Handboltinn: Ástralir unnu Cookeyinga 63-5

Cook_Islands_mapÁstralía sigraði Cook-eyjar 63-5 í forkeppni Eyjaálfu fyrir HM í handbolta (31-1 í hálfleik). Samt er Ástralía fjarri því að vera stórveldi í handboltanum, raunar algert smáveldi, eins og leikirnir gegn Íslandi (20-45) og Frakklandi (10-47) sýna. Á HM fyrir fjórum árum unnu Íslendingar Ástrala meira að segja með 40 marka mun (55-15).

 

Mjög slappir skákmenn - skylduvinningar á mótum - voru eitt sinn kallaðir flóðhestar. Á sama hátt er Ástralía flóðhestur á HM í Þýskalandi. En svo eru aðrir sem eru miklu meiri flóðhestar. Hvernig ætli færi, ef Íslendingar lékju landsleik í handbolta við Cookeyinga?

 

Tekið skal fram, að Cookeyingar eru innan við 20 þúsund talsins. Samt munu þeir vera mjög góðir í rugby - kallast það ekki ruðningur á íslensku? - og ættu naumast í vandræðum með Íslendinga á þeim vettvangi. Það verður hverjum list sem hann leikur.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband