Hvenær fáum við Surtshellisstjórnina?

Kosningarnar sem leiddu til stjórnarskiptanna voru 12. maí, sama daginn og úrslitin í Evróvisjón. Nýja stjórnin sest að völdum á morgun, 24. maí. Þann dag árið 1956 var fyrsta Evróvisjónkeppnin haldin. Ein hugmyndin enn að nafni á stjórnina?

Viðey skipar virðulegan sess í íslenskri sögu. Þeir Davíð og Jón Baldvin vissu hvað þeir voru að gera þegar þeir fóru út í Viðey og mynduðu þá stjórn sem síðan er kennd við staðinn. Geir og Ingibjörg Sólrún áttu ekki um marga virðulegri staði að velja til að berjast á móti Baugsstjórnarnafngift eða einhverju þaðan af verra.

Skálholt, eða Þingvellir! Þingvallastjórnin verður ekki toppuð í virðuleika. Að minnsta kosti ekki hvað nafnið varðar.

En hvert verður þá farið næst? Kannski verður byrjað á nýju þema. Virðulegir sögustaðir hafa verið afgreiddir. Næst mætti velja staði á borð við Surtshelli eða Kolbeinsey. Og einn staður enn sem ekki verður toppaður hérlendis. Í bókstaflegri merkingu. Hvannadalshnjúkur.

Hljómar ekki Hvannadalshnjúksstjórnin nokkuð lipurlega?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allavega er þetta ekki Flateyrarstjórnin.

bjarnidyrfjord (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 15:12

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hvannadalshnjúksstjórnin myndi örugglega verða mjög nafntoguð stjórn.

Svava frá Strandbergi , 23.5.2007 kl. 19:49

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Okkur vantar Surtseyjarstjórn sem væri ný og fersk.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.5.2007 kl. 20:12

4 identicon

Fellibylir sem líta út fyrir að geta valdið usla og tjóni eru skírðir í höfuðið á konum. Í stafrófsröð. Sumum finnst það vel til fundið meðan öðrum finnst það ófyndið. Blekpenni er með tvær tillögur um nafn. Önnur er sú að taka upp þann sið að nefna þær eftir dýrategundum. Í stafrófsröð. Þessi myndi þá vera Apastjórnin, sú næsta gæti orðið Bjarndýrastjórnin o.s.frv. - Hin er sú að nota einfaldlega stafrófið sjálft. A stjórnin, B stjórnin.. og láta sig svo hlakka til samnefnara undanfarinna stjórna; Ó stjórninni.

Blekpenni (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 01:24

5 Smámynd: Hamar

GH og Ingibjörg finnst mér hljóma vel.

Hamar, 24.5.2007 kl. 08:52

6 Smámynd: halkatla

ég mun gráta af gleði þegar Surtshellisstjórnin verður mynduð

halkatla, 26.5.2007 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband