Ætti ég að prófa að skrifa?

TestEins og ég hafi ekki tekið nóg af prófum í gamla daga. Auk þess látið óteljandi nemendur gangast undir próf. Eiginlega hálfgerður próf-astur.

        

Ég rakst á persónuleikapróf á blogginu hennar dóttur minnar og þurfti auðvitað að taka það. Ég hafði dálítið gaman af niðurstöðunni (sjá myndina). Ekki svo að skilja að þetta passi endilega neitt við mig.

          

Samt er ég að velta því fyrir mér hvort ég ætti að leggja fyrir mig ritstörf þegar ég er orðinn stór.

            

              

A-pró-pó próf: Séra Baldur í Vatnsfirði sagði stundum þegar nemendur hans stóðu sig með afbrigðum illa: Gott hjá þér góði, tíu fyrir þetta!

            

Eitt sinn var séra Baldur spurður hvort hann væri próflaus. Þvert á móti, svaraði hann, ég er prófastur.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

Hlynur -   mér finnst ég líka þurfa að fara í persónuleikapróf. 

Má vera að eitthvað sé sameiginlegt með auglýsingum frá þvottaefnaframleiðendum og  kosningaloforðum.  E.t.v. nota þær - þ.e. sápuframleiðendur og stjórnmálaflokkar,  sömu auglýsingastofunar.  Allaf er að koma fram á markaðinn nýtt og betri efni en fyrir var,  og hinir er bara með lélegt efni.

Eða er raunveruleikinn bara svona. 

Fylkir Ágústsson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 21:23

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þegar ég fer í persónuleikapróf kemur alltaf fram að ég hafi skítakarakter!

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.5.2007 kl. 00:03

3 Smámynd: Vestfirðir

Þú er allavega excellent writer :)

Kveðjur á Hólana !

Vestfirðir, 1.5.2007 kl. 00:09

4 Smámynd: Karl Tómasson

Heill og sæll Hlynur.

Ég hef aldrei verið fyrir próf og olli það oft mínu fólki hugarangri.

Ég hef aftur á móti alltaf haft mjög gaman af að prófa ýmislegt.

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 1.5.2007 kl. 00:39

5 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Fylkir: Sá er munurinn, að það er þó yfirleitt eitthvað nothæft á bak við þvottaefnisauglýsingarnar.

Sigurður: Alveg vissi ég að það er ekkert að marka svona próf.

Gústi / Vestfirðir: Hvernig heldurðu að ég verði þegar mér aukast æfing og þroski?

Kalli: Ófá prófin tók ég hjá afa þínum og pabba þínum. En - syndir feðranna og allt það - síðar átti ég því láni að fagna að leggja svínsleg próf fyrir bræður þína ...

Hlynur Þór Magnússon, 1.5.2007 kl. 02:10

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Maður er annað hvort það, sem maður kýs að vera eða það sem aðrir segja mann vera ef manni hugnast það vel.  Persónulýsingar í stjörnumerkjum eru hannaðar með það í huga að flestir geti sætt sig við lýsinguna.  Sumir gangast algerlega upp í slíkum lýsingum til að réttlæta vitleysu og yfirgang.  T.d. Ég hef alltaf verið mikiill skapmaður, efahyggjumaður, hamhleypa í vinnu, latur, værukær, fylginn sjálfum mér etc.  Ekkert af þessu er maður sjálfur, heldur eru þetta merkimiðar, sem við gefum egóinu okkar til að marka okkur stað ítilverunni.  Egóið er hins vegar ekki sjálfið.  Séu allar merkingar og samsamanir teknar burt, erum við að mestu leyti eins og þegar við vorum börn.

Hvaða maður er þetta á myndinni?  Er þetta alteregóið þitt??

Jón Steinar Ragnarsson, 1.5.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband