Hvenær ætli við fáum fleiri - missum fleiri, öllu heldur - sem teljast verðugir vistar í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum - Arlington okkar Íslendinga? Þar hvíla nú tveir menn. Þetta rifjast upp núna vegna þess að 26. maí er dánardagur Jónasar Hallgrímssonar, sem þar er grafinn.
Heiðursgrafreiturinn á Þingvöllum var gerður árið 1939. Strax þá um veturinn andaðist Einar Benediktsson og var jarðsettur þar. Svo liðu öll stríðsárin og ekki dóu fleiri merkir Íslendingar, þannig að til þess bragðs var tekið að sækja Jónas Hallgrímsson sem andast hafði í Danmörku hundrað árum fyrr. Leifar hans voru grafnar á Þingvöllum 16. nóvember 1946. Þann dag hefði Jónas orðið 139 ára hefði hann lifað, eins og stundum er komist að orði.
Og svo ekki söguna meir.
Skyldi þeim ekki leiðast þarna tveimur einum? Þarf ekki að fara að gera eitthvað í málinu?
Athugasemdir
Það skemmtilegasta í þessu máli er að vafi leikur á hvort þetta voru bein Jónasar í raun og veru. Kannski var þetta bara einhver danskur róni. Mér finnst það flott ef svo er...
Viðar Eggertsson, 26.5.2007 kl. 13:49
Hehehe Viðar góður ! Danskur róni í íslenskum merkismannagrafreit, það er flott! Þarf annars að uppfylla einhver skilyrði til að vera jarðaður þarna ? Mér dettur í snarheitum í hug Framsókn ?
Ragnheiður , 26.5.2007 kl. 17:46
Í þjóðarreit á þingvöllum
þikir heiður og sómi.
Liggur þar með hinum öllum
einhver Danskur róni.
brosið svo öllsömul lífið er grín, kveðja Magnús
Magnús Jónsson, 26.5.2007 kl. 18:22
merkilegur andskoti að forsetar vorir, þeir sem fallnir eru frá á annað borð, þykja ekki nógu merkilegur pappír til vistunar á þingvöllum. en kannski skal gera hefð úr því að grafa menn upp á aldarafmæli andláts þeirra og pota þeim svo niður í jörðina aftur á þingvöllum. það ætti að spara plássið í grafreitnum. alveg finnst mér nú samt að burra hefði mátt með laxness þarna uppeftir. ekki svo langur bíltúr og þjóðlega þenkjandi aðilum greiði gerður með því að tengja saman þessa tvo merku staði sem heimsækja má á góðum sunnudegi. sunnudagsbíltúrinn þá líka orðinn fjölbreittari fyrir vikið.
birkir (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 18:45
Hef reyndar heyrt, skal þó ekki fullyrða um áreiðanleika sögunnar, að til hafi staðið að grafa Kristján Eldjárn í þjóðargrafreitnum, en aðstandendur hafi ekki haft áhuga.
Sigríður Jósefsdóttir, 30.5.2007 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.