ međ starfsmanninn sem gerir alltaf ţessi mistök nokkrum sinnum í viku? Eđa ađ athuga eitthvađ međ yfirmenn hans? Yrđi ekki athugađ eitthvađ međ kokkinn ef eldamennskan mistćkist hjá honum nokkrum sinnum í viku áriđ um kring, svo ađ dćmi sé tekiđ?
Eiginlega botna ég ekkert í ţessu. En ţađ er líklega ekki ađ marka.
Mannleg mistök urđu ţess valdandi ađ talsverđur reykur slapp út úr ofni í járnblendiverksmiđjunni á Grundartanga í dag. Óhöpp sem ţessi verđa nokkrum sinnum í viku, ađ sögn deildarstjóra hjá járnblendinu ...
Reykur frá járnblendiverksmiđjunni Grundartanga | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Leitin ađ ljótasta orđi íslenskrar tungu: Hátt í sextíu fćrslur eru komnar í athugasemdadálkinn og tillögur um fjölmörg afar frambćrileg orđ. Ţar má nefna (án ţess ađ ég taki afstöđu ađ sinni) orđin slembiúrtak, búkur, legslímuflakk, líkţorn, drulla, blogg, ristruflanir, togleđurshólkur, afturúrkreistingur, legremburotta, áriđill, náriđill, ţúsöld, raggeit, njálgur, spartltúba, kunta, firđtal, héddna, rasssćri, slabbdregill, páka, afgjaldskvađarverđmćti, nýsigögn, hortittur, ćla ...
Eflaust leynast enn margir gimsteinar ljótleikans glóandi í málhaugnum okkar ylhýra, ástkćra. Viđ finnum örugglega margt fleira ljótt ef viđ leitum í sálarfylgsninu. Söfnum áfram tillögum fram yfir helgi og förum svo ađ skilja sauđina frá höfrunum, láta renna undan rjómanum, slíta upp ljótasta illgresiđ og hnýta saman í vönd ...
Nokkrir hafa tilnefnt Framsóknarflokkinn. Ţađ er út af fyrir sig skiljanlegt en ég efast um ađ rétt sé ađ hafa sérnöfn í ţessari samkeppni. Framsóknarmenn hafa báđir haft samband viđ mig og látiđ í ljós óánćgju sína. Hins vegar kćmi orđiđ framsóknarmađur (eđa sjálfstćđismađur, eđa einfaldlega stjórnmálamađur) e.t.v. til greina viđ úthlutun sérstakra heiđursverđlauna, líkt og í Óskarnum.
Hugsiđ ykkur allt ţetta hráefni í ljótasta ljóđ íslenskrar tungu!
Svo fć ég líklega viđurkenningu (eđa verđskuldađa refsingu) fyrir ljótustu bloggfyrirsögn ţúsaldarinnar.
> 20.07.2007 Ný samkeppni: Ljótasta orđ íslenskrar tungu
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
21.7.2007
Sömu vinnubrögđ, sama ţroskastig
Er ekki rétt ađ vísa málum sem varđa Saving Iceland til barnaverndarnefndar, sbr. eftirfarandi frétt á mbl.is í gćr? Voru skemmdarverkin sem ţar er greint frá e.t.v. á vegum Saving Iceland? Eđa finna hóparnir fyrirmyndir hvorir hjá öđrum?
Ţrír ungir piltar á barnaskólaaldri unnu töluverđar skemmdir á byggingasvćđi á höfuđborgarsvćđinu en óskađ var eftir ađstođ lögreglu vegna ţessa í gćrmorgun. Ţegar komiđ var á byggingasvćđiđ blasti viđ ófögur sjón en búiđ var ađ brjóta nokkur ljós á stóru vinnutćki og viđ kaffiskúr.
Samkvćmt upplýsingum frá lögreglu var veggjakrot ţar einnig ađ finna og grjóti hafđi veriđ kastađ í rúđur svo sprungur mynduđust. Ţá hafđi málningu veriđ skvett á nćrliggjandi íbúđarhús og viđ annađ hús mátti sjá málningarskvettur á skjólvegg og útihúsgögnum.
Viđ rannsókn málsins beindust böndin fljótt ađ áđurnefndum piltum. Í fyrstu vísuđu ţeir hver á annan en sannleikurinn kom ţó fljótt í ljós. Máliđ verđur sent til barnaverndarnefndar.
Málningu hellt á skrifstofur Athygli | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Fjarskyld frćnka mín af Djúpadalsćtt í Austur-Barđastrandarsýslu, Anna Ólafsdóttir Björnsson, stendur hér á Moggabloggi fyrir vali á fegursta orđi íslenskrar tungu. Í viđtali í fréttum Sjónvarpsins í gćrkvöldi kvađst hún ađspurđ ekki hyggjast leita ađ ljótasta orđinu. Sagđi ađ ţađ gćti einhver annar gert.
Hér međ efni ég til samkeppni um ljótasta orđ íslenskrar tungu. Tek fram, ađ ţetta er alls ekki gert í neinu óvirđingarskyni viđ ţann skemmtilega leik sem Anna fitjađi upp á, heldur einfaldlega í eđlilegu framhaldi af honum.
Tilnefningar óskast hér í athugasemdadálkinum. Framhaldiđ verđur síđan vćntanlega nokkuđ í svipuđum dúr og hjá Önnu ...
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (69)
19.7.2007
Menningin og markađslögmálin
Gaman vćri ađ vita hvort nokkur vildi gefa út bćkurnar um Harry Potter ef ţćr vćru bođnar međ sambćrilegum hćtti. Einhvern veginn efast ég um ţađ. Hvađ ţá Biblíuna.
En ef rithöfundurinn Joanne K. Rowling kćmi nú međ handrit ađ Biblíunni til forleggjara, eđa Símaskránni, ţá myndi hann gleypa viđ ţví á stundinni.
Svona er nú ţađ.
Breskir útgefendur sáu ekki í gegnum hrokafullan ritstuld | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
19.7.2007
Rigning stöđvar hugsun um atviksorđ
Sem ég sat hér fyrir utan og hugleiddi notkun atviksorđsins upp í Ţorsteins sögu Síđu-Hallssonar, ţá fór hann ađ rigna. Ég hćtti ađ hugsa, stóđ upp og fór inn. Hana vantađi níu mínútur í ellefu. Viđ Sölvi Helgason og Ţórbergur gáum alltaf á klukkuna ţegar eitthvađ merkilegt gerist.
Rigningin stóđ ekki lengi en hún var bćđi mikil og góđ. Ţegar henni slotađi jafnskyndilega og hún byrjađi var ferskleiki náttúrunnar alger, logniđ algert, kyrrđin alger. Nema hvađ mér fannst ég heyra grösin hvískra í gleđi sinni.Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Einhvern veginn hef ég heldur skömm á ađgerđum af ţví tagi sem samtökin Saving Iceland hafa í frammi. Enginn málstađur er svo góđur ađ ekki sé hćgt ađ varpa hann skugga. Rónarnir koma óorđi á brennivíniđ, var eitt sinn sagt, sumir prestar koma óorđi á kaţólsku kirkjuna, nokkrir vitleysingar koma óorđi á mótorhjólafólk. Samtökin Saving Iceland og menn á borđ viđ Paul Watson (hvađ er annars ađ frétta af bođađri komu hans til Íslands?) koma óorđi á náttúruvernd.
Auđvitađ hafa einhverjir rokiđ upp eins og venjulega og sagt ađ lögreglan sé ađ banna fólki ađ mótmćla, banna skođanir.
Máliđ snýst ekki um ţađ. Ćtli lögreglan sćti ađgerđalaus ef forstjórar álfyrirtćkjanna, svo dćmi sé tekiđ, hlekkjuđu sig saman liggjandi á akvegum? Lögreglan léti ekki einu sinni sjálfan yfirmann sinn dómsmálaráđherrann afskiptalausan ef hann klöngrađist upp í byggingarkrana í mótmćlaskyni viđ eigendur kranans.
Störf íslensku lögreglunnar snúast hvorki um skođanir né mótmćli.
Mótmćlum viđ Grundartanga hćtt | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
Sú var tíđin ađ Fréttastofa Ríkisútvarpsins var vel mönnuđ. Enn er ţar fólk sem hefur góđa almenna ţekkingu og gott vald á íslensku máli en ekki virđast lengur vera gerđar kröfur um ţessa eiginleika hjá ţeim sem ţangađ eru ráđnir. Ef til vill vegna ţess ađ viljann eđa metnađinn vantar, ef til vill vegna ţess ađ ţeir sem ráđningar annast hafa ekki burđi til ađ meta slíkt.
Ástandiđ á fréttavefjunum mbl.is og visir.is blasir viđ og líklega er fátt viđ ţví ađ segja eđa gera. Aftur á móti er Ríkisútvarpiđ enn í orđi kveđnu einhver helsta kjölfesta íslenskrar menningar. Einmitt ţess vegna er ţađ grátlegt, ađ Fréttastofa Ríkisútvarpsins skuli vera á leiđinni niđur á sama plan og vefirnir sem nefndir voru.
Upphaf fréttar á ruv.is um hádegisbiliđ í dag - óbreytt á sjöunda tímanum í kvöld:
Sjónarvottar segja ađ TF Sif ţyrla Landhelgisgćslunnar hafi brotlent mjúklega viđ Straumavík í gćrkvöldi. Ţyrlan hafi ekki hrapađ í sjóinn heldur lent. TF-Sif var viđ ćfingar úti fyrir Straumsvík ásamt félögum úr björgunarsveit Hafnafjarđar ţegar hún ţurfti skyndilega ađ lenda á haffletinum. Veriđ var ađ ćfa hífingar úr sjó og voru ţrír bátar undir ţyrlunni. Golfarar á Hvaleyrarvelli sáu margir glögglega ţegar ţyrlan brotlenti.
Fréttin á ruv.is er miklu lengri og ţar eru miklu fleiri ambögur, málfarsvillur, stafsetningarvillur og innsláttarvillur.
Spyrja má: Hvađ er brotlending? Telst ţađ brotlending ađ lenda mjúklega? Hvers vegna ađ tilgreina ađ golfarar á Hvaleyrarvelli (í Hafna-firđi eđa viđ Strauma-vík?) hafi séđ margir glögglega ţegar ţyrlan brotlenti ţegar jafnframt kemur fram ađ hún brotlenti alls ekki?
Ţessara spurninga er ekki síst spurt núna vegna ţess ađ í kvöldfréttum og Speglinum er enn veriđ ađ hnykkja á ruglinu. Já, hún hrapađi, skv. máltilfinningu Fréttastofu Ríkisútvarpsins.
Viđbót: Ćtli ţetta sé undirbúningur fyrir sölu Ríkisútvarpsins? Verđfella ţađ fyrir söluna? Getur ţađ kallast gćfulegt ţegar sjálfur útvarpsstjórinn gengur í verk almennra starfsmanna til ađ leggja á borđ fyrir okkur almenning misţyrmingar á íslensku máli og almennri skynsemi? Höfuđiđ og limirnir?
TF-Sif komin á land | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)