Fćrsluflokkur: Bloggar
27.3.2007
Tíminn líđur viđ innanverđan Breiđafjörđ
Hér á Reykhólum er logn og vorblíđa. Jörđin auđ en fjallahringurinn hvítur, hólmarnir svartir, sjórinn blár, ég hćgri grćnn. Rjúpur á vappi fyrir utan, kötturinn spenntur. Hundurinn hvarf ađ heiman í gćr; tík í grennd. Ţeir eru ađ gera viđ gluggana í kirkjunni.
Fyrir sunnan er veriđ ađ pexa út af ţjóđsöngnum. Viđ Matti frćndi brosum.
Á morgun er afmćlisdagurinn hennar mömmu. Hún fćddist hér viđ Djúpafjörđinn. Ţá var Hannes Hafstein ennţá Íslandsráđherra. Ţremur dögum seinna tók Björn úr Djúpadal viđ.
Svona líđur tíminn viđ Breiđafjörđ.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
26.3.2007
Vont mál - hverjir biđjast afsökunar?
Satt ađ segja trúđi ég ţví ađ Siv Friđleifsdóttir heilbrigđisráđherra hefđi misnotađ Framkvćmdasjóđ aldrađra. Mér fannst ţađ afleitt fyrir hana en ţó einkum fyrir Framsóknarflokkinn. Ég hef látiđ í ljós vanţóknun mína á framferđi hennar, gott ef ekki kallađ hana illan klafa á ţeim ágćta manni Jóni Sigurđssyni.
Svona er ađ vera trúgjarn. Mér ţykir ţetta leitt. Ég hélt bara ađ ţeir sem héldu ţessu fram vćru ábyrgir orđa sinna.
Annar eins mađur og Oliver Lodge / fer ekki međ neina lygi, var eitt sinn sagt.
Mér er sagt ađ Samfylkingin hafi sett auglýsingu í Fréttablađiđ í dag til ađ vekja athygli á misferli ráđherrans, sem síđan reynist ekki vera neitt misferli. Í ljósi ţessarar reynslu veit ég ekki hvort ég á ađ trúa ţví. Ég sé aldrei Fréttablađiđ og nenni ekki ađ lesa ţađ á netinu.
Ég biđst afsökunar á trúgirni minni og ábyrgđarlausum kjafthćtti í framhaldinu. Vona ađ ađrir geri ţađ líka.
Segja úthlutanir úr Framkvćmdasjóđi aldrađra hafi veriđ samkvćmt lögum | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
Tilvera okkar er undarlegt lóđarí. Um ţessar mundir eru stjórnmálamenn um allar jarđir, alla fjölmiđla og alla bloggvefi ađ leita eftir hylli kjósenda. Samtímis er páfugladansinn í gangi á bak viđ tjöldin - viđrćđur um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningar.
Nánast hvernig svo sem ţessar kosningarnar fara verđur formanni Sjálfstćđisflokksins fyrstum faliđ umbođ til stjórnarmyndunar. Skiljanlegt er ađ forystumenn annarra flokka geri hosur sínar grćnar til ađ komast međ í ríkisstjórn. Sjálfstćđisflokkurinn getur valiđ sér samstarfsflokk og velur ţann sem býđur best kjör á sjálfum sér.
Spurningin er bara sú hvort förunauturinn heim af ballinu verđur ađeins einn eđa hvort fleiri verđa í takinu.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
En Frjálslyndi flokkurinn er nú orđinn vćnlegur kostur fyrir lífsverndarsinna, sem gefizt hafa upp á sínum fyrri flokkum, ţeim sem um áratuga skeiđ hafa stađiđ vörđ um nánast óheftar fósturdeyđingar hér á landi, segir Jón Valur Jensson guđfrćđingur á bloggi sínu í gćr. Ţar greinir hann frá vasklegri framgöngu ţingmanna Frjálslynda flokksins til ađ bregđa fćti fyrir frumvarp um nýtingu stofnfrumna til rannsókna og lćkninga.
Í dag skrifar hinn frjálslyndi guđfrćđingur tímabćran pistil undir fyrirsögninni Almannafé ausiđ í samkynhneigđa. Ţar kemur enn betur fram hvernig sjálft gamla krosstréđ Sjálfstćđisflokkurinn hefur brugđist sönnum kristnum lífsgildum:
Nú hefur samkynhneigđum tekizt ađ narra borgarstjórann í Reykjavík, Vilhjálm Ţ. Vilhjálmsson, til ađ lofa "Gay-Pride-hátíđinni" fjögurra milljóna króna framlagi úr borgarsjóđi árlega nćstu ţrjú árin!
- - -
Koss Vilhjálms á karlmannshönd í stórfurđulegu gervi "drottningar" er lifandi stađfesting ţess, ađ jafnvel ţvílíkan ágćtismann er hćgt ađ leiđa í björg tízkuhyggju og yfirborđsmennsku. Fjarri hefur ţađ veriđ hugsun hans, hve margir hafa hneykslazt á ţví stripli og ţeim ósćmilegu háđsútfćrslum, sem oft hefur mátt horfa upp á í nefndum göngum homma og lesbía. Annar og miklu alvarlegri ţáttur í ásókn ţessa hóps, sem áberandi var viđ síđasta "Gay Pride", var hin fráleita kröfugerđ um ađ hommar fái ađ gefa blóđ ...
- - -
Hér er kominn tími til ađ spyrna viđ fótum, en ţađ verđur ekki gert međ ţví ađ styđja Sjálfstćđisflokkinn til dáđa, ţví ađ dáđirnar reynast sumar hverjar hinar mestu ódáđir, ţegar betur er skođađ ...
Já, svona bregđast krosstrén eins og ađrir raftar (ekki veit ég hvers vegna orđiđ raftur sćkir á hugann ţessa dagana).
En ţó ađ fokiđ sé í flest skjól eiga frjálslyndir menn hćli tryggt í Frjálslynda flokknum, sem betur fer.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (24)
23.3.2007
Skúli Steinn Vilbergsson og viđhorf hans
Umrćđurnar á bloggsíđu Skúla Steins Vilbergssonar mótorhjólakappa í Keflavík - á sínum tíma ţekktur sem hnefaleikatrölliđ Skúli Tyson - eru nánast međ ólíkindum. Ţar á ég fyrst og fremst viđ svör og ummćli Skúla sjálfs og nokkurra sálufélaga hans.
Kannski er ađ bera í bakkafullan lćkinn ađ fjalla frekar um ţennan mann, athćfi hans, ummćli og viđhorf, en ég leyfi mér ađ tengja hér á bloggfćrslu hans varđandi umfjöllunina í Kastljósi í gćr og umrćđur sem spunnist hafa í athugasemdakerfinu. Ef til vill hafa ađrir gert ţađ líka; ég rakst á tengingu á síđuna sjálfa á bloggi Hrafnkels Daníelssonar, sem reyndar var búinn ađ tengja á myndskeiđin af ofsaakstrinum á mótorhjólinu áđur en ţau birtust í Kastljósinu.
Ţess má geta í varúđarskyni fyrir ţá sem hyggjast skrifa í kommentakerfiđ hjá Skúla Steini, ađ hann tekur eftirfarandi fram á bloggi sínu:
Ef einhver hefur eitthvađ vantalađ viđ mig ţá getur hann drullast til ađ koma til mín face to face en ekki vera meiđ fuckin heigulhátt bak viđ tölvuna heima hjá sér. Muniđi ţađ ađ ég get séđ IP tölurnar ykkar og ţ.a.l. fundiđ út hvar ţiđ eigiđ heima.
P.s.: Lögreglan gerđi í fyrrakvöld rassíu hjá handrukkurum og steratröllum á Suđurnesjum ...
Viđbót - hér er dćmi um komment sem kom inn áđan frá einum af sálufélögum Skúla Tyson:
Myndir af mótorhjóli á ofsahrađa | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
Nú er ţađ komiđ á hreint, ađ nýja ţingframbođiđ kennir sig viđ Ísland. Ekki er óheimilt ađ nota nafn landsins eđa lýđveldisins í ţessu skyni ţó ađ ţađ verđi ađ teljast bćđi yfirlćtislegt en ţó fyrst og fremst ósmekklegt. Ef til vill er stigsmunur en varla eđlismunur á ţessu og notkun ţjóđfánans og skjaldarmerkis íslenska ríkisins í sambćrilegum tilgangi, en slíkt er óheimilt.
Skođun mín á ţessum hlutum er ekki ný. Á sínum tíma fannst mér ţađ vitnisburđur um bćgslagang og allt ađ ţví ruddaskap ţegar Reykjavíkurlistinn sálugi kom fram á sjónarsviđiđ. Eđa Ísafjarđarlistinn. Ţetta er allt nokkuđ sambćrilegt.
Mörg dćmi eru ţess á fyrri tíđ ađ félög, fyrirtćki eđa stofnanir hafi kennt sig til landsins. Ţá voru ađrir tímar og í mörgum tilvikum hefur mönnum varla dottiđ í hug ađ fleiri yrđu nokkurn tímann á sama vettvangi. Ţar má nefna Hiđ íslenzka bókmenntafjelag, Hiđ íslenzka prentarafjelag, Háskóla Íslands, Flugfjelag Íslands, Verzlunarskóla Íslands og margt fleira. Landsbanki Íslands var stofnađur 1886, ef ég man rétt, en í ţví tilviki var bćtt um betur međ Íslandsbanka áriđ 1904.
Mjög löngu síđar kom Hinn íslenzki ţursaflokkur til sögunnar og enn síđar Hiđ íslenzka ređasafn. Mér finnst líklegt ađ nokkur gamansemi hafi ráđiđ ţeim hátíđlegu nafngiftum. Aftur á móti finnst mér nafniđ á Gólfţjónustu Íslands ehf. í Kópavogi, sem ég hnaut um í Símaskránni, dálítiđ hallćrislegt, ađ ekki sé meira sagt, og fremur ófyndiđ. Svipađa tilfinningu hef ég gagnvart hinu oflátungslega nafni Íslandshreyfingarinnar.
En hver hefur sinn smekk.
Ţessu tauti verđur ekki lokiđ án eftirfarandi yfirlýsingar: Ég er ađdáandi Ómars Ragnarssonar og met afar mikils baráttu hans í ţágu náttúruverndar. Hvađ svo sem frambođinu og nafngiftinni líđur.
Ómar formađur og Margrét varaformađur Íslandshreyfingarinnar | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
22.3.2007
Vanmáttur minn gagnvart erlendum fréttum
Líklega er aldurinn farinn ađ segja til sín. Ađ vísu hef ég aldrei veriđ mjög skarpur en núna í seinni tíđ keyrir um ţverbak. Ég skil ekki einföldustu hluti. Ţar á ég fyrst og fremst viđ erlendar fréttir á mbl.is. Hvađ eftir annađ kemur ţađ fyrir ađ ég les frétt en botna eiginlega ekki neitt í neinu. Nć ekki samhenginu. Klóra mér í hausnum án árangurs. Finnst stundum ađ ég sé ekki einu sinni ađ lesa íslensku.
Ég nenni ekki ađ tína hér til fréttir af ţessu tagi.
Ćtli nokkur annar en ég finni til svona skilningstregđu? Líklega ekki. Ég er einfaldlega (orđinn) svona vitlaus.
Jćja ţá - ég einbeiti mér bara ađ Ćvintýrum litla tréhestsins eins og ţegar ég var barn en eftirlćt ţeim sem eru međ fulla andlega burđi ađ ráđa fram úr erlendu fréttunum á mbl.is.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2007
Ţingmannsstarfiđ verđi full vinna
Eins og venjulega var glundrođi á lokasprettinum hjá Alţingi. Tilviljun virtist ráđa hvađa mál fengu afgreiđslu og hver ekki. Megináhersla var lögđ á ađ ţingiđ gćti lokiđ störfum á réttum tíma.
En hvađa tími er réttur í ţeim efnum? Er ekki rétti tíminn til ađ fara í sumarfrí ţegar verkunum er lokiđ og ekki fyrr?
133. löggjafarţing kom saman 2. október og starfađi til 9. desember. Jólafrí stóđ yfir frá 9. desember til 15. janúar eđa í rúmar fimm vikur. Ţá kom ţingiđ aftur saman og starfađi til 18. mars. Samanlagt var ţingtíminn rúmir fjórir mánuđir. Núna er komiđ sumarfrí.
Fyrir ţingiđ komu samtals 321 lagafrumvörp og ţingsályktunartillögur. Af ţessum málum urđu 170 ekki útrćdd - meira en helmingurinn. Sumt af ţessu er flutt á hverju ţingi, ár eftir ár, allir eru sammála um nauđsyn ţess ađ málin nái fram ađ ganga - en ţegar dregur ađ jólafríi eđa ţinglokum fer allt í vitleysu. Alltaf.
Á hinum stutta ţingtíma berast sífelldar fréttir af ţingmönnum á persónulegum ferđalögum hér og ţar um heiminn. Án ţess ađ kalla inn varamenn. Ţegar um er spurt er sagt, ađ ţađ skipti nánast engu máli. Ţađ skiptir sumsé nánast engu máli hvort ţeir eru í vinnunni eđa ekki.
Núna er sagt ađ ţingmenn ţurfi ađ komast sérlega snemma í frí til ađ geta helgađ sig kosningabaráttunni.
En hvađ međ frambjóđendur sem eru ekki ţingmenn? Ćttu ţeir ţá ekki líka ađ fá frí frá sínum störfum til ađ geta helgađ sig kosningabaráttunni? Eđa eiga sitjandi ţingmenn ađ hafa forréttindi og forskot í ţeim efnum umfram ađra frambjóđendur?
Hvađ međ launin? Ekki veit ég hvernig launum ţingmanna er háttađ. Ekki veit ég heldur hvort einungis er greitt fyrir viđveru á ţingtímanum eđa hvort ţingmenn eru á launum allt áriđ. Raunar verđur ađ teljast ósennilegt ađ starfsmanni séu ađ jafnađi greidd laun allt áriđ fyrir starf hluta úr ári.
Er ekki ástćđa til ţess ađ ţingstörfin verđi full vinna hjá ţingmönnum? Er ekki ástćđa til ađ koma á einhverri verkstjórn á Alţingi? Er ekki ástćđa til ađ setja reglur sem komi í veg fyrir málţóf, skemmdarverkastarfsemina alrćmdu á Alţingi, ef ţingmenn skilja og skynja ekki sjálfir anda ţess starfs sem ţeir hafa veriđ valdir til?
Spurningarnar eru margar. Hér er ein í viđbót: Hvers vegna geta ráđherrar jafnframt veriđ ţingmenn og haft ţannig löggjafarvald og framkvćmdavald međ höndum í senn? Hvađ međ hugsjónina um ţrígreiningu ríkisvaldsins? Af hverju geta ţeir ţá ekki líka veriđ starfandi dómarar?
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
Á fjögurra ára afmćli innrásar Bandaríkjamanna og hinna viljugu ţjóđa í Írak er ekki úr vegi ađ rifja upp orđ Sćunnar Stefánsdóttur alţm. og ritara Framsóknarflokksins um afleiđingarnar fyrir Davíđ Oddsson og Halldór Ásgrímsson. Ađ mati hennar hrökkluđust ţeir báđir frá völdum vegna ţessa máls. Annar var gerđur ađ blađafulltrúa Seđlabankans, hinum var trođiđ í samnorrćnt embćtti.
Í ţingrćđu 1. mars síđastliđinn, ţar sem hlutdeild ţeirra Davíđs og Halldórs f.h. íslensku ţjóđarinnar í innrásinni í Írak var til umrćđu, sagđi Sćunn Stefánsdóttir - og sjálfur ritari Framsóknarflokksins ćtti ađ vita ţetta flestum öđrum betur:
Viđ framsóknarmenn höfum viđurkennt og tekiđ fyrir í okkar röđum ađ um ranga ákvörđun hafi veriđ ađ rćđa og ađ ákvörđunin hafi veriđ mistök. - - - Sömuleiđis hefur ţetta mál haft áhrif á stjórnmálaferil ţeirra ađila sem komu ađ ákvörđuninni í upphafi. Ţví verđur ekki neitađ, ţađ liggur alveg fyrir. Bćđi Davíđ Oddsson, ţáverandi forsćtisráđherra, og Halldór Ásgrímsson, ţáverandi utanríkisráđherra, eru hćttir ţátttöku í stjórnmálum. Ég tel ađ ţađ hafi m.a. veriđ vegna ţessa máls, ég held ţađ. Og ég held ađ ađ einhverju leyti fylgi ţetta mál ţeim og ţeirra stjórnmálaferli ...
Einnig til upprifjunar fylgir hér frétt Ríkisútvarpsins 10. apríl 2004, ţegar Íslendingar voru á hátindi frćgđar sinnar í Írak - Saddam var oltinn úr sessi en Davíđ og Halldór sátu enn:
Íslendingar finna sinnepsgas í Írak
Jónas Ţorvaldsson og Adrian King sprengjusérfrćđingar Landhelgisgćslunnar á vegum Íslensku friđargćslunnar í Írak hafa fundiđ sprengjukúlur skammt frá Basra í Suđur-Írak sem innihalda eiturgas. Ţetta eru fyrstu gjöreyđingarvopnin sem finnast í Írak. Halldór Ásgrímsson utanríkisráđherra segir ţetta mikiđ afrek hjá íslensku sprengjuleitarmönnunum og stađfestingu á mikilvćgi Íslendinga í alţjóđlegu starfi.
Gjöreyđingarvopn, kjarnavopn, sýkla- og efnavopn Íraka voru meginástćđa sem Bandaríkjamenn gáfu fyrir innrásinni í Írak. Engin efnavopn hafa fundist ţrátt fyrir gríđarlega leit fyrr en ţá nú ađ Íslendingar finna vopnin.
Írakar beittu efnavopnum nćr daglega í 8 ára löngu stríđi gegn Íran 1980-1988. Ţá voru Írakar bandamenn Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn veittu Írökum leyniţjónustuupplýsingar fyrir sókn á Faw-skaga 1988 ţar sem sinnepsgasi og öđrum efnavopnum var beitt í stórum stíl.
Írakar hafa sagst og sárt viđ lagt ađ vera búnir ađ eyđa öllum slíkum vopnum en efnavopnin sem fundust viđ Basra eru fyrstu dćmin sem sýna annađ.
Eldra blogg - morguninn ţegar Saddam Hussein var hengdur:
30.12.2006 Drjúg urđu okkur Bush morgunverkin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
Varla hefur Gísli Guđjónsson réttarsálfrćđingur veriđ fenginn til ađ meta játningarnar sem streymt hafa frá Khalíd Sjeik Mohammed. Mađur ţessi hefur um árabil veriđ yfirheyrđur í leynifangelsum Bandaríkjamanna og síđan í pyntingabúđunum í Guantanamo - án ţess svo mikiđ sem hafa réttargćslumann. Og núna er hann búinn ađ játa alveg heil ósköp. Auđvitađ! Og ţótt fyrr hefđi veriđ.
Hann er ábyrgur fyrir 9/11 - frá upphafi til enda. Hann er ábyrgur fyrir sprengingunni í World Trade Center. Hann er ábyrgur fyrir tilrćđi viđ Jóhannes Pál páfa. Hann skipulagđi árás á Panamaskurđinn. Hann skipulagđi árásir á Sears-turninn í Chicago, Library Tower í Los Angeles, Plaza Bank í Seattle og Empire State í New York. Hann er ábyrgur fyrir banatilrćđi viđ Musharraf forseta Pakistans. Hann er ábyrgur fyrir árásum á bandarísk kjarnorkuver. Hann er ábyrgur fyrir árásum á brýr í New York. Hann skipulagđi árásir á bćkistöđvar NATO í Belgíu. Hann skipulagđi árásir í Ísrael, Tyrklandi og Tćlandi. Hann skipulagđi árásir á sendiráđ Ísraels í Asíu og Ástralíu. Hann skipulagđi árásir á bandarísk orrustuskip og olíuskip á heimshöfunum. Hann er ábyrgur fyrir áformuđu tilrćđi viđ Jimmy Carter Bandaríkjaforseta. Hann er ábyrgur fyrir áformuđu tilrćđi viđ Bill Clinton. Hann skipulagđi árásir á Canary Wharf, Big Ben og Heathrow-flugvöll í Lundúnum. Hann skipulagđi árásir á Kauphöllina í New York og fleiri fjármálastofnanir. Hann er ábyrgur fyrir skósprengjumanninum Richard Reid. Hann er ábyrgur fyrir sprengjutilrćđunum í nćturklúbbunum á Balí. Hann er ábyrgur fyrir tilrćđi viđ ferđamenn og ísraelska flugvél í Kenía. Hann hjó höfuđiđ af Daniel Pearl međ eigin hendi. Og svo framvegis. Bara nefna ţađ.
Allt ţetta hefur mađurinn játađ - eftir nokkurra ára einangrun og pyndingar á vegum Bandaríkjastjórnar. Er yfirleitt nokkuđ fleira ađ játa?
Hvađ međ hvarf Geirfinns Einarssonar? Munar ţennan ágćta mann nokkuđ um ađ játa líka á sig morđiđ á Geirfinni og leysa ţannig máliđ?
Ţegar játningaregistur Khalíds ţessa er lesiđ verđur einhverjum hugsađ til játningaflaumsins sem streymdi frá sakborningum í Guđmundar- og Geirfinnsmálum á sínum tíma. Ţar reyndist óhjákvćmilegt ađ strika út játningar á fjölda glćpa - framinna sem óframinna - svo ađ ákćrur og dómar gćtu orđiđ međ ţeim hćtti ađ trúverđugt og sennilegt gćti talist.
Sennilegt út í frá, á ég viđ. Aftur á móti fráleitt í huga ţeirra sem til ţekktu, ţeirra sem tóku ţátt í yfirheyrslunum og skráđu niđur játningarnar.
Ég var ţar á međal.
Sjá m.a.: Der Spiegel / spiegel.de Ich war verantvortlich von A bis Z
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)