Sparnaður?

Hugsanlega fylgjast fjölmiðlar betur en áður með töfum og bilunum og veseni af öllu tagi hjá íslensku flugfélögunum. Hvað sem því líður, þá finnst mér einstaklega mikið hafa verið um fréttir af slíku núna síðustu mánuði. Í erlendum miðlum er iðulega greint frá slíku hjá öðrum flugfélögum og sparnaðaraðgerðum kennt um í mörgum tilvikum. Sú spurning vaknar, hvort sparnaður sé farinn að ganga úr hófi hjá íslensku félögunum. Almennt eru sparnaðaraðgerðir hjá flugfélögum ekki til þess fallnar að auka á traust þeirra né heldur traustleika. Vonandi kemur ekki til þess, að sparnaður hjá íslensku félögunum bitni á öryggi vélanna.
mbl.is Sólarhringsbið á Kastrup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband