Of margar stefnur Samfylkingarinnar

0,1020,754675,00Fallandi gengi stærsta stjórnarandstöðuflokksins í skoðanakönnunum er umhugsunarefni. Fátt er mikilvægara í pólitík en ábyrg og öflug stjórnarandstaða. Sem betur fer eflast Vinstri grænir jafnframt því sem dregur af Samfylkingunni. Ástæður þess geta meðal annars verið þær, að Vinstri grænir hafa skýra stefnu og sterkan formann.

 

Ekki svo að skilja að ég sé yfirleitt hrifinn af sterkum foringjum, þó að mér líki í sjálfu sér vel við Steingrím J. Sigfússon. Bitur reynsla sýnir, hérlendis og erlendis og alls staðar, að mjög sterkir og þaulsætnir leiðtogar geta verið ákaflega skaðlegir, jafnvel hættulegir. Yfirleitt kemur það ekki í ljós fyrr en um seinan.

 

Ætla mætti, að flestir gætu fundið hljómgrunn skoðana sinna innan Samfylkingarinnar. Þar eru margar vistarverur, eins og sagt hefur verið um Himnaríki og Sjálfstæðisflokkinn, þó að ég líki þessu ekki saman að öðru leyti. Samt virkar þetta ekki eins vel hjá Samfylkingunni og það gerir hjá Guði og Íhaldinu.

 

Erfitt er að henda reiður á því hver stefna Samfylkingarinnar eiginlega er, eins og stundum vill henda hjá miðjuflokkum sem vilja grípa alla boltana í einu. Það er ekki traustvekjandi. Þegar ég hugsa um Samfylkinguna, þá finnst mér eins og ég sé að rýna inn í þokubakka.

 

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í útvarpsviðtali núna áðan vegna hinnar nýju skoðanakönnunar Fréttablaðsins, að þeir sem þar hefðu ekki gefið upp afstöðu sína, væru „ef að líkum lætur á móti ríkisstjórninni“, eins og hún komst að orði. Spyrja má: Hvort eru þeir ánægðu eða óánægðu líklegri til að þegja?

 
mbl.is Fylgi VG og Frjálslyndra eykst samkvæmt skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband