Kóngur tekur viđ ríki / morđ á Vesturgötu 13

Í gćr var 101 ár frá ţví ađ fyrsta fréttamyndin birtist í íslensku blađi, eins og Orri Harđarson minnti okkur á. Myndin birtist 17. febrúar 1906 í Ísafold, blađi Björns Jónssonar, síđar ráđherra, og sýndi hinn nýja konung Danmerkur og Íslands, Friđrik áttunda, flytja ávarp ţegar hann tók viđ konungdómi ađ föđur sínum látnum átján dögum fyrr. Ég brá mér sem oft áđur á Tímarit.is og fletti upp á myndinni og leyfi mér ađ smella henni hérna fyrir neđan.

 

Hinn „ungi“ konungur var 63 ára ţegar hann tók viđ ríkinu, en fađir hans, Kristján níundi, var á 88. aldursári ţegar hann lést. Kristján varđ fyrstur íslenskra ţjóđhöfđingja til ađ koma til Íslands, ţegar hann fćrđi Íslendingum stjórnarskrána ţjóđhátíđaráriđ 1874. Af ţví tilefni var ort til hans kvćđi sem byrjar ţannig: Stíg heilum fćti á helgan völl, og annađ sem byrjar svo: Stíg höltum fćti á hálan völl. Segja má ađ ţetta lýsi nokkuđ ólíkum viđhorfum. Friđrik áttundi kom til Íslands áriđ 1907. Hann ríkti ekki lengi, andađist 69 ára ađ aldri áriđ 1912.

 

Ţađ var ekki fyrr en í árdaga Morgunblađsins síđla árs 1913 sem fyrsta innlenda fréttamyndin birtist í íslensku blađi, en hún er miklu ţekktari en myndin af kónginum. Myndin í Ísafold er teikning en Morgunblađsmyndin er dúkrista; kannski ekki óviđeigandi, ţar eđ hún er af Dúkskoti í Reykjavík, ţar sem kona hafđi myrt bróđur sinn á eitri. Dúkskot var hús nr. 13 viđ Vesturgötu og bróđirinn andađist ţann 13. nóvember. Morgunblađiđ hóf göngu sína 2. nóvember og kom út sjö daga vikunnar. Myndin af Dúkskoti birtist á forsíđu 16. tölublađsins ţann 17. nóvember (sjá neđar).

                            

         

Ísafold 17. febrúar 1906    Mbl. 17. nóv. 1913

 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband