Kristin kenning og handhafar hennar

Ég sá það hjá guðfræðingi hér á Moggabloggi, að hugmyndir rúmlega fjörutíu íslenskra presta gangi gegn kristinni kenningu.

                                

Spurningin er þessi: Hver er með hinn eina sannleik í sínum höndum? Er það Jón Valur Jensson guðfræðingur? Eða biskupinn? Eða páfinn?

                        

Eða kannski Jesú Kristur?

 

Eða þá:

                                                 

Er yfirleitt einhver með hinn eina og endanlega sannleik í sínum höndum?

                                    

A.m.k. ekki ég. Enda ekki guðfræðingur.

                                             

P.s.: Mér skilst að téður guðfræðingur sé ekki vígður maður. Er hann þá í óvígðri sambúð við guðdóminn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Það ætti að breyta heiti Guðfræðinga í Biblíufræðinga.   Verð að segja að Jón Valur er með áberandi fordóma gegn samkynhneigðu fólki.  Ótrúlega leiðinleg þessi endalausi áróður hans gegn fólki sem hefur ekki gert honum neitt.  Síðan er skrifa hérna samtök sem kalla sig "Kristin stjórnmálasamtök" og eru með svipaðan áróður. Þau skrifa ekki undir nafni, kemur ekkert fram hver stendur á bak við þau, og það er ekki hægt að skrifa athugasemdir við þeirra skrif. Ég skrifaði pistil um þessi samtök sem heitir "ógeðfelld samtök sem kenna sig við Krist".   Kveðjur.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 23.4.2007 kl. 23:43

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Trú er að verða eins og hver önnur skoðun, ekki er hægt að fá alla til að fallast á sömu skuðunina, prestar eru ekki ólíkir stjórnmálamönnum og guðfræðingar stjórnmálafræðingum og síða er okkar að kjósa, stja hjá eða skila auðu.

Benedikt Halldórsson, 23.4.2007 kl. 23:44

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég myndi nú veðja á Jesú krist! Ég hef hins vegar lesið (í bók eftir guðfræðing) að maður eigi val! Geti semsagt valið milli lögmáls Krists, kærleikslögmálsins, og lögmáls Móse. Flestir sem lifa eftir Móselögmáli teljast víst gyðingtrúar, en svo eru svokallaðir bókstafstrúarmenn eða fúndamentalistar. Mér er tjáð, að þeir hafi misst af fæðingu frelsarans, ef svo má segja! Eða að minnsta kosti eitthvað misskilið kenningu hans.  Þessir bókstafstrúarmenn eru hinsvegar ekki mjög áreiðanlegir, því þegar þeim hentar afneita þeir sumum textum Mósebóka og stundum umturnar þeir textanum, svo skilja megi textann einsog þeim hentar. Hina stundina trúa þeir textanum orð fyrir orð, þó hann sé bæði illa og vitlaust þýddur. En þetta hef ég nú eftir guðfræðingu, svo það er kannski ekkert að marka!

Auðun Gíslason, 23.4.2007 kl. 23:44

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Tek undir með þér Margrét. Ég held reyndar, að Jón Valur sé með fordóma gagnvart öllum sem ekki fallast á bókstafstrúarlegar biblíuskýringar hans. Þá mæli frekar með Þórhalli Heimissyni vilji mað eitthvað fræðast um trúmál. Svo  má líka lesa  greinar eftir Kristinn Ólason, rektorinn í Skálholti. Las pistilinn þinn. Bendi þér á móti á pistil á blogginu mínu (Auðun Gíslason) "Lögmálssiðfræði eða kærleikssiðfræði. Við eigum val." 

Auðun Gíslason, 23.4.2007 kl. 23:54

5 Smámynd: halkatla

ekki leita langt yfir skammt að endanlegum og algildum svörum, ég er handan við hornið ef þið þurfið að vita nákvæmlega það sem Guði finnst

smá grín!!! þú spurðir og ég varð bara að svara

halkatla, 24.4.2007 kl. 00:07

6 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

Ég lít svo á að hvorki ég né aðrir séum þess umkomin að dæma um hvort ást milli tveggja einstaklinga af gagnstæðu kyni eða ást milli tveggja einstaklinga af sama kyni sé réttari eða fallegri. Hafni kirkjan ósk þessara kristnu einstaklinga um hjónavígslu þá er hún þar með að hafna þeim alveg og senda út þau skilaboð að þeirra samlíf og ást sé guði ekki þóknanleg. Þá fyrst tel ég að kirkjan verði komin á villigötur.

Rannveig Þorvaldsdóttir, 24.4.2007 kl. 00:09

7 identicon

Þótt Alþingi heimili þetta í lögum er ekki þar með sagt að þjóðkirkjan sé skyldug að framkvæma.  Það er mikill munur á orðunum "er heimilt" og "skulu" í lögum.  Þjóðkirkjan getur því tekið afstöðu með eða á móti vígslum samkynhneigðra þótt lög um heimild yrðu samþykt.

Það sem mér finnst mikilvægast í þessu máli er að þessir 40 aðilar eru (viljandi eða óviljandi) að gera tilraun til að neyða þjóðkirkjuna til að taka eigin afstöðu í málinu frekar en að fela sig bak við sérlög.  Herra biskupinn ætti bara drattast til að standa frammi fyrir söfnuðum sínum og útskýra fyrir þeim hvað þjóðkirkjan vill í þessum málum í stað þess að benda á Alþingi með annarri hendi og biðja það vægðar með hinni.

Dagur Eiríksson (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 01:04

8 identicon

 

Jón Valur mun ekki erfa Guðsríki samkvæmt Páli postula. Hann hefur sett sig upp á móti stjórnvöldum með skrifum sínum sem Guð hefur sett yfir okkur samkvæmt sama Páli. Dugi ekki þessi synd hefur Jón fleira á samviskunni enn samkvæmt Páli.

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 12:34

9 Smámynd: halkatla

það er engin synd að setja sig upp á móti stjórnvöldum, hvernig væri nú að lesa biblíuna almennilega kristján.... brot Jóns Vals felast aðallega í því að hann dæmir svolítið mikið en er samt sjálfur með eins hneygðir og samkynhneygðir, bara ekki sam heldur gagn. Annars skil ég hann vel, en ég er ekki sammála honum í þessu máli. En grundvöllurinn sem hann byggir skoðun sína á er hinsvegar alveg til staðar.

halkatla, 24.4.2007 kl. 12:48

10 identicon

 

"Sá sem veitir yfirvöldunum mótstöðu veitir Guðs tilskipun mótstöðu, og þeir sem veita mótstöðu munu fá dóm sinn" Róm. 13.2. Sælir eru þeir sem heyra guðs orð og varðveita það.

Þetta skrifar Páll postuli eftir hann hafði skipt um skít á leiðinni til Damaskus. Páll postuli er frumburður og grundvöllur djöfulskapar í Kristninni. Til hans sækja "kristnir" mannhatarar og hafa sótt í 1900 ár efni á bál sitt.

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 14:07

11 Smámynd: halkatla

ja, maður fremur synd ef maður fremur lögmálsbrot og mótstaða gegn veraldlegum yfirvöldum er ekki bönnuð í lögmálinu, svo að ég viti til, og orðið "yfirvöld" í þessum texta hjá Páli p er ekki allt þarsem það er séð... Og ekki tala svona um krúttið mitt hann Palla p, hann var svo indæll. 

halkatla, 24.4.2007 kl. 18:25

12 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Góður pistill hjá Jóni Kristófer.  Ég skil ekki hvernig einhver getur mælt málflutningi Jóns Vals bót. Hann er svo upptekinn af samkynhneigð að það er orðið fyndið. Það eru ekki margir sem hugsa út í hversu slæm áhrif svona áróður hefur á viðkvæmt ungt samkynhneigt fólk. Anna Karen þú getur lesið pistilinn minn "Að skemmta skrattanum".   Ég tala af reynslu og þekkingu þar. Kveðjur og upp með kærleikann.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 25.4.2007 kl. 00:32

13 Smámynd: Snorri Óskarsson

Komiði sæl!

Hér er vissulega stórmál á ferðinni með langa sögu. Auðvitað eru margar vistarverur hjá föður okkar á himnum en því miður þá rúmast samt ekki allt þar. Þeir sem hafa leyft sér að fara gegn réttindabaráttu homma og lesbía eru ekki hatursfullir einstaklingar þeir eru frekar trúaðir á að Biblían segi okkur satt. Kynvilla er orð sem hefur fengið slæmar viðtökur og menn veigra sér að nota það af ótta við fordómana og fælnina sem ríkir í þjóðfélaginu. Hins vegar hneykslast fólk  á því að allt sé ekki sjálfsagt og samþykkt.

En þegar ekkert lögmál var til þá dæmdi Guð þessa synd í Sódómu og Gómorru.

Undir lögmáli Móse var þessi synd sögð  "viðurstyggð" .

Í náðarsáttmála Nýja-testamentisins er sagt að "kynvillingar erfi ekki Guðs ríkið".

Sá sem trúir því að trú og verk fari saman hann ræðir málin út frá þeim sjónarhól að menn verði að "taka framförum í kristilegu líferni".

Það er því grafalvarlegt þegar kennimenn samtímans ætla að hunsa  frásagnir allra þessara tímabila og halda því fram að nú sé meiri þekking og ljúflyndi Kristinnar kirkju kunnugt öllum mönnum en áður að þá er það röng sýn á málin. Við þurfum að viðurkenna Guðs-sýn á málið. Fyrr getur maðurinn ekki öðlast framfarir í kristilegu líferni". 

Sá sem er prestur og hafnar "framförum í kristilegu líferni" er því villukennandi og hræsnari. Sá sem er prestur og veit hvað hindrar menn í að erfa Guðs-ríkið og vill blessa það er líka hræsnari.

Sá sem segir okkur satt verður samt ekki vinsæll eða fær sanngjörn ummæli hann fær yfir sig sönginn: "burt, burt með hann gef oss .....lausan"

kær kveðja

Snorri í Betel 

Snorri Óskarsson, 25.4.2007 kl. 22:58

14 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

 22Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð.

ofanskráð stendur nákvæmlega í 3. Mósebók. leggjast með karlmanni sem kona væri? Hvað tengist þetta samkynhneigð? Samkynhneigðir upplifa sig ekki sem konur.

Síðan stendur líka í 3.Mosebók:

9Hver sá, sem bölvar föður sínum eða móður sinni, skal líflátinn verða. Föður sínum eða móður sinni hefir hann bölvað, blóðsök hvílir á honum.

Og enn meira úr 3. Mosebók:

10Þá er einhver drýgir hór með konu annars manns, drýgir hór með konu náunga síns, þá skal líflátinn verða bæði hórkarlinn og hórkonan. 11Og leggist maður með konu föður síns, þá hefir hann berað blygðan föður síns. Þau skulu bæði líflátin verða, blóðsök hvílir á þeim. 12Og leggist maður með tengdadóttur sinni, þá skulu þau bæði líflátin verða. Svívirðing hafa þau framið, blóðsök hvílir á þeim. 13Og leggist maður með karlmanni sem kona væri, þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim. 14Og taki maður bæði konu og móður hennar, þá er það óhæfa. Skal brenna hann í eldi ásamt þeim, svo að eigi gangist við óhæfa meðal yðar. 15Og eigi maður samlag við skepnu, þá skal hann líflátinn verða, og skepnuna skuluð þér drepa. 16Og ef kona kemur nærri einhverri skepnu til samræðis við hana, þá skalt þú deyða konuna og skepnuna. Þau skulu líflátin verða, blóðsök hvílir á þeim.

Margt og mikið í þessa veru er skrifað í Mosebók.

Síðan kynvillingar erfa ekki Guðsríki.  Hvað er kynvillingur í þínum huga Snorri? Er ekki verið að tala um syfjaspell?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 27.4.2007 kl. 01:37

15 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég átti við það sem ég skrifa efst að samkynhneigðir karlmenn upplifi sig ekki sem konur.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 27.4.2007 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband