Áhugaverður uppgröftur í Vatnsfirði við Djúp

Frægt er svar séra Baldurs Vilhelmssonar, fyrrum prófasts í Vatnsfirði við Djúp, þegar fréttamannskjáni á Kirkjuþingi spurði hvern prestinn á fætur öðrum hvaða prestsverk væri nú skemmtilegast. Baldur svaraði stuttaralega: Að jarða framsóknarmenn.

 

Núna er unnið að uppgrefti í Vatnsfirði og sú spurning hefur vaknað hvort fornleifafræðingarnir hafi komið niður á eitthvað af þessum framsóknarmönnum. Ekki virðast þeir vera margir eftir ofanjarðar, hvort sem það er nú dugnaði séra Baldurs að þakka ...

 
mbl.is Uppgröftur hafinn að nýju í Vatnsfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef finna þeir framsóknarmann

fimlega yfir hann

moldinni róta

því mannfýlan ljóta

uppgröftinn óprýða kann.

Már Högnason (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 08:20

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Þegar svarað er á þann veg sem séra Baldur gerði í þetta sinni, þá er það kallað að svara út af. Oft er vitnað í þessi ummæli prestsins og jafnan haft til marks um einhver undarlegheit hans eða jafnvel óvild í garð framsóknarmanna. Því fer auðvitað víðsfjarri og það blasir við þegar haft er í huga við hvaða aðstæður hann svaraði á þennan hátt. Fréttamaðurinn gekk á röðina og var búinn að spyrja þrjá eða fjóra presta þessarar sömu bjánaspurningar og allir sögðu að skemmtilegustu prestsverkin væru skírnir og hjónavígslur. Við hverju öðru var eiginlega búist? Frá þessu sagði Baldur mér sjálfur. Hótfyndni mín hér í tilefni fréttar af uppgrefti í Vatnsfirði er því vissulega höfð í frammi gegn betri vitund, einfaldlega vegna þess að fréttin stendur nokkuð vel til höggsins. Sjálfur hef ég ekki meiri skömm á framsóknarmönnum en fólki yfirleitt ...

Hlynur Þór Magnússon, 23.7.2007 kl. 11:15

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Alger kirkjugarður.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.7.2007 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband