Niðurstaða opinberrar rannsóknar á stríði Ísraelsmanna í Líbanon á síðasta ári er m.a. sú, að Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hafi leitt landið í fljótfærni í stríð án þess að til grundvallar lægi heildaráætlun um hernaðinn, segir í fréttinni sem hér er tengt við. Í skýrslunni segir að ráðamenn í Ísrael hafi gerst sekir um alvarlegan dómgreindarbrest og skort á ábyrgð og varkárni. Olmert fékk skýrsluna í hendur fyrr í dag og sagði í kjölfarið, að bætt yrði fyrir mistök, sem gerð hefðu verið, segir í fréttinni.
Hvernig skyldi eiga að bæta fyrir mistökin? Endurtaka stríðið og vanda sig betur?
Hvenær skyldi fara fram opinber rannsókn á stríðinu í Írak og tildrögum þess? Ætli menn fari síðan í nýtt og betra Íraksstríð eða láti nægja að vanda sig þegar kemur að næsta ríki í stafrófsröðinni?
Olmert leiddi Ísraelsmenn í stríð án undirbúnings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:33 | Facebook
Athugasemdir
Jón Kristófer: Ekki dettur mér í hug eitt andartak að núverandi formaður Framsóknarflokksins eða forysta þess flokks yfirleitt styðji hernaðinn í Írak.
Hlynur Þór Magnússon, 30.4.2007 kl. 14:59
A.m.k. er langt síðan Jón Sigurðsson tók af öll tvímæli um sína afstöðu.
Hlynur Þór Magnússon, 30.4.2007 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.