Oft er ljótur draumur fyrir litlu efni

Stjórnarmyndunarkjaftæðið sem tók við af kosningabaráttukjaftæðinu og síðan kosningaúrslitakjaftæðinu í öllum fjölmiðlum hefur sín áhrif. Mig er farið að dreyma pólitíska drauma. Ekki vökudrauma um síðbúinn frama á þeim vettvangi heldur svefndrauma um myndun ríkisstjórnar. Kannski skömminni til skárra en að dreyma reglugerð um innflutning á búvörum, eins og henti mig fyrir stuttu.

 

Mig dreymdi í nótt að Ingibjörg Sólrún hefði slitið viðræðum við Geir H. Haarde og væri búin að mynda stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum.

 

Oft er ljótur draumur fyrir litlu efni, eins og kallinn sagði við kellinguna þegar hana dreymdi að guð hefði tekið hana til sín.

          

 

Post mortem scriptum:

 

Sagan af Nínu (Ingibjörgu) og Geira kom upp í huga mér núna áðan af einhverjum ástæðum. Ég gúglaði hana til upprifjunar og sá mér til skemmtunar, að höfundurinn er Jón Sigurðsson. Leyfi mér að smella inn fyrsta og síðasta erindinu.

 

Ef þú vilt bíða eftir mér

á ég margt að gefa þér,

alla mína kossa, ást og trú

enginn fær það nema þú.

– – –        

Geiri elskan, gráttu ei,

gleymdu mér, ég segi nei.

Þú vildir mig ekki veslings flón

Því varð ég að eiga vin þinn Jón.

          

Texti: Jón Sigurðsson.

Lag: Twitty.       

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Það er nú spurning hvort er hægt að fá verri martröð en vinstri stjórn. Þú verður væntanlega nokkra daga að ná svefninum í lag.

Ingólfur H Þorleifsson, 22.5.2007 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband