Hver skrattinn hefur hlaupið í sjávarútvegsráðherra?

Einkennileg og fordæmislaus er sú ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra, að fara að ráðum vísindamanna varðandi þorskveiðikvótann. Fram að þessu hafa ráðherrar ævinlega hunsað álit vísindamanna og látið veiða mun meira en skynsamlegt hefur talist. Síðasta aldarfjórðunginn hafa Halldór Ásgrímsson, Þorsteinn Pálsson og Árni M. Mathiesen mann fram af manni stjórnað hruni þorskstofnsins við Ísland.         

Núna er loksins kominn sjávarútvegsráðherra sem telur sig ekki yfir það hafinn að fara að ráðum þeirra sem best mega vita.

Eins og ég hef alltaf sagt: Einar K. Guðfinnsson er fjandakornið enginn pólitíkus. Til þess skortir hann sárlega helstu ókostina sem prýða hvern góðan stjórnmálamann. 


mbl.is Þorskkvótinn verður 130 þúsund tonn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég sé nú ekki betur en hann sé hinn fullkomni pólitíkus, alla vega man ég ekki eftir að hafa heyrt áður um við brögð sem þessi;

"Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir ákvörðun sína um niðurskurð þorsksaflans á næsta fiskveiðiár niður um 63 þúsund tonn, gríðarleg vonbrigði."

Þetta eru alveg dásamleg en jafnframt dæmalaus viðbrögð við eigin gjörðum!

Guðm.Ól (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 13:43

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú ert líklega sérfræðingur í útvegsmálum. Næstum allir sjómenn og útgerðarmenn telja að óvenju mikill þorskur sé nú hér við land. Hinsvegar bendir flest til þess að æti vanti handa stofninum og að svo hafi verið lengi.

Snilld fiskifræðinga okkar er slík að allt frá því að okkur tókst að stækka fiskveiðilögsöguna margfalt og hrekja breska og aðra útlenska togara af miðunum hefur árangurinn orðið þessi. Þriðjungur af því sem við veiddum fyrir fjórðungi aldar.

Færeyingar reyndu okkar kerfií tvö ár og eru ekki enn búnir að ná sér til fulls eftir það áfall.

Enga hugmynd hef ég um þekkingu þína á fiskveiðum og útgerð. En mér finnst lágmark að þeir sem tjá sig um svona viðkvæmt mál hafi haldgóða þekkingu.

Líklega hefur þú hana þó mér sýnist afstaða þín ekki benda til þess. 

Árni Gunnarsson, 6.7.2007 kl. 18:49

3 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Árni: Þú virðist misskilja eitthvað. Ég var að tjá mig um sjávarútvegsráðherra. Og leyfi mér jafnframt að halda því fram, að ég hafi nokkuð haldgóða þekkingu á þeim manni. Hann er ekki partur af þorskstofninum. Annað: Ef skylt væri að fólk hefði haldgóða þekkingu á því sem það tjáir sig um hverju sinni, þá er hætt við að lítið yrði eftir af bloggheiminum ...

Hlynur Þór Magnússon, 6.7.2007 kl. 20:07

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Víst er að Einar er ekki þorskur en sjaldgæf er einlægni hans að viðurkenna að hann sjálfur valdi sér gífurlegum vonbrigðum.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.7.2007 kl. 21:48

5 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Mér finnst þessi athugasemd Árna alveg best í heimi:

En mér finnst lágmark að þeir sem tjá sig um svona viðkvæmt mál hafi haldgóða þekkingu.

erlahlyns.blogspot.com, 7.7.2007 kl. 16:54

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég held að þessi ákvörðun hjá Einari sé skynsamleg. Brottkast og framhjálandanir (=þjófnaður) eiga örugglega sinn þátt í slöku ástandi þorskstofnsins.

Eftir því sem ég kemst næst fer stór hluti afla sem kemur í land í vinnslu fóðurs fyrir svín og hænsni í útlöndum. Það er fínt að aflinn er skorinn niður um 60.000 tonn. Þá fer minna af þeim afla, sem sjómenn leggja sig í hættu við að sækja, í fóður handa óæðri skepnum.

Nóg er að skepnur séu að éta undan okkur landið, að þau éti ekki miðin líka!

Theódór Norðkvist, 10.7.2007 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband