Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ađeins fjórar konur eru ráđherrar í ţeirri stjórn sem núna er ađ láta af völdum, eđa ţriđjungurinn af ráđherrunum tólf. Viđ tilkomu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn hlýtur hlutur kvenna ađ verđa meiri en áđur, ţannig ađ a.m.k. 40% ráđherranna verđi konur. Verđi fjöldi ráđherra óbreyttur frá ţví sem nú er, eđa tólf, ţá munu a.m.k. fimm konur verđa í hinni nýju stjórn. Sumir munu ţó telja ađ núna sé loksins komiđ ađ ţví, ađ hlutur kynjanna í ríkisstjórn verđi jafn.
Spennandi verđur ađ sjá hvađa konur verđa kallađar til ráđherradóms, auk ţeirra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Ţorgerđar Katrínar Gunnarsdóttur. Hugmyndir óskast hér í athugasemdadálkinn.
20.5.2007
Titringsdagar
Einkennilegur titringur í samfélaginu ţessa dagana eftir ađ stóru flokkarnir ákváđu ađ ganga í eina sćng. Vísbendingar um ađ breyttir tímar séu í vćndum. Tvö dćmi:
Skyndilega var hćtt viđ ađ skipa nýjan ríkissaksóknara ađ svo stöddu. Var tekiđ fram fyrir hendurnar á dómsmálaráđherra?
Guđni Ágústsson landbúnađarráđherra er alveg nýbúinn ađ neita Ađföngum um leyfi til innflutnings á lambakjöti frá Nýja-Sjálandi. Ný umsókn verđur hins vegar lögđ inn á nćstu dögum ...
P.s.: Hér kemur fram ástćđa ţess ađ Pétur Tyrfingsson langar ekkert ađ skilja Frjálslynda flokkinn:
Össur segir stjórnarmyndunarviđrćđurnar snúast um sameiningu ţess helsta og besta úr stefnumálum flokkanna tveggja. Reynslan sýnir hins vegar ađ málamiđlanir geta lukkast misjafnlega. Ţó ađ ćtlunin sé ađ sameina ţađ helsta og besta verđur niđurstađan stundum samsuđa úr ţví ómerkilegasta og versta.
Jón Sigurđsson leggur til ađ nýja ríkisstjórnin verđi kölluđ Baugsstjórnin enda sé hún óskabarn Baugsmanna.
Mér kemur í hug ţađ sem Bernard Shaw sagđi ţegar blondínan stakk upp á ţví ađ ţau eignuđust barn saman. Hugsiđ yđur, sagđi hún, međ útlit mitt og gáfur yđar. En, svarađi Shaw, ef ţađ fengi nú útlit mitt og gáfur yđar?
Núna er spurningin hvort óskabarniđ mun hafa til ađ bera hugsjónir sósíaldemókrata og ábyrgđartilfinningu hćgri manna.
Eđa öfugt.
Össur: Unniđ ađ samrćmingu ţess helsta og besta úr stefnu flokkanna | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
15.5.2007
Siđleysiđ yfir strikiđ
Sumar uppákomur í nýliđinni kosningabaráttu vekja meiri athygli en ađrar. Heilsíđuauglýsing Jóhannesar kaupmanns í Bónus í dagblöđunum daginn fyrir kjördag er sérstakrar umhugsunar virđi. Yfirskrift auglýsingarinnar er: Strikiđ yfir siđleysiđ.
Í auglýsingunni kveđst Jóhannes hafa mátt ađ ósekju sitja á sakamannabekk í Baugsmálinu svokallađa í rúm fjögur ár vegna óvćginna og ranglátra ađgerđa ríkislögreglustjóra og saksóknara. Hann heldur ţví fram, ađ Björn Bjarnason dómsmálaráđherra hafi í rćđu og riti variđ embćttisafglöp ţessara manna og hvatt ţá til dáđa. Og síđan kemur ađ ţví nýjasta og alvarlegasta:
Fram hefur komiđ í fjölmiđlum undanfarna daga, ađ Björn hyggist skipa Jón H. B. Snorrason í embćtti ríkissaksóknara strax ađ loknum kosningum. Embćttisveitingar Björns hafa veriđ harđlega gagnrýndar á undanförnum árum. Nú keyrir um ţverbak ...
Niđurstađa Jóhannesar og áskorun hans til sjálfstćđismanna í Reykjavíkurkjördćmi suđur - ađ ţví er virđist vegna einhverra bollalegginga í fjölmiđlum - er svohljóđandi: Merkiđ x viđ D en strikiđ yfir siđleysiđ međ ţví ađ strika yfir nafn Björns Bjarnasonar á listanum.
Ekkert er viđ ţví ađ segja ţótt Jóhannes beri - međ réttu eđa röngu - ţungan hug til Björns Bjarnasonar eđa yfirleitt hvađa manns sem vera skal. Ekkert er viđ ţví ađ segja ţó ađ hann komi skođunum sínum á framfćri, hversu fráleitar eđa ţráhyggjukenndar sem ţćr kunna ađ virđast - hvar hefur dómsmálaráđherra t.d. variđ eđa reynt ađ verja embćttisafglöp? En - ţađ er ađferđin sem vekur spurningar.
Jóhannes hefđi getađ skrifađ kosningagrein í blöđin og fengiđ hana birta endurgjaldslaust eins og almenningur. En hann fór ađra leiđ, sem er nánast lokuđ sauđsvörtum almúganum.
Tekiđ er fram í auglýsingunni, ađ Jóhannes kosti hana sjálfur. Ađspurđur um kostnađinn viđ allar ţessar heilsíđur kvađst hann ekki vita hver hann vćri. Taldi sig samt mundu fá góđan afslátt vegna mikilla viđskipta.
Auglýsir Jóhannes Jónsson annars svo mikiđ í blöđunum persónulega, ađ hann fái út á ţađ sérstök vildarkjör? Eđa eru ekki glögg skil á milli persónulegra áhugamála og rekstrar Bónuss?
Tímamót urđu hjá almenningi á norđanverđum Vestfjörđum ţegar Bónus opnađi verslun á Ísafirđi á sínum tíma. Vćntanlega er ţađ mesta kjarabótin sem fólkiđ á svćđinu hefur nokkru sinni fengiđ. Sjálfur var ég búsettur ţar meira en tuttugu ár og veit nokkuđ hvađ ég er ađ segja. Í hugum afar margra skipar Jóhannes í Bónus alveg sérstakan sess og sjálfur er ég ţar engin undantekning. Međal annars ţess vegna finnst mér leitt, ađ hann skuli hafa ruđst inn í kosningabaráttuna međ ţessum ógeđfellda hćtti. Međ ţessum siđlausa hćtti, myndi einhver segja.
Konur geta afar vel viđ sinn hlut unađ í Norđvesturkjördćmi ađ ţessu sinni. Hjá öllum flokkum er fyrsti varamađurinn kona. Auk ţess var ađ sjálfsögđu kona í efsta sćtinu hjá eina frambođinu sem ekki náđi fulltrúa á ţing.
Myndirnar sýna annars vegar hiđ geysiöfluga karlaliđ NV-kjördćmis á nćsta keppnistímabili og hins vegar varamannabekkinn sem annast klappstjórn og kaffisölu í hálfleik.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
13.5.2007
Fréttablađiđ og Chicago Daily Tribune
Á kosningavöku Sjónvarpsins í morgun las Gísli Einarsson upp úr Fréttablađinu, en ţar er landslýđ greint frá úrslitum kosninganna í gćr. Helstu tíđindin eru ţau, ef marka má Fréttablađiđ, ađ ríkisstjórnin er fallin og Siv Friđleifsdóttir heilbrigđisráđherra dottin út af ţingi.
Ólafur Harđarson stjórnmálafrćđingur rifjađi af ţessu tilefni upp hina frćgu frétt Chicago Daily Tribune af sigri Deweys yfir Truman í forsetakosningunum í Bandaríkjunum áriđ 1948. Gallinn var sá, ađ Truman sigrađi en Dewey tapađi. Á myndinni er Truman glađbeittur međ blađiđ í höndum.
Fróđlegt verđur ađ sjá, ţegar ţar ađ kemur, frétt fríblađsins Boston Now af úrslitum komandi forsetakosninga í Bandaríkjunum ...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2007
Sjálfstćđisflokkur og Samfylking ...
11.5.2007
Evróvisjón vatn á myllu VG
Mér finnst gaman ađ fylgjast međ kosningabaráttunni. Helst ađ ég vildi fá meira af skođanakönnunum. Stundum líđa margir klukkutímar á milli. Ţađ er alveg ótćkt.
Auglýsingar og áróđursbrögđ flokkanna eru eitt skemmtiefniđ. Geir Haarde skuggalaus í glađasólskini eins og Sćmundur fróđi eftir samskiptin viđ kölska. Grćni framsóknarkallinn fer afturábak og stoppar. Glitnir gerir rauđa Samfylkingarpunktinn ađ sínum. Allt ađ tveggja ára fangelsis krafist yfir Ómari Ragnarssyni fyrir störf gegn íslenskri náttúru. Auglýsingastofa Frjálslynda flokksins setur glćsilegt Íslandsmet í stafsetningarvillum.
Ţannig mćtti lengi telja.
Og svo er ţađ Evróvisjón.
Margir eru gramir, reiđir og sárir vegna úrslitanna í undankeppni Evróvisjón í gćrkvöldi. Ţeir sem af einhverjum ástćđum eru gramir, reiđir og sárir eru líklegri til ađ kjósa stjórnarandstöđuna hverju sinni. Ţeir sem eru gramir, reiđir og sárir eru líklegir til ađ kjósa Vinstri grćna, vegna ţess ađ sćkjast sér um líkir. Snúum sókn í vörn!
Og svo er ţađ veđriđ.
Gott veđur á kjördag veit á gott hjá sitjandi stjórnarflokkum hverju sinni. Sólskin og fuglasöngur létta lundina. Hvergi skuggi, a.m.k. ekki ţar sem forsćtisráđherrann er. Fólk er ánćgđara og jákvćđara en ella. Og tengir ţetta ósjálfrátt viđ ríkisstjórnina. Einföld ómeđvituđ tengsl. Eins og milli rauđu Glitnispunktanna og Samfylkingarpunktanna. Ţeir sem vilja áfram gott veđur og ekkert stopp kjósa Geir Haarde eđa Ţorgerđi Katrínu eđa Árnasettiđ. Jafnvel skattleysismörkin og kjör ţeirra sem minnst mega sín gleymast í sólskininu.
En ef ţađ springur á leiđinni á kjörstađ eđa löggan sektar mann, ţá dregur ský fyrir sólu í sálinni og stjórnarandstađan fitnar.
Gleđilegar kosningar!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
10.5.2007
Indriđi H. Ţorláksson kominn á bloggiđ
Mér ţykir nokkrum tíđindum sćta - og varla er ég einn um slíkt - ađ sjálfur Indriđi H. Ţorláksson skuli vera kominn hingađ á bloggiđ ...
Í inngangsorđum segir Indriđi:
Fyrir nokkru samdi ég 3 greinar um skattamál. Tilefniđ var gegndarlausar yfirlýsingar og loforđ um skattalćkkanir, sem ađ mínu mati eru blekkingar. Fyrsta greinin birtist í Mbl sem ađsend grein sl. mánudag. Síđari greinarnar hafa ekki birst, sem líklega stafar af ţví ađ annađ ađsent efni hefur forgang. Vera kann ađ efni síđari greinanna komi einhverjum ađ gagni til ađ átta sig á innihaldsleysi ţeirra gyllibođa um skattalćkkanir, sama frá hvađa flokki er, sem eiga eftir ađ dynja yfir á síđustu dögum kosningabaráttunnar. Afréđ ég ţví ađ nota ţessa miđlunarleiđ til ađ koma ţeim á framfćri.
8.5.2007
Pólitískt hvísl úr helgum steini
Yfirleitt hef ég skilgreint sjálfan mig sem ţverpólitískan. Ég hef aldrei getađ séđ minn flokk sem algóđan og hina flokkana sem alvonda. Aldrei hef ég flett upp í stefnuskrá Flokksins eđa rćđum Formannsins til ađ gá hvađa skođanir ég ćtti ađ hafa. Ekki hef ég reynt ađ verja ţađ sem mér hefur stundum ţótt afleitt hjá Flokknum eđa fulltrúum hans.
Í Sjálfstćđisflokknum hef ég um ţessar mundir féritigi bollokađ árin, svo ég leyfi mér ađ nota gamalkunnugt orđalag. Fyrsta Landsfundinn minn sat ég áriđ 1969. Ţađ var á Hótel Sögu og enginn amađist viđ ţeirri ráđstefnu! Ţegar ég lít til baka, ţá eru mér á ţeim fundi minnisstćđastir menn sem eru löngu horfnir úr flokknum, ţeir Óli Ţ. Guđbjartsson og Sverrir Hermannsson.
Áriđ eftir fyrsta Landsfundinn (ef ég man rétt) sat ég ţing Sambands ungra sjálfstćđismanna á Akureyri. Bjó á bindindishótelinu Varđborg ásamt mörgum öđrum í ţeim hópi. Alla tíđ síđan hefur hugtakiđ bindindishótel skipađ ákveđinn sess í huga mínum.
Eftir ađ ég settist ađ á Ísafirđi haustiđ 1985 lenti ég fljótlega í félagsstarfi međ sjálfstćđisfólki á norđanverđum Vestfjörđum. Ţar kynntist ég strax ýmsum sem ég leyfi mér ađ telja til vina minna enn í dag. Burtséđ frá allri pólitík. Nefni bara Einar Kristin, Einar Odd, Guđjón Arnar, Guđmund Marinósson, Georg og Lóu, Kristmann, Ólaf Helga ...
Núna sit ég í helgum steini fjarri allri pólitík og fjarri öllu kosningastarfi. Svolítiđ skrítin tilfinning eftir alla ţessa áratugi.
Ég hef veriđ dálítiđ tvíátta eđa jafnvel margátta hvađa flokk ég ćtti ađ kjósa ađ ţessu sinni. Ef ég ćtti ţá yfirleitt ađ vera ađ kjósa. Hvađ mig varđar er framtíđin ađ baki.
Klausurnar hér ađ ofan eru lausabrot úr greinarkorni sem ég skrifađi í morgun á vef gamals vinar míns, Einars Kristins Guđfinnssonar. Ég kann ekki viđ ađ birta ţađ allt hér heldur leyfi ég mér ađ vísa ţangađ ef einhver skyldi vilja lesa ţetta í heild - Sundurlaus minningabrot og hugleiđingar um pólitík. Ţar kemur m.a. fram, sem einhverjum ţykir líklega tíđindum sćta ţegar ég er annars vegar, ađ hefđi ég kosningarétt í Reykjavíkurkjördćmi norđur, ţá myndi ég kjósa Framsóknarflokkinn.
P.s.: Tók í gćr Bifrastarprófiđ sem naumast verđur ţverfótađ fyrir á bloggvefjum ţessa dagana. Niđurstađan hjá mér var eins og viđ mátti búast - afskaplega ţverpólitískur ...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)