Það eina sem ég get fundið að starfsárum mínum í Seðlabankanum var að ég hef aldrei haft það jafnnáðugt í starfi á ævinni. Suma dagana nánast leiddist mér. Ég skildi betur hvað stundum hafði verið erfitt að ná í Tómas Árnason þegar vel viðraði fyrir golf ..., segir Steingrímur Hermannsson fyrrv. seðlabankastjóri (1994-98) í æviminningum sínum.
Ennfremur segir hann:
Rólegheitin í Seðlabankanum höfðu þó sínar jákvæðu hliðar. Ég hafði betri tíma en nokkru sinni fyrr til að sinna áhugamálum mínum og fjölskyldu. Ég fór að spila golf og fékk tíma til að sinna skógræktinni í Borgarfirði ...
Samþykkt að hækka laun seðlabankastjóra um 200.000 kr. á mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:06 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Hlynur
Kanski þessi orð Steingríms lýsi betur manninum, en ekki starfinu.
Mörg störf eru jú þannig að sá er vinnur starfið mótar nokkuð sín verkefni, er ekki seðlabankastjóra starfið þannig, Kanski þeir sem sinna starfinu í dag hafi meira að gera, kanski þeir hafi meiri áhuga fyrir að sökkva sér á kaf í vinnuna og taka að sér fleiri og krefjandi verkefni.
Anton Þór Harðarson, 6.6.2007 kl. 10:23
Það eru nú aðrir tímar núna og fjármálamarkaðurinn heldur körlunum á tánum. Held að þetta sé gríðarlega skemmtilegt starf og get alveg hugsað mér það þegar ég eldist.
En launin eru síst of há. Þau eru í reynd joke miðað við bankastjóralaun almenn. Hinsvegar þurfum við ef til vill færri starfsmenn þarna og gætum sparað þar.
En það eru tölulega jafnmargir letingjar í vinnu hjá ríkinu og hjá einkafyrirtækjum og það er rétt hjá Antoni að fólk er misjafnlega mótiverað til þess að vinna! Sumir vilja bara tuða. Ég vil t.d. tuða og vinna!
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 10:35
Seðlabankastjórarnir hafa þá verið ríkis atvinnumenn í golfi
Benjamín Gíslason (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 11:23
Fremur dauflegt starf, sýnist mér. E.t.v. skárra að vera sendiherra?
Júlíus Valsson, 6.6.2007 kl. 11:46
Ótrúlegt að það getur verið til fólk sem réttlætir svona löglegan þjófnað. Davíð gerir ekkert annað en að lesa ræður sem hagfræðingar Seðlabankans hafa skrifað fyrir hann. Hann hefur hefur hvorki faglega nér póltíska þekkingu til að vinna þetta starf. Í mínum huga er þetta ekkert annað en löglegur þjófnaður, sem ætti ekki ætti að líðast. Það mætti kannski rifja upp ummæli Davíðs þegar öryrkjarnir fóru í mál við ríkið. Það er greinilegt að þessi fuglar eru siðblindir.
Annars er ævisaga Steingríms í 3 bindum skyldulesning fyrir alla sem hafa áhuga á þjóðfélagsmálum og pólitík.
Sigurður Einarsson (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 20:43
Því miður Jónína, seðlabankastjórastöður eru fráteknar fyrir uppgjafa stjórnmálamenn!
Þessi lýsing Steingríms segir mér að það þarf að fækka áskrifendum að laununum hjá ríkinu og hjá einkamarkaðnum ef út í það er farið.
Theódór Norðkvist, 6.6.2007 kl. 23:11
Bjarni, ég get ekki sagt annað en að ég sé mjög sáttur við 20% launahækkun, ég er sjálfur búinn að hækka um 19% á árinu og á von á milli 10og 15% í viðbót fyrir lok þessa árs. Ég get því varla sagt að ég sé á móti svona hækkunum, og eins og Jónína segir þá eru þeir í seðlabankanum ekki með há laun miðað við það sem gengur og gerist í "bransanum"
Ég get heldur ekki talið að Steingrímur Hermannsson sé svo góð og traust heimild varðandi störf seðlabankastjóra, flestir ættu nú að muna að maðurinn var með ákaflega lélegt minni og kanski hefur hann bara hreinlega gleymt að hann var í vinunni í seðlabankanum.
Anton Þór Harðarson, 7.6.2007 kl. 07:52
Þessi kauphækkun er þá eflaust svona leiðindabónus
DoctorE (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 09:59
Það er bara klisja að launin séu ekki há miðað við það sem gengur í "bransanum". Guðni fréttamaður RÚV í Noregi var með ágætan pistil um kaup og kjör norska seðlabankastjórans í gær. Hann er einn, en er ekki í þriggja manna hópi eins og hér á landi og fær 1100 þ. kr á mánuði. En Davíð Oddsson fær bæði 1700 þ. kr. á mánuði og eftirlaunin fyrir þingmennsku og ráðherradóm. En þau eru svo flott samin að þau skerðast ekki þó viðkomandi fari í annað starf og það meira segja hjá ríkinu. Aðalhöfundur eftirlaunafrumvarpsins var DO. Það er ,eins og einhver sagði, verst að það sé ekki hægt að taka peningana sína út úr seðlabankanum. Við megum ekki verða svo steindofin eða innmúruð að við höfum ekki vilja til að vinna gegn svona spillingu.
Gunnlaugur B Ólafsson, 14.6.2007 kl. 01:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.