Menntaskólinn í Reykjavík - hvenær brennur, hvað verður gert?

Gaman að borgin skuli hyggja á fjárfestingar. Hér vísa ég til fréttarinnar sem tengt er við hér að neðan. Spyrja mætti í framhaldi af þessu hver eigi það hús Menntaskólans í Reykjavík sem hann er oftast tengdur við þessi árin. Er það í eigu Reykjavíkurborgar eða skyldi borgin kaupa brunarústirnar þegar þar að kemur? 

Menntaskólinn í ReykjavíkTimburkumbaldinn mikli í brekkunni ofan við Lækinn hefur um nokkurt skeið verið bækistöð menntastofnunar, sem margir kannast við. Skóli þessi var settur á fót í Skálholti laust eftir miðja 11. öld en var fluttur þaðan undir lok 18. aldar. Hann hefur verið á ýmsum stöðum og borið ýmis nöfn. Lengst af hefur verið vel gert við hann í húsnæðismálum, allt eftir efnum og ástæðum á hverjum tíma, nema þá helst í seinni tíð.

Einhverju sinni og á einhverjum stað rakti ég sögu skóla þessa í hálfa níundu öld í mjög stórum dráttum. Sjálfur var ég þar nemandi í fjóra vetur ekki alls fyrir löngu og lauk þar svokölluðu stúdentsprófi vorið 1966. Gott ef ég lagði svo ekki eitthvað til málanna á Wikipedíu varðandi skólann.

Hvenær verður skóli þessi hafinn til virðingar á nýjan leik? Eru einhverjar hugmyndir um enn einn flutning hans, hugmyndir um gott húsnæði sem sæmir menntastofnun samkvæmt kröfum líðandi stundar? Eða - ætti að rífa timburkumbaldann og byggja almennilegt hús á sama stað? Eða - á að láta ruslið brenna einn góðan veðurdag og byggja í staðinn nútímalegt hús sem skemmir samt ekki að ráði heildarmyndina við Lækinn?

Fyrir fáum árum, fyrir kannski fimmtán-tuttugu árum eða svo, kom ég til Reykjavíkur og labbaði um miðbæinn og fornar slóðir í Vesturbænum þar sem ég átti heima. Ég gekk í kringum Menntaskólahúsið og tók í húninn bakdyramegin. Það var opið. Ég fór inn í gömlu kennslustofuna mína. Þar var taflan ennþá og krítin. Ég skrifaði á töfluna eitthvað á latínu. Man ekki lengur hvað það var. Kannski eins gott. 


mbl.is Reykjavíkurborg vill kaupa hús sem urðu eldi að bráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Hús menntaskólans í Reykjavík  er fallegt,reisulegt  timburhús,sem setur mikinn  svip á  miðborgina.Stjórnarráðshúsið svolítið  norðar stendur í skugga þess.

Samkvæmt minni orðabók   er kumbaldi:  "hreysi, lágreist hús, lítið skakkt  hús".  Ekkert af þessu á  við um hús MR

Eiður Svanberg Guðnason, 21.4.2007 kl. 14:17

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ágæti Eiður: Þeir sem þekkja mig einna skást - fáir þekkja mig vel, vona ég - kannast við kuldalegt háð, þversagnir og þverstæður sem frá mér koma ...

Hlynur Þór Magnússon, 21.4.2007 kl. 14:25

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Íhaldsemi í húsnæðismálum skólans skýrir kannski útungun íhaldsmanna úr þessum útungunarkassa.  Húsið er jú fallegt og aldin reisn yfir því, en þarna ætti frekar að vera upplýsingaþjónusta fyrir túrhesta fremur en skóli fyrir tréhesta.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.4.2007 kl. 15:17

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú ert ekki innifalinn í þessari skvettu að sjálfsögðu.  Það verða alltaf að vera unndantekningar til að sanna regluna.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.4.2007 kl. 15:18

5 identicon

Þegar ég var í MR var gamla KFUM og K húsið kallað Casa Christi, veit ekki betur en það standi enn.

Vaka (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 17:12

6 Smámynd: Júlíus Valsson

Góð áminning! Quae nocent, docent.

Júlíus Valsson, 21.4.2007 kl. 18:03

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Brennum bara helvítis kofann! Byggjum svo glæsilegt og nýtískulegt hóruhús á rústunum!

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.4.2007 kl. 18:46

8 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Eða lacrima Christi.

Hlynur Þór Magnússon, 22.4.2007 kl. 06:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband