Er það rétt að sendinefnd frá Norður-Kóreu sé hérlendis að kynna sér landsfundahald? Verst að þeir skilja ekki íslensku og geta ekki lesið Moggabloggið. Aldrei hafa lofsöngvar um Kim Il Sung heitinn og son hans og Flokkinn komist í þvílíkar hæðir.
Mér finnst margt af þessu hin skemmtilegasta lesning.
Hugsjónaeldurinn skín af hverjum manni. - - - Ræða Ingibjargar var eins og töluð úr mínu hjarta, vel ígrunduð, beitt, jarðbundin og skynsamleg. - - - Upphafsatriðið var stórglæsilegt tónaflóð með íslenska náttúru í baksýn. - - - Geir og Þorgerður birtust skyndilega í hópi frambjóðenda á sviðinu og ávörpuðu landsfundargesti sterk og afslöppuð. - - - Ræða formannsins hitti mannskapinn í hjartastað ...
Og svo framvegis.
Sumt af þessu er líka svo hrikalega leiðinlegt að það eitt út af fyrir sig er alveg bráðskemmtilegt.
Áðan blöstu við mér samtímis þrjár bloggfyrirsagnir með jafnmörgum útgáfum af sama orðinu:
Góð stemmning á kraftmiklum landsfundi. Góð stemning á kraftmiklum fundi. Frábær stemming á landsfundi ...
Tekið skal fram, að hér er ekki verið að tala um sama landsfundinn.
Neðar var svo Bjarni Harðarson eins og ráðvillt mús í hesthúsi drottningar með þessa fyrirsögn: Framsóknarflokkurinn er forsenda farsællar landstjórnar.
Við Íslendingar höldum glæsilegri landsfundi en sést hafa í Norður-Kóreu. Lofsöngvarnir eru hástemmdari en nokkuð sem heyrst hefur í Norður-Kóreu.
Fram að þessu.
Við erum lánsöm þjóð. Við eigum ekki bara einn Mikinn Leiðtoga og ekki bara einn Flokk, heldur marga. Þess vegna geta allir verið í góðri stemmníngu, hvurnig svo sem það er stafsett og hvar í flokki sem þeir standa. Kannski fer stafsetníngin eftir flokkslínum.
Leyfi mér að tilfæra hér eina málsgrein enn úr lofsöngvunum hér á Moggabloggi:
Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna þegar Ingibjörg Sólrún hafði lokið máli sínu.
Finnst engum þetta fyndið nema mér?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:14 | Facebook
Athugasemdir
Ójú, kæri Hlynur, mér finnst þetta fyndið líka. Maður bara klökknar í fyrstu við svona fallegar lýsingar... En hvað við erum heppin þjóð.
Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 14.4.2007 kl. 13:57
Jú þetta er bráðfyndið, sérstaklega þegar bloggarar byrja að lýsa hvernig ræða formannsins framkallar gæsahúð
Björg K. Sigurðardóttir, 14.4.2007 kl. 14:08
Jú Hlynur það finnst mörgum þetta grátbroslegt Ég og margir hafa bloggað um þetta í dag og ég held að margir eiga eftir að bætast við
Kristján Kristjánsson, 14.4.2007 kl. 14:13
Þetta er allt saman mjög fyndið en enn fyndnara frá þér komið :)
Kveðja á Reykhóla!
Vestfirðir, 14.4.2007 kl. 15:01
Þetta er eins og góður farsi nema hvað undirtónninn er dauðans alvara og veit líklega á skelfilega tíma, þar sem persónudýrkun er ofar málefnum og fálesinn jákórinn með sínum varphljóðum að kyssa setstykki sjálfhverfra framapotara í von um persónulegar vegtyllur, ekki um heill lands og þjóðar. Ég mun ekki fagna fyrr en þessar raddir ljúka sínu máli í eitt skipti fyrir öll. Sieg Heil! Sieg Heil! Sieg Heil!
Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2007 kl. 15:20
Og þessum herlegheitum stjórna nú leikstjórar enda má ekki minna vera þegar leikrit eru sett á svið. Svo eru auðvitað ráðnir gagnrýnendur til að hefja leikritin upp til skýjanna sem og leikendur.
Katrín, 14.4.2007 kl. 16:52
Tek undir með skrifara, þetta er afskaplega fyndið allt saman og ég fagna líka alltaf vel og lengi þegar hún þagnar og enn meira ef að hún talar ekki
Yngvi Högnason, 14.4.2007 kl. 19:33
jú
halkatla, 14.4.2007 kl. 20:39
Kannski rétt að taka fram, að myndin sem ég birti hér að ofan beinist ekki á nokkurn hátt gegn þeim flokki eða því ágæta fólki sem þar á hlut að máli. Það hittist bara svona á. Ef svona hefði hist á með bloggfærslur um hina vakningarsamkomuna, þessa með tónaflóðinu með íslenska náttúru í baksýn, þá hefði ég auðvitað tekið skjámynd af því. Þetta var einfaldlega of gott til að ég gæti látið tækifærið ganga mér úr greipum - tvær bloggfærslur hlið við hlið efst á bloggforsíðunni, með nákvæmlega sömu fyrirsögninni og sömu efnisatriðunum í sömu röð, einungis hrært í orðalaginu: Fyrsti dagur landsfundar að baki, fjölmenni á fundinum, ræða formannsins ...
Fyrsti dagurinn. Humm. Þeir voru nú ekki nema tveir hjá Samfylkingunni. Sérkennilegur lapsus hjá báðum þessum skýru skrifurum. Báðum. Athyglisvert.
Humm.
Og kórónan er efst, eins og kórónur eiga að vera: Græni kallinn sem er tákn Framsóknarflokksins í þessari kosningabaráttu en minnir mig alltaf á merki Búnaðarbankans sáluga.
Hlynur Þór Magnússon, 14.4.2007 kl. 21:39
Þetta er svona dæmi um að fólk klappar og klappar - í þeirri von að fleiri klappi með þeim.
Reyna að dásama fylgið upp.
Og hrópa húrra fyrir sjálfu sér.....
Júlíus Sigurþórsson, 14.4.2007 kl. 21:48
Kórónan, já. Kannski hefði passað betur í þessu tilviki að hafa rauða kellíngu en grænan kall.
Hlynur Þór Magnússon, 14.4.2007 kl. 21:57
Jú Hlynur, þetta er soldið fyndið. Ég var nefninlega sjálf á setningu landsfundar Samfylkingarinnar í gær og það var rosa fínt. En ég kannast ekki við lýsingarnar sem ég hef séð á bloggsíðum í dag. Dagskráin var flott, sem og umgjörðin og ekki var ræða Ingibjargar síðri. Svo voru stallsystur hennar frá Danmörku og Svíþjóð ansi öflugar. En ég missti mig ekkert yfir þessu.
Viðurkenni samt gæsahúð og jafnvel einstaka kökk í hálsi en það var bara yfir fallegum söng Fóstbræðra og Diddúar.
En svo var nottla bara gaman að hitta helling af flottu og skemmtilegu fólki.
Ibba Sig., 14.4.2007 kl. 22:21
Sæll Hlynur.
Þetta er nú einu sinni næst stærsti flokkurinn. Er það ekki???
Allir fengu gæsahúð yfir ræðu formans og svo er talað um flokkshollustu Sjallanna.
Karl Tómasson, 14.4.2007 kl. 22:39
Algjörlega ósammála. Ég veit ekki hvers vegna menn eiga að fagna við það, að Ingibjörg þagni. Ef ég man rétt, hefur Samfó misst fylgi í hvert skipti sem Ingibjörg heldur ræðu. Megi hún tala sem mest og sem lengst.
Snorri Bergz, 15.4.2007 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.