McDonalds á afmæli í dag

Í morgun hélt páfinn upp á áttræðisafmælið sitt, sem reyndar verður ekki fyrr en á morgun. Hins vegar eru í dag, þann 15. apríl, 95 ár frá því að Kim Il-sung fæddist, leiðtoginn mikli í Norður-Kóreu, sem ég nefndi í síðustu færslu minni. Af þessu tilefni er nú mikið um dýrðir þar í landi. Eftir að Kim Il-sung andaðist árið 1994 var þriggja ára þjóðarsorg í Norður-Kóreu en sonurinn Kim Jong-il tók við völdum og ríkir enn.

 

Fleiri þjóðhöfðingjar á nýliðinni öld en Kim Il-sung fæddust þann 15. apríl. Í dag eiga einnig afmæli þau Vigdís Finnbogadóttir (f. 1930), fyrrverandi forseti Íslands, og Richard von Weizsäcker (f. 1920), fyrrverandi forseti Þýskalands.

 

Af minnisverðum hörmungaratburðum 15. apríl mætti nefna þessa, úr því að farið er að fletta almanakinu: Þann dag árið 1865 dó eftir skotárás Abraham Lincoln, einn ástsælasti forseti Bandaríkjanna, árið 1912 sökk farþegaskipið Titanic, árið 1955 var fyrsti McDonalds veitingastaðurinn opnaður og árið 1989 létust hátt í hundrað manns á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield.

 
mbl.is Áttræðisafmæli páfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já sennilega hafa fleiri farist af völdum Mc Donalds en í öllum stórum sjóslysum sögunnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2007 kl. 17:25

2 Smámynd: Skafti Elíasson

Já hamborgarasjálfsmorð kannski hehe

Skafti Elíasson, 15.4.2007 kl. 22:08

3 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ég þekki hvorki haus né sporð á Herði Þór. Að vísu er ég ekki í nánum kynnum við Margréti eða páfann heldur ...

Hlynur Þór Magnússon, 15.4.2007 kl. 23:54

4 Smámynd: Ester Júlía

Áttræður og svo til nýbúið að ráð'ann!  Svo er "venjulegt" fólk í vandræðum með að fá vinnu á fimmtugsaldrinum

Ester Júlía, 16.4.2007 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband