Aðeins fjórar konur eru ráðherrar í þeirri stjórn sem núna er að láta af völdum, eða þriðjungurinn af ráðherrunum tólf. Við tilkomu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn hlýtur hlutur kvenna að verða meiri en áður, þannig að a.m.k. 40% ráðherranna verði konur. Verði fjöldi ráðherra óbreyttur frá því sem nú er, eða tólf, þá munu a.m.k. fimm konur verða í hinni nýju stjórn. Sumir munu þó telja að núna sé loksins komið að því, að hlutur kynjanna í ríkisstjórn verði jafn.
Spennandi verður að sjá hvaða konur verða kallaðar til ráðherradóms, auk þeirra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Hugmyndir óskast hér í athugasemdadálkinn.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vegna fortíðar og áherslna Ingiubjargar Sólrúnar, geri ég ráð fyrir að jafnt verði á komið með kynin í ráðherrastólum af hálfu Samfylkingar, þó hlutfallið sé 1 á móti 2. Kvenráðherrar verði: Hún sjálf, Jóhanna og Þórunn (gæti líka verið Ragnheiður Ásta).
Það er sama kynjahlutfall í Sjálfstæðisflokknum og hann auglýsti "átta sterkar konur" eftir kosningar, en þó er ekki sama krafa innan þess flokks um jafna kynjaskiptingu, svo ég spái að þær verði aðeins 2: Þorgerður Kartrín og Arnbjörg Sveinsdóttir ( gæti líka verið Guðfinna Bjarnadóttir).
Viðar Eggertsson, 20.5.2007 kl. 08:49
Verður Ásta Möller ekki sjálfkjörin í heilbrigðismálin?
En, að öllu gamni slepptu, þá hafa GHH og ISG kjörið tækifæri til að jafna sætafjölda milli kynja því á báðum flokkum eru konur sem eflaust munu vaxa með ráðherradómi. Hjá xS: ISG-ÞSv-KJúl. Veit ekki með xD, þar voru nokkrar frambærilegar konur að ná kjöri til Alþingis í fyrsta sinn og því spurning hvernig þeim verður skipað.
Þorsteinn Egilson, 20.5.2007 kl. 09:20
Mín spá er að Jóhanna verði inni og búið. Fleiri konur geta ekki gert tilkall ráðherradóms án þess að verða teknar fram fyrir oddvita flokkanna í kjördæmunum. Mér finnst þó líklegra að Solla reyni að fjölgi konunum en muni eiga erfitt með að gera það af sömu ástæðu.
Haukur Nikulásson, 20.5.2007 kl. 09:26
Nú varð mér á í messunni líkt og Halldóri Blöndal, hér um árið, að kalla Ástu Ragnheiði, Ragnheiði Ástu, en sú síðarnefnda er auðvitað hin landskunna þula útvarpsins og hefði svo sem vel verið að ráðherrasæti komin, en hin (Ásta Ragnheiður) á víst meira tilkall til ráðherrastólsins, þar sem hún er þingmaður en ekki hin.
Viðar Eggertsson, 20.5.2007 kl. 09:36
Af núverandi 4 ráðherrum eru 3 frá Framsókn. Sjálfstæðisflokkurinn er bara með 1. Framsókn er með helming ráðherra og jöfn kynjaskipti, þ.e. 3:3. Samfylkingin samþykkti á landsþingi að hafa jöfn kynjahlutföll í ráðherrastól... en spurning hvað þau gera ef fjöldi ráðherra hjá þeim verður oddatala... Munu þau hafa oddaráðherrann konu? M.v. fjölda kk oddvita og fjölda kk þingmanna er það ólíklegt... Fjölgun kvk ráðherra er því undir Sjálfstæðisflokknum komið. Mér finnst alveg líklegt að þau geri Guðfinnu að ráðherra en ég held að það sé alveg jafnlíklegt að flokkurinn vilji halda í karlrembustimpilinn sinn og hafa bara eina konu... Sem verður samt erfitt því fjöldi kvk þingmanna hjá þeim fjölgaði töluvert núna - alveg upp í að vera 1/3!!!
Sem sagt... spennó, spennó
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.5.2007 kl. 16:59
Vonadi fáum við sjá ferska vinda, jöfn hlutföll og ný andlit, ég vona að Guðfinna Bjarnadóttir og Katrín Júlíusdóttir fái ráðherrastóla. Reikna með að Jóhanna Sigurðardóttir fái sinn stól.
Brynjólfur Bragason, 20.5.2007 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.