Íslandshreyfingin, Þursaflokkurinn og Gólfþjónusta Íslands ehf.

 

Nú er það komið á hreint, að nýja þingframboðið kennir sig við Ísland. Ekki er óheimilt að nota nafn landsins eða lýðveldisins í þessu skyni þó að það verði að teljast bæði yfirlætislegt en þó fyrst og fremst ósmekklegt. Ef til vill er stigsmunur en varla eðlismunur á þessu og notkun þjóðfánans og skjaldarmerkis íslenska ríkisins í sambærilegum tilgangi, en slíkt er óheimilt.

 

Skoðun mín á þessum hlutum er ekki ný. Á sínum tíma fannst mér það vitnisburður um bægslagang og allt að því ruddaskap þegar Reykjavíkurlistinn sálugi kom fram á sjónarsviðið. Eða Ísafjarðarlistinn. Þetta er allt nokkuð sambærilegt.

 

Mörg dæmi eru þess á fyrri tíð að félög, fyrirtæki eða stofnanir hafi kennt sig til landsins. Þá voru aðrir tímar og í mörgum tilvikum hefur mönnum varla dottið í hug að fleiri yrðu nokkurn tímann á sama vettvangi. Þar má nefna Hið íslenzka bókmenntafjelag, Hið íslenzka prentarafjelag, Háskóla Íslands, Flugfjelag Íslands, Verzlunarskóla Íslands og margt fleira. Landsbanki Íslands var stofnaður 1886, ef ég man rétt, en í því tilviki var bætt um betur með Íslandsbanka árið 1904.

 

Mjög löngu síðar kom Hinn íslenzki þursaflokkur til sögunnar og enn síðar Hið íslenzka reðasafn. Mér finnst líklegt að nokkur gamansemi hafi ráðið þeim hátíðlegu nafngiftum. Aftur á móti finnst mér nafnið á Gólfþjónustu Íslands ehf. í Kópavogi, sem ég hnaut um í Símaskránni, dálítið hallærislegt, að ekki sé meira sagt, og fremur ófyndið. Svipaða tilfinningu hef ég gagnvart hinu oflátungslega nafni Íslandshreyfingarinnar.

 

En hver hefur sinn smekk.

 

Þessu tauti verður ekki lokið án eftirfarandi yfirlýsingar: Ég er aðdáandi Ómars Ragnarssonar og met afar mikils baráttu hans í þágu náttúruverndar. Hvað svo sem framboðinu og nafngiftinni líður.

 
mbl.is Ómar formaður og Margrét varaformaður Íslandshreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Nielsen

Ég sé bíl Gólfþjónustu Íslands iðulega og finnst nafnið alltaf jafn hallærislegt

Ólafur Örn Nielsen, 22.3.2007 kl. 14:43

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ef þetta eru grasrótarsamtök hjá Ómari og co þá væri gólfþjónusta skárra en Íslandshreyfingin

Vilborg Traustadóttir, 22.3.2007 kl. 20:39

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einkennilegt að smáskitlegur þrýstihópur skuli telja sig samtök þjóðarinnar. Ákveðin ábending um að menn séu kannski með einhverjar fleiri ranghugmyndir í kollinum á sér þar á   bæ og því ráðlegra að sneyða hjá þeim. 

Jón Steinar Ragnarsson, 23.3.2007 kl. 04:29

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Er sammála þessu, finnst alltaf svolítið orwelskur stíll yfir nafngiftum af þessu tagi.  Íslandshreyfingin, Þjóðarhreyfingin o.s.frv.  

G. Tómas Gunnarsson, 23.3.2007 kl. 04:44

5 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ættfræðifélagið finnst mér gott nafn, einfalt og segir það sem segja þarf. Í því felst raunar að einungis sé eitt ættfræðifélag, rétt eins og bókmenntafélagið gamla og svo margt fleira.

Hlynur Þór Magnússon, 24.3.2007 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband