Skemmtileg útskriftarferđ til Kaliforníu - hver borgar brúsann?

Fréttin um ferđ sendinefndar Alţingis til Kaliforníu vekur ýmsar spurningar. Frétt mbl.is er byggđ á tilkynningu á vef Alţingis.

 

Á báđum stöđum koma sömu efnisatriđin fram.

 

Á báđum stöđum koma sömu efnisatriđin ekki fram.

 

Orđalagiđ í tilkynningunni frá Alţingi vekur í vissum tilvikum sérstaka athygli:

                                      

Sólveig Pétursdóttir, forseti Alţingis, og eiginmađur hennar, Kristinn Björnsson, munu heimsćkja Kaliforníu ...          

                            

Međ ţeim í för verđa ţingmennirnir Sigríđur Anna Ţórđardóttir, Margrét Frímannsdóttir og Hjálmar Árnason, auk Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alţingis, og Belindu Theriault, forstöđumanns alţjóđamála.         

                           

Sendinefndin mun koma viđ í Los Angeles, Santa Monica, Monterey og San Francisco, auk höfuđborgarinnar Sacramento.        

                         

Sumsé: Ţađ eru forseti Alţingis og maki sem fara í heimsóknina. Fimm manns í viđbót verđa međ ţeim í för. Hópurinn í heild kallast sendinefnd.

 

Í tilkynningunni kemur fram hvađ sendinefndin ađhefst ţá viku sem heimsóknin í Kaliforníu stendur:

                                  

Rćtt verđur viđ forseta efri og neđri deildar fylkisţingsins og ýmsa fylkisţingmenn, međal annars nefndarformenn, leiđtoga meiri og minni hluta ţingsins og fleiri. Ţess má geta ađ einn fylkisţingmađurinn, Tom Torlakson, er af íslenskum ćttum. Sendinefndin mun einnig funda međ vararíkisstjóra Kaliforníu, yfirmanni heimavarna fylkisins, viđskiptaráđherra, sveitarstjórnarmönnum, rektor og ýmsum prófessorum Kaliforníuháskóla í Santa Barbara, sérfrćđingum og háttsettum embćttismönnum á sviđi umhverfis- og orkumála og fulltrúum viđskiptalífsins. Ţá mun sendinefndin hitta Helga Tómasson, listrćnan stjórnanda San Francisco ballettsins.        

                      

En - ţarna er ekki svarađ spurningunni um tilganginn međ ţessari sendinefnd, tilganginn međ ţessum gríđarlegu viđrćđum, tilganginn međ öllum ţessum fundum.

 

Ef til vill hefđi mátt ćtla, ađ sendinefnd af ţessu tagi vćri ćtlađ ađ kynnast viđhorfum og starfsháttum og koma síđan heim međ gagnlega ţekkingu í farteskinu. Ćtla mćtti ađ ţingmennirnir myndu nýta sér afrakstur ferđarinnar í vinnu sinni á Alţingi. Međvituđ víkkun á sjóndeildarhring, eđa ţannig. Starfskynning.

                          

En ţessir ţingmenn eru allir hćttir!

                               

Alţingi hefur lokiđ störfum. Nýtt ţing verđur kosiđ eftir tćpan mánuđ. Fyrir liggur ađ Sólveig Pétursdóttir verđur ekki međal ţingmanna á nćsta ţingi, ekki Sigríđur Anna Ţórđardóttir, ekki Margrét Frímannsdóttir, ekki Hjálmar Árnason. Og ţá ekki Kristinn Björnsson, sem líklegt má telja ađ verđi einkum í forsvari fyrir sendinefnd Alţingis á fundunum međ fulltrúum viđskiptalífsins.

                        

Er ţetta eins konar útskriftarferđ?

                          

Útskriftarferđ - ţar sem ekki verđur fariđ á sólarströnd eđa í nćturklúbba eđa skemmtigarđa eđa kvikmyndaverin í Hollywood eđa á spennandi veitingastađi eđa í berjamó, heldur á fundi! Ţrotlausa fundi međ ţingmönnum og formönnum nefnda, vararíkisstjóranum - hvar verđur Schwarzenegger? - og hreppsnefndarmönnum, sérfrćđingum og prófessorum, embćttismönnum og arftökum Kenneths Lay, og eru ţá ekki allir upp taldir.

                             

Spennandi útskriftarferđ, eđa hvađ?

                           

Kannski verđur fariđ í bíó til ađ sjá Schwarzenegger.

                            

Áleitin spurning til viđbótar: Verđur enginn túlkur međ í för?

                         

Og svo ţessi: Hver borgar brúsann?

                        

Ţađ mćtti hringja og spyrja út í ţetta - tilkynningunni á vef Alţingis lýkur svona: Nánari upplýsingar um heimsóknina fást hjá almannatengsladeild í síma 563 0651 og 897 5672.  

                      

Skelfing er ţetta annars óheppilegt svona rétt fyrir kosningar.

                       

Eđa hvađ finnst almannatengsladeildinni?

                                                     

En ţvílík lukka samt, ađ ferđ sendinefndarinnar stangađist ekki á viđ landsfundi Sjálfstćđisflokksins og Samfylkingarinnar og framsóknarpönnukökukosningakaffiveitingafagnađinn á Selfossi.

 
mbl.is Forseti Alţingis í heimsókn til Kalíforníu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ásbjörnsson

Mín sýn á tiltćkiđ er hér.

Sigurđur Ásbjörnsson, 17.4.2007 kl. 00:38

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég fć nábít.  Ţetta nćr engri andskotans átt.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 10:43

3 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Hef sagt áđur og segi enn - Ísland=bananalýđveldi

Rúnar Haukur Ingimarsson, 17.4.2007 kl. 13:54

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er athyglisverđ fćrsla viđskiptafrćđings, sem ćtti ađ vekja okkur til umhugsunnar um hvađ spillingarađallinn er ađ gera. 

Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 14:11

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Flokkast ţessi ferđ ekki undir velferđ? Velferđarkerfiđ hlýtur ađ borga brúsann

Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.4.2007 kl. 19:48

6 Smámynd: Hlynur Ţór Magnússon

Nú liggur fyrir ađ íslenska ríkiđ borgar ferđakostnađinn. Hann er hins vegar sagđur sáralítill eđa einungis nokkrar milljónir króna ađ međtöldum mjög hóflegum dagpeningum, sem eiga ađ nćgja fyrir gistingu og mat. Ekki kemur fram í tilkynningu Alţingis ađ makar annarra en Sólveigar Pétursdóttur séu međ í för, en núna liggur fyrir ađ ţeir eru ţađ samt. Hins vegar eru makarnir ekki hluti af hinni formlegu sendinefnd Alţingis, nema Kristinn Björnsson. Makarnir borga sjálfir fyrir sig bensíniđ, eins og ţađ er kallađ, nema Kristinn, en ríkiđ greiđir allan kostnađ hans. Ekki fást viđhlítandi svör viđ öđrum spurningum sem bornar hafa veriđ fram varđandi ţetta mál (kannski varla von), nema hvađ ekki er sérstakur túlkur međ í för. Ađ ekki skuli fást svör viđ öđru sem spurt hefur veriđ um verđur hver ađ túlka eftir sínu höfđi. Svo sem eins og međ tilganginn ...

En hafi einhver ekki skiliđ ţađ, ţá snerust vangavelturnar hér ađ ofan eiginlega ekki um krónufjölda ...

Hlynur Ţór Magnússon, 17.4.2007 kl. 20:19

7 Smámynd: Ţorvarđur Ragnar Hálfdanarson

Ljómandi vangaveltur. Gaman vćri ađ vita hver er tilgangurinn. Eru áform um ađ styrkja tengsl viđ háskóla í Kaliforníu, koma á stúdentaskiptum, liđka fyrir innflutningi léttvína eđa koma á samvinnu um umhverfismál? Munu einhverjir hinna íslensku utanfara halda formlegar tölur eđa verđur ţetta meira spilađ eftir eyranu? Nýlega bauđst mér ađ vera viđstaddur fund íslenskrar sendinefndar á vegum HÍ međ erlendum kollegum ţeirra. Rćtt var um aukna samvinnu á sviđi vísinda og menntunar. Ţađ var sendinefnd er Íslendingar geta veriđ stoltir af. Ţađ var sendinefnd međ agenda og hún sinnti ţví vel. Ég er ekki eins sannfćrđur um ađ umrćdd sendinefnd Hlyns standi sig eins vel. Um ákveđna sendinefndarmenn og réttmćti ţess ađ ţeir ferđist utan á okkar kostnađ mun ég ekki rćđa frekar...

Ţorvarđur Ragnar Hálfdanarson, 18.4.2007 kl. 04:21

8 identicon

Ferđalag Páls Péturssonar fyrrverandi félagsmálaráđherra um heiminn ţveran og endilangan ásamt eiginkonu sinni Sigríđi Magnúsdóttir ćtti ađ vera okkur í fersku mynni, ţađ er ekki svo langt síđan. Páll náđi ekki í prófkjöri tilskyldu atkvćđamagni og fór í heimsreysu međ frúna á kostnađ ríkisins...Svo koma hinir á eftir núna...Fyrrverandi olíuforstjóri umdeildur, laumast ţarna í ferđina vegna ţess ađ eiginkona hans er forseti Alţingis, kjörin til starfsins af alţingismönnum.
Almenningur í landinu lćtur allt yfir sig ganga, nöldrar svolítiđ í hvert sinn sem ţeim ofbýđur en ţagna ađ lokum og byrja ađ nöldra vegna nćsta hneikslismáli.

gudrunmagnea (IP-tala skráđ) 19.4.2007 kl. 15:12

9 Smámynd: Guđrún Magnea Helgadóttir

Hver man ekki eftir heimsreisu Páls Péturssonar ţáverandi félagsmálaráđherra ásamt eiginkonu sinni Sigríđi Magnúsdóttur ţáverandi borgarfulltrúa eftir ađ Páll laut í lćgra haldi í prófkjöri.. Ţá var fólki ofbođiđ eins og núna.

Ţetta međ ađ núverandi og fljótlega fyrrverandi alţingismenn fari sísona í starfslokaferđalg til Kaliforníu ásamt mökum sínum og ţađ á kostnađ ríkisins er út úr öllu korti. Ţarna fara saman fólk úr hinum ýmsu stjórnmálaflokkum í hinu besta bróđerni... Ég minni á ađ Sólveig Pétursdóttir fráfarandi forseti Alţingis og eiginkona Kristins Björnssonar fyrrverandi olíuforstjóra umdeildum í ólöglegu verđsamráđi olíufélaganna var kosin forseti Alţingis af öllum alţingismönnum, einnig af stjórnarandstöđuflokkunum. Núna skemmta allir sér saman á kostnađ almennings!

Guđrún Magnea Helgadóttir, 19.4.2007 kl. 16:46

10 Smámynd: Sćdís Ósk Harđardóttir

Mér finnst ţetta vera sóun á almannafé

Sćdís Ósk Harđardóttir, 20.4.2007 kl. 20:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband