Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2007

Skilur einhver ţessa frétt?

Ef einhver skilur ţessa frétt, ţá gefi hann sig vinsamlegast fram hér í athugasemdadálkinum. Er búiđ ađ flytja norđurskautiđ suđur ađ Hvítahafi? Ef ég man rétt, ţá er Severodvinsk skammt frá Arkangelsk, sem er á svipađri breiddargráđu og Reykjavík. Eđa er hér um tvö óhöpp ađ rćđa, annađ í dag og hitt sl. fimmtudag, sem mér skilst ađ hafi veríđ í gćr?

                    

Erlent | mbl.is | 27.7.2007 | 12:02

Sprenging í rússneskum kafbáti

Rússneskur kafbátur skemmdist mikiđ í sprengingu sem varđ á norđurskautinu í dag, en veriđ var ađ gera viđ bátinn ţegar sprengingin varđ. Samkvćmt rússneskum fjölmiđlum lést enginn.

Rússneskir embćttismenn hafa ekki viljađ tjá sig hvort um kjarnorkuknúinn kafbát hafi veriđ ađ rćđa eđur ei. Interfax fréttastofan segir enga óvenjulega geislavirkni hafa mćlst í Severodvinsk ţar sem atvikiđ átti sér stađ sl. fimmtudag. Um 215 fermetra svćđi á kafbátaskrokknum skemmdist í sprenginunni segir rússneska útvarpsstöđin Ekho Moskvy.

- - -

Viđbót: Leyfi mér ađ smella hér inn annarri sérkennilegri frétt af mbl.is, sem ég hnaut um fyrir skömmu og vistađi til nánari umhugsunar. Fréttinni fylgdi mynd af Amalíenborg. Líklega er ég bara svona skilningslaus.

Veröld/Fólk | mbl.is | 25.7.2007 | 11:58

Blogg sigurvegaranna

Á blogginu er varla talađ um annađ um ţessar mundir en ađ ég taldi mig eiga möguleika á ađ landa sigri á stórmóti og gerđist atvinnumađur hefur verulega kofa, eđa glćsilegt tónleikahús.

Ţar sem ţrír kylfingar skipstjórnarmenn á fiskiskipa og öryggismálum sjómanna í ţróunarlöndunum međhöndlun hrauna, ţar sem verđi háttađ til Vestmannaeyja, spurđur um viđbrögđ sín viđ skýrslutöku hjá lögreglu og er ţar lítill tími gefist til lesenda blađa međ gagnrýnandinn bađ bandarísku ţátttakendurnir 20 lentu hins vegar einkar auđvelt ađ reikna sig fram til ţessa. Viđburđir en erlendir á ađ samkvćmt kortabók Landmćlinga heitir hann? 3 Frćg ţýsk leikkona verđur orđiđ breytingar virđast hins vegar upp um eitt sćti og er í ţví fimmta.

mbl.is Sprenging í rússneskum kafbáti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hjólreiđamenn skyldađir í vitsmunapróf?

Hjólreiđakeppnin Tour de France minnir á raunveruleikaţćtti ţar sem spurningin er ekki hver sigrar í hverjum áfanga heldur hverjum verđur hent út nćst. Ég hef nokkuđ lengi fylgst međ umrćđunni um ţessi mál á erlendum vefjum, einkum spiegel.de. Hver afreksmađurinn í hjólreiđum eftir annan hefur komiđ fram og vitnađ um ţá spillingu sem mjög lengi hefur viđgengist og jafnframt sakađ fjölda annarra um ţátttöku í slíku. Ţeir hafa haldiđ ţví fram, ađ engin leiđ sé ađ vera í fremstu röđ nema međ svindli, sem raunar er orđiđ ađ heilli vísindagrein eđa sérgrein innan lćknisfrćđinnar.

 

Svo virđist sem hugarfariđ hjá ţeim sem eiga keppnisliđin sé ađ breytast einmitt núna - ekki kannski vegna aukins siđferđisţroska heldur af illri nauđsyn. Skriđan verđur ekki stöđvuđ úr ţessu. Samsćriđ hefur veriđ rofiđ. Hjólreiđarnar eru orđnar ađ hreinum farsa og styrktarfyrirtćkin hćtta stuđningi hvert af öđru og vilja ekki leggja nafn sitt viđ ţađ sem ţarna viđgengst.

 

Ţađ sem mér virđist ţó einna merkilegast í umrćđunni er einkum tvennt. Annars vegar fullyrđingar ţess efnis, ađ brátt komi röđin ađ atvinnumönnum í knattspyrnu í ţessum efnum. Hins vegar ađ ekki vćri minni ástćđa til ađ láta hjólreiđakappana gangast undir vitsmunapróf en lyfjapróf. Međ hliđsjón af orđum og gerđum margra af ţessum görpum ađ undanförnu er ţađ vel skiljanlegt.

 
mbl.is Michael Rasmussen vikiđ úr Tour de France
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ljósmynd af ljósmyndara á Moggabloggi

Jonsbud 24.07.07Kjartan Pétur Sigurđsson ljósmyndari og bloggari á Moggabloggi lenti hér á Reykhólum í kvöld og tók bensín í Jónsbúđ. Ég leyfđi mér ađ taka ljósmynd af ljósmyndaranum ţegar hann fékk einhvern stimplunarpassa eđa hvađ ţađ nú er hjá Jóni kaupmanni. Kjartan flýgur á fisi og var ađ koma frá Ísafirđi á leiđ suđur.

 

Ţeir voru sex félagarnir á sex flugvélum sem lentu hér núna í kvöld - eđa fimm flugvélum og einu fisi - en fjórir ţeirra komu hér viđ á leiđinni vestur fyrir hádegiđ í dag. Hópurinn var í sunnudagsbíltúr (eđa ţannig) á ţriđjudegi og skrapp til Ísafjarđar ađ fá sér ađ borđa hjá meistarakokknum Magnúsi Haukssyni í Tjöruhúsinu í Neđstakaupstađ. Ţeir urđu ekki fyrir vonbrigđum međ rauđsprettuna hjá Magga og Rönku sögđu ţeir. Kannski hefur sjálfur Halldór Hermannsson skötufrćđingur og Rönkupabbi veriđ ađ hjálpa tengdasyninum í kokkeríinu. Magnús er samt alveg sjálfbjarga á ţeim vettvangi og rúmlega ţađ hefur mér fundist.

 

Jonsbud 24.07.07 - 2Meira á bb.is á morgun. Ég vona ađ Kjartan hafi ekki tekiđ myndir af mér. Til vara ađ ţćr verđi ekki birtar.

 

> bb.is 24.07.07 Á leiđ í hádegismat á Ísafirđi

 

Örsögur frá nýliđinni ćvi

Sigurđur Hreiđar sveitungi minn úr Mosfellssveitinni sem eitt sinn var klukkađi mig um daginn. Núna er klukkiđ óđara horfiđ úr tísku eins og mýstrókur ţegar kular og ţess vegna orđiđ tímabćrt ađ svara međ nokkrum örsögum af handahófi frá fyrri hluta liđinnar ćvi. Eđa er hún kannski ekki liđin?

 

0077                      

Eftir ađ ég fékk hvolpavitiđ var ég óskaplega skotinn í Diddu skólasystur minni sem átti heima niđri í Hlíđartúni og engin furđa. Ég smíđađi hringa handa okkur úr girđingarvír sem ég flatti međ hamri og gullbronsađi. En ég ţorđi ekki ađ segja henni frá trúlofun okkar fyrr en fjörutíu árum seinna.

 

0119                          

Sumariđ 1960 ţegar vegavinnuflokkurinn var ađ flytja rétt einu sinni sat eldhússkúrinn sem var á pallinum hjá Magnúsi í Garđi fastur milli hamraveggjanna á leiđinni niđur Almannagjá. Ţađ var gaman ţangađ til Siggi á Bakka sagđi: Ekki veit ég hvenćr viđ fáum ađ éta ef viđ getum ekki losađ hann.

 

0305                            

Sumariđ ţegar ég var átján ára vann ég á Tollpóststofunni í Reykjavík. Daginn ţegar ég byrjađi voru kallarnir ađ rćđa hvađ ţeir ćtluđu ađ gera í sumarfríinu. Guđjón gamli sagđist ekki ćtla ađ fara neitt núna. En ég er ađ hugsa um ađ skreppa norđur í haust og vera viđ jarđarför bćtti hann viđ.

 

0566                         

Ţegar ég var afleysingamađur í Hegningarhúsinu viđ Skólavörđustíg voru heilu dyngjurnar af fjögurra laufa smára í garđinum en ţađ er gćfumerki. Einu sinni sem oftar var ég međ fangana úti en ţegar ég var búinn ađ smala inn vantađi einn. Hann var svo gćfusamur ađ geta faliđ sig í smárabreiđunni.

 

2113                       

Ekki hef ég flutt sand til Sahara ennţá ađ minnsta kosti en einu sinni fluttum viđ fjögur ţúsund tonn af marmaragrjóti frá Brasilíu til Livorno sem heitir Leghorn á ensku. Skammt frá eru marmaranámurnar frćgu í Carrara og ég veit ađ margir eiga fína gripi úr ekta ítölskum Carraramarmara frá Brasilíu.

 

2341                        

Ţegar ég vann viđ timburútskipun í Arkangelsk á dögum Sovétríkjanna voru alltaf hermenn á vappi viđ höfnina. Ţeir voru í svörtum síđfrökkum enda er ákaflega kalt ţarna á vetrum og báru riffla og styttu sér stundir viđ ađ skjóta rottur. En ég hugsađi međ mér: Nú kemur sér vel ađ vera ekki rotta.

 

EIGHT DAYS NO NIGHTS

Kunnugleg ţótti mér fréttin af heimsókninni til Íslands í ferđatímaritinu Condé Nast Traveler ţegar ég sá hana áđan á mbl.is. Frá ţessu var sagt á bb.is í byrjun ţessa mánađar og ţar var jafnframt tengt beint í greinina í heild á vef tímaritsins. Í fréttinni á mbl.is er ţađ ekki gert heldur er tengt á vef Ferđamálastofu ţar sem aftur er vísađ á annan vef ţar sem sagt er ađ hćgt sé ađ komast á vef tímaritsins ...

> bb.is 05.07.07 Fegurđ Vestfjarđa lýst í bandarísku ferđatímariti 

> Condé Nast Traveler - EIGHT DAYS NO NIGHTS 


mbl.is Verđmćt landkynning í Condé Nast Traveler
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Áhugaverđur uppgröftur í Vatnsfirđi viđ Djúp

Frćgt er svar séra Baldurs Vilhelmssonar, fyrrum prófasts í Vatnsfirđi viđ Djúp, ţegar fréttamannskjáni á Kirkjuţingi spurđi hvern prestinn á fćtur öđrum hvađa prestsverk vćri nú skemmtilegast. Baldur svarađi stuttaralega: Ađ jarđa framsóknarmenn.

 

Núna er unniđ ađ uppgrefti í Vatnsfirđi og sú spurning hefur vaknađ hvort fornleifafrćđingarnir hafi komiđ niđur á eitthvađ af ţessum framsóknarmönnum. Ekki virđast ţeir vera margir eftir ofanjarđar, hvort sem ţađ er nú dugnađi séra Baldurs ađ ţakka ...

 
mbl.is Uppgröftur hafinn ađ nýju í Vatnsfirđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Alltaf sömu mannlegu mistökin nokkrum sinnum í viku?

Einkennilegt er ađ sömu mannlegu mistökin skuli eiga sér stađ nokkrum sinnum í viku. Líka ađ litiđ skuli vera á ţessi reglubundnu „óhöpp“ nánast sem sjálfsagđan hlut, ađ ţví er virđist.

 

Fer ekki ađ verđa tímabćrt ađ athuga eitthvađ međ starfsmanninn sem gerir alltaf ţessi mistök nokkrum sinnum í viku? Eđa ađ athuga eitthvađ međ yfirmenn hans? Yrđi ekki athugađ eitthvađ međ kokkinn ef eldamennskan mistćkist hjá honum nokkrum sinnum í viku áriđ um kring, svo ađ dćmi sé tekiđ?

 

Eiginlega botna ég ekkert í ţessu. En ţađ er líklega ekki ađ marka.

                      

Mannleg mistök urđu ţess valdandi ađ talsverđur reykur slapp út úr ofni í járnblendiverksmiđjunni á Grundartanga í dag. Óhöpp sem ţessi verđa nokkrum sinnum í viku, ađ sögn deildarstjóra hjá járnblendinu ...  

 
mbl.is Reykur frá járnblendiverksmiđjunni Grundartanga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

líkţorn, slabbdregill, firđtal, slembiúrtak, legslímuflakk, njálgur, páka

Leitin ađ ljótasta orđi íslenskrar tungu: Hátt í sextíu fćrslur eru komnar í athugasemdadálkinn og tillögur um fjölmörg afar frambćrileg orđ. Ţar má nefna (án ţess ađ ég taki afstöđu ađ sinni) orđin slembiúrtak, búkur, legslímuflakk, líkţorn, drulla, blogg, ristruflanir, togleđurshólkur, afturúrkreistingur, legremburotta, áriđill, náriđill, ţúsöld, raggeit, njálgur, spartltúba, kunta, firđtal, héddna, rasssćri, slabbdregill, páka, afgjaldskvađarverđmćti, nýsigögn, hortittur, ćla ...

 

Eflaust leynast enn margir gimsteinar ljótleikans glóandi í málhaugnum okkar ylhýra, ástkćra. Viđ finnum örugglega margt fleira ljótt ef viđ leitum í sálarfylgsninu. Söfnum áfram tillögum fram yfir helgi og förum svo ađ skilja sauđina frá höfrunum, láta renna undan rjómanum, slíta upp ljótasta illgresiđ og hnýta saman í vönd ...

 

Nokkrir hafa tilnefnt Framsóknarflokkinn. Ţađ er út af fyrir sig skiljanlegt en ég efast um ađ rétt sé ađ hafa sérnöfn í ţessari samkeppni. Framsóknarmenn hafa báđir haft samband viđ mig og látiđ í ljós óánćgju sína. Hins vegar kćmi orđiđ framsóknarmađur (eđa sjálfstćđismađur, eđa einfaldlega stjórnmálamađur) e.t.v. til greina viđ úthlutun sérstakra heiđursverđlauna, líkt og í Óskarnum.

 

Hugsiđ ykkur allt ţetta hráefni í ljótasta ljóđ íslenskrar tungu!

 

Svo fć ég líklega viđurkenningu (eđa verđskuldađa refsingu) fyrir ljótustu bloggfyrirsögn ţúsaldarinnar.

 

> 20.07.2007   Ný samkeppni: Ljótasta orđ íslenskrar tungu

 

Sömu vinnubrögđ, sama ţroskastig

Er ekki rétt ađ vísa málum sem varđa Saving Iceland til barnaverndarnefndar, sbr. eftirfarandi frétt á mbl.is í gćr? Voru skemmdarverkin sem ţar er greint frá e.t.v. á vegum Saving Iceland? Eđa finna hóparnir fyrirmyndir hvorir hjá öđrum?

                         

Ţrír ungir piltar á barnaskólaaldri unnu töluverđar skemmdir á byggingasvćđi á höfuđborgarsvćđinu en óskađ var eftir ađstođ lögreglu vegna ţessa í gćrmorgun. Ţegar komiđ var á byggingasvćđiđ blasti viđ ófögur sjón en búiđ var ađ brjóta nokkur ljós á stóru vinnutćki og viđ kaffiskúr.

Samkvćmt upplýsingum frá lögreglu var veggjakrot ţar einnig ađ finna og grjóti hafđi veriđ kastađ í rúđur svo sprungur mynduđust. Ţá hafđi málningu veriđ skvett á nćrliggjandi íbúđarhús og viđ annađ hús mátti sjá málningarskvettur á skjólvegg og útihúsgögnum.

Viđ rannsókn málsins beindust böndin fljótt ađ áđurnefndum piltum. Í fyrstu vísuđu ţeir hver á annan en sannleikurinn kom ţó fljótt í ljós. Máliđ verđur sent til barnaverndarnefndar.


mbl.is Málningu hellt á skrifstofur Athygli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ný samkeppni: Ljótasta orđ íslenskrar tungu

Fjarskyld frćnka mín af Djúpadalsćtt í Austur-Barđastrandarsýslu, Anna Ólafsdóttir Björnsson, stendur hér á Moggabloggi fyrir vali á fegursta orđi íslenskrar tungu. Í viđtali í fréttum Sjónvarpsins í gćrkvöldi kvađst hún ađspurđ ekki hyggjast leita ađ ljótasta orđinu. Sagđi ađ ţađ gćti einhver annar gert.

 

Hér međ efni ég til samkeppni um ljótasta orđ íslenskrar tungu. Tek fram, ađ ţetta er alls ekki gert í neinu óvirđingarskyni viđ ţann skemmtilega leik sem Anna fitjađi upp á, heldur einfaldlega í eđlilegu framhaldi af honum.

 

Tilnefningar óskast hér í athugasemdadálkinum. Framhaldiđ verđur síđan vćntanlega nokkuđ í svipuđum dúr og hjá Önnu ...

 

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband