Svartur dagur

Nei, ég er ekki að tala um leikinn gegn Úkraínu. Ég er að tala um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Guðmundur Jónsson kenndur við Byrgið er ekki á listanum! Það hefði þá verið samræmi í hlutunum. Þegar Árni Johnsen verður fjármálaráðherra, þá hefði Guðmundur getað orðið dóms- og kirkjumálaráðherra.

                          

P.s.: Ætli Hjálmar Árnason gangi til liðs við Frjálslynda flokkinn?

              

P.s. 2: Væri ekki farsælast, úr því sem komið er, að þeir verði allir þrír gerðir að sendiherrum? Annað eins hefur nú verið gert til að leysa málin ...


mbl.is Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sjensinn Bensinn

Sammála þessu, þetta er ljótur dagur. Ég vona að fólk segji sig úr þessum flokki.  Ef þetta er það sem mitt fólk vill, vill ég ekki mitt fólk. 

Sjensinn Bensinn, 21.1.2007 kl. 18:50

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Svarti dagurinn var þegar Árni var kjörinn í annað sætið, veit ekki hvort það hefði verið gáfulegt að kippa honum út svona eftir á.

En sammála að öðru leiti, þetta er ljóta staðan.

Ágúst Dalkvist, 21.1.2007 kl. 19:03

3 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Verst að það er mánudagur á morgun. Annars væri án efa heljarinnar stjórnarandstöðupartý í kvöld.

erlahlyns.blogspot.com, 21.1.2007 kl. 21:04

4 Smámynd: Óttarr Makuch

Hefði haldið að Guðmundur ætti betur heima í heilbrigðisráðuneytinu

Óttarr Makuch, 21.1.2007 kl. 22:14

5 identicon

Auðvitað átti Árni að halda sætinu. Hann var kosinn í það af fólki sem treystir á hann. Hann er búinn að taka út sinn dóm og þvílík hneysa að halda öðru fram.... Þetta var ekki lífstíðardómur.

Common live a little!!

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 00:34

6 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Reynir Már - er það sjálfgefið, að menn geti snúið á sama vettvang og áður, rétt eins og ekkert hafi í skorist, þegar þeir hafa tekið út sína dóma? Væri sjálfgefið að Ágúst Magnússon, sem fjallað var um í Kompási í kvöld, fari aftur að sinna félagsstarfi með ungum drengjum hjá Kristilegu félagi ungra manna þegar hann er búinn að afplána?

Hlynur Þór Magnússon, 22.1.2007 kl. 00:54

7 identicon

Fyrirgefðu Hlynur en þú getur ekki sett þessi tvö ólíku mál í samhengi. Þú líkir ekki brotum hjá manni sem eyðilagt hefur líf fjölda manns saman við brot Árna Johnsen.

Og annað mál Árni var kjörinn af fólkinu í lýðræðislegri kosningu í annað sætið og það var hreinlega alls ekki sjálfgefið.  Árni bauð sig fram og var samþykktur. Almenningur fékk þar sitt tækifæri og sýndi Árna greinilega sinn stuðning.

Ágúst Magnússon er barnaníðingur og ég veit ekki um nokkurn mann sem myndi styðja hann til þeirra starfa að vinna með börnum. 

                                                                                                                                                            kveðja góð 

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 01:20

8 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Þarna er vissulega ólíku saman að jafna, t.d. væri ég mjög fús að snæða með Árna Johnsen eða fara með honum í bíó. Hliðstæðan er sú, að óheppilegt er (að mínum dómi) að Árni starfi á löggjafarþingi þjóðarinnar eftir það sem á undan er gengið.

Hlynur Þór Magnússon, 22.1.2007 kl. 01:52

9 identicon

Hann er umdeildur það er enginn vafi og umræðan á að sjálfsögðu rétt á sér.

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 08:35

10 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Sammála ykkur í þessu flestu.

Fyrrum afbortamenn? Er persónulega tilbúinn að fyrirgefa einhver strákapör í æsku en brot Árna Johnsen getur ekki talist vera eitt af þeim. Þá á ég við kosningar til þings. Þykist geta fyrirgefið flest svona í daglega lífinu og tek því undir það að Árni á að fá frið til sinna starfa en að mínu áliti hefur hann ekkert að gera á þing. En hann fékk brautargengi hjá kjósendum og við því er ekkert að segja.

Ágúst Dalkvist, 22.1.2007 kl. 12:03

11 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Það er nú ekki fullreynt enn með brautargengið hjá kjósendum ...

Hlynur Þór Magnússon, 22.1.2007 kl. 12:13

12 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Af gefnu tilefni er hér tengill á pistil minn frá nóvembermánuði: http://erlahlyns.blogspot.com/2006/11/patinn.html

erlahlyns.blogspot.com, 22.1.2007 kl. 13:53

13 Smámynd: Ingi Þór Ágústsson

Ég er sammála þér Hlynur - þetta var svartur dagur!

Ingi Þór Ágústsson, 23.1.2007 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband