Einn og hálfur milljarður ætlaður geðsjúkum gufaður upp á þremur árum?

Hún lét ekki mikið yfir sér fréttin í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi: Einn og hálfur milljarður króna ætlaður geðsjúkum gufaður upp. Hér er um að ræða einn milljarð af Símapeningunum svokölluðu og hálfan milljarð úr Framkvæmdasjóði fatlaðra, sem stjórnvöld ákváðu fyrir þremur árum að verja til búsetuúrræða fyrir geðsjúka. Í fréttinni var haft eftir Kristófer Þorleifssyni, formanni Geðlæknafélags Íslands, að þessir peningar væru að mestu uppurnir - að þeir hafi brunnið upp í verðbólgu og farið í skýrslugerð, svo vitnað sé orðrétt í fréttina á ruv.is.

 

KleppsspítaliHér fer sem oft áður hérlendis, að frétt vekur fleiri spurningar en hún svarar. Ef þetta er rétt, þá hefur eitthvað á annan milljarð króna, meira en þúsund milljónir króna, eða sem svarar lífeyri eins geðsjúklings í þúsund ár - eða nokkur hundruð geðsjúklinga í þrjú ár - farið í skýrslugerð, því að ekki hefur verið nein óðaverðbólga á þessum tíma.

          

Veit nokkur hvaða skýrsla þetta er? Um hvað? Hver gerði hana? Fyrir hvern? Til hvers?

             

Þetta hefði einhvern tímann verið kallað geðveiki.

                  

Geðlæknirinn sagði líka, að núna væru hundrað færri pláss á bráðadeild og endurhæfingu fyrir geðsjúka en fyrir tíu árum. Búið er að loka vistheimilunum í Arnarholti og Gunnarsholti. Búið er að loka geðdeildinni í Fossvogi. Stöðugt er hert að Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Auk þess er verið að loka iðjuþjálfunardeild geðsviðs Landspítalans við Hringbraut.

               

En kannski hefur geðheilsa þjóðarinnar lagast svona mikið upp á síðkastið.

              

P.s.: Tek að mér skýrslugerð.

                       

                   

Meðfylgjandi mynd er af Kleppsspítala (Wikipedia). Hann var byggður árið 1907, ekki 2007. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég er eins og þú, skil ekki fréttina, peningar gufa ekki upp, fréttamenn þurfa að gera getur en þetta.

Ester Sveinbjarnardóttir, 1.5.2007 kl. 09:10

2 identicon

Hlynur, gamle ven, ég þekki þig!

Sendu mér endilega línu svo ég geti sagt þér hvaðan.  (Nei, ekki Kleppi eða neinu þvílíku  )

Lilja Haralds (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 14:43

3 Smámynd: Ibba Sig.

Iss, láttu ekki svona Hlynur, hefur kaupmátturinn ekki aukist? Ha? Hættu þá þessu röfli.

Ibba Sig., 1.5.2007 kl. 15:13

4 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Lilja: Jahh - ég hef komið víða við á langri ævi. Segðu mér nánari deili á þér ...

htm (hjá) snerpa.is

Hlynur Þór Magnússon, 1.5.2007 kl. 15:46

5 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Mikil hátíðarhöld hafa verið skipulögð í lok maí vegna 100 ára afmælis Kleppspítala. Og þess má geta að þegar ég vann á Kleppi var áðurnefndur Kristófer á sömu deild og ég. 

En hvað ertu að gera með þessa hræðilegu mynd af þér?

erlahlyns.blogspot.com, 1.5.2007 kl. 19:35

6 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Búinn að skipta um mynd á ný!

Hlynur Þór Magnússon, 2.5.2007 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband