Ýmsir farnir að rokka á Indlandi

Fyrir okkur sem vitum lítið um dægurtónlist kemur Margaret Thatcher fyrst í hugann þegar Járnfrúna ber á góma. Og þegar fyrirsögn birtist þess efnis að Járnfrúin hyggist rokka á Indlandi í fyrsta sinn, þá beinist hugurinn að ónefndum íslenskum þjóðhöfðingja, sem einnig lætur til sín taka þarlendis um þessar mundir ...

The Iron Lady of the Western World. Me? A Cold War warrior? Well, yes - if that is how they wish to interpret my defence of values, and freedoms fundamental to our way of life. (Úr ræðu árið 1976. Skömmu áður hafði málgagn Rauða hersins kallað Margréti „járnfrúna“ sem hygðist blása til kalds stríðs á ný.)

Varðandi hugrenningatengsl má bæta því við, að varla heyri ég minnst á rokktónlist, hvað þá The Rolling Stones, sem mér skilst að hafi verið hljómsveit, að minn gamli kunningi núverandi sýslumaður á Selfossi komi ekki upp í hugann líka.

Annars hélt ég að iron maiden væri eitthvað allt annað en iron lady ...

P.s.: Gott er að sjá, að tilefni síðustu færslu minnar er komið út úr heiminum.


mbl.is Járnfrúin ætlar að rokka á Indlandi í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband