Einhvern veginn hef ég heldur skömm á aðgerðum af því tagi sem samtökin Saving Iceland hafa í frammi. Enginn málstaður er svo góður að ekki sé hægt að varpa hann skugga. Rónarnir koma óorði á brennivínið, var eitt sinn sagt, sumir prestar koma óorði á kaþólsku kirkjuna, nokkrir vitleysingar koma óorði á mótorhjólafólk. Samtökin Saving Iceland og menn á borð við Paul Watson (hvað er annars að frétta af boðaðri komu hans til Íslands?) koma óorði á náttúruvernd.
Auðvitað hafa einhverjir rokið upp eins og venjulega og sagt að lögreglan sé að banna fólki að mótmæla, banna skoðanir.
Málið snýst ekki um það. Ætli lögreglan sæti aðgerðalaus ef forstjórar álfyrirtækjanna, svo dæmi sé tekið, hlekkjuðu sig saman liggjandi á akvegum? Lögreglan léti ekki einu sinni sjálfan yfirmann sinn dómsmálaráðherrann afskiptalausan ef hann klöngraðist upp í byggingarkrana í mótmælaskyni við eigendur kranans.
Störf íslensku lögreglunnar snúast hvorki um skoðanir né mótmæli.
Mótmælum við Grundartanga hætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
fyrirsögnin þín myndi vekja þvílíka lukku hjá mér - en það er þó ekki víst að það helgi meðalið
Einsog ég hef alltaf sagt þá er ástæðulaust að vera með upphlaup yfir Paul Watson, gaurinn lætur ekki einu sinni svo mikið að koma! Ég vissi það - en þekki hann samt ekki neitt.
halkatla, 18.7.2007 kl. 22:15
nema Paul W hafi verið á Saving Iceland samkomunni með trúðsmálningu?
halkatla, 18.7.2007 kl. 22:16
Þeir sem hlekkjuðu sig við möstur hvalbátanna í den eru velmegandi embættismenn í dag og hugjónaeldurinn orðinn að kulnaðri ösku. Þetta ber öll merki mótmælaiðnaðar, sem er orðið hobbý iðjuleysingja og lífsleiðra stórborgarungmenna, sem vantar hasar. Kannski betri útrás en að hamra á náunganum. Þó máske sé þetta ósanngjörn og fordæmandi mynd, sem ég dreg upp, er það akkúrat þetta sem þeir færa andstæðingum sínum upp í hendurnar, sem rök gegn mótmælum. Mér finnst líka að á undan mótmælum þurfi að fara málefnabarátta og kynning á málstaðnum. Það skilja fæstir hvað er markmið eða ástæða þessarar skrítnu hegðunnar.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.7.2007 kl. 22:53
Margir þingmenn og ráðherrar hafa nú klifrað upp í ræðustól á Alþingi, gólað þar sem vitfirrtir menn og spreðað alls kyns sívirðingum yfir þjóðina, einstaklinga og fyrirtæki. Það er friðhelgur staður og vel fallinn til mannorðsmorða, mun betri og þægilegri en kaldir kranar.
Sláttumaðurinn slyngi (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 00:58
Tek undir með Jóni Steinari, fyrrum samverkamanni mínum, að þetta ber orðið öll merki mótmælaiðnaðar og ekki málstaðnum til bóta.
Guðmundur Fylkisson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 12:14
Er sammála þér og hef skömm á þessu fólki. En hvernig er það, hefur enginn mótmælt mótmælunum opinberlega fyrir utan mig?
Yngvi Högnason, 19.7.2007 kl. 14:29
Ég er hálfhissa á því að Morgunblaðið skuli jafnan kalla skrílslæti af þessu tagi mótmæli eða mótmælaaðgerðir. Það sýnir hins vegar viðhorf blaðsins til þessara hluta ...
Hlynur Þór Magnússon, 20.7.2007 kl. 05:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.