Fótboltabullur og aðrar karlrembur njóta sín um þessar mundir

Bloggarinn Halla Gunnarsdóttir, sem bauð sig fram til formennsku í KSÍ (Karlrembusambandi Íslands?) um daginn, er ekki með opinn athugasemdadálk á síðunni sinni. Fyrst var ég hálfhissa. En ég er það ekki lengur. Sóley Tómasdóttir og Katrín Anna Guðmundsdóttir og fleiri fá þessa dagana - í tilefni af væntanlegri klámráðstefnu hérlendis - ýmsar mis-smekklegar og mis-persónulegar athugasemdir í ætt við þá holskeflu sem dundi á Höllu um daginn á helsta vefsetri íslenskrar knattspyrnu (gras.is). Þetta er á sömu bókina lært.

 

Nokkur dæmi (fyrstu þrjú varðandi Höllu fengin hjá Hrafni Jökulssyni):

                                               

Kvennmenn eiga ekki að vera i fotbolta þær eiga að vera i playboy og stripparar

                                           

Þessi Halla á álíka erindi í formannsstól KSÍ og Guðmundur í Byrginu.

                                     

maður myndi auðvitað frekar kjósa simpansa en þessa Höllu

                                  

 ... hversvegna heyrðist EKKERT frá stígamótum eða femínistum þegar chippendales komu hingað ?  Frétti reyndar að femínistar sem hátt hafa látið gegn klámi, mansali og öðru eins hafi verið þarna á sjóvinu alveg að missa það af greddu !

                                           

... femínistarnir vilja meina klámmyndaleikkonum að koma hingað því þær eru líklegast með meira á milli eyrnanna en þær!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég held einmitt, eins og Anna bendir á, að fólk verði að fá að láta rödd sína heyrast í svona málum. Þeas ef það er málefnalegt...sem er ekki tilfellið þarna. En hvernig eigum við annars að vita hverjir standa með okkur ef við lendum í aðstæðum þar sem það skiptir máli að eiga samherja?

Heiða B. Heiðars, 17.2.2007 kl. 14:47

2 identicon

Takk fyrir færsluna Hlynur. Ég hef velt þessu mikið fyrir mér - hef tekið út það sem hefur sannarlega farið yfir strikið - en haldið hinu inni til marks um orðræðu samfélagsins sem ég er að reyna að hafa áhrif á. Það er samt gott að fá stuðning annarra bloggara, þessi færsla þín skiptir t.d. máli.

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 15:17

3 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Hlynur. Þú talar eins og beint frá mínu hjarta! Ég hef mikið velt þessu fyrir mér. Verið með læsingu á athugasemdir og opnað aftur. Ég hef fengið ljótar athugasemdir og margar sem eiga rétt á sér sökum umræðunnar. Þannig er bloggið, allir með skoðun og vilja segja manni hana. En svo eru einstaklingar sem fara langt yfir strikið.

Ég hef t.d. fengið mörg tölvupóstföng sem eru frá frípóstum. Þar er verið að bölva manni og argast og skítkast í garð Framsóknarflokksins er einnig áberandi. Við erum svo sannarlega með bak til að taka þessu, en það má samt fara milliveginn í þessum málum og oft á tíðum jaðrar það við persónulegar og tilefnislausar árásir-á netinu!

En ég held að það sé samt nauðsyn að hafa athugasemdirnar opnar. Ekkert varið í það að fara bara í eina átt, gott að fá hina hliðina líka! Við hér á blogginu og fólkið í landinu þarf ekki að vera sammála um allt, en það er hægt að sýna siðgæði og kurteisi. Því miður er að renna upp sá tími þar sem það gleymist einmitt. Kosningar!

Vona samt að bloggarar skemmi ekki bloggið lýkt og barnalands mæður hafa verið að grafa undan spjallsvæðinu þar!

úps...nú fæ ég annan nafnlausan póst!

Sveinn Hjörtur , 17.2.2007 kl. 15:28

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eg skil það vel að fólk vilji ekki sitja undir allskonar illmælgi frá fólki sem þekkir ekkert til, eða er bara að skeyta skapi sínu.  Ég hef fengið alveg nóg af svoleiðis.  En svo er nú það, ég skaðast ekkert við þetta, því svona tal er einungis til minnkunar þeim sem setja það fram.  Það er þeirra minnkun en ekki mín.  Því er best að leiða það hjá sér.  Helst að lesa það bara alls ekki.  En það er eitthvað alvarlega sjúkt í sál fólks sem fær kikk út úr því að úthúða öðru fólki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.2.2007 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband