Vel viðrar til bloggskrifa

Skyldi netnotkun koma harðar niður á störfum fólks en aðrar fíknir? Það kæmi ekki á óvart. Svo að ég taki dæmi sem hendi er næst - afköst ýmissa hér á Moggabloggi eru talsverð, að ekki sé meira sagt. Fólk gerir ekki mikið annað á meðan, býst ég við.

 

En - hér kemur af einhverjum ástæðum upp í hugann það sem Steingrímur Hermannsson fyrrum forsætisráðherra sagði í ævisögu sinni:

 

„Það eina sem ég get fundið að starfsárum mínum í Seðlabankanum var að ég hef aldrei haft það jafnnáðugt í starfi á ævinni. Suma dagana nánast leiddist mér. Ég skildi betur hvað stundum hafði verið erfitt að ná í Tómas Árnason þegar vel viðraði fyrir golf  ...“

 

Og:

 

„Rólegheitin í Seðlabankanum höfðu þó sínar jákvæðu hliðar. Ég hafði betri tíma en nokkru sinni fyrr til að sinna áhugamálum mínum og fjölskyldu. Ég fór að spila golf og fékk tíma til að sinna skógræktinni í Borgarfirði ...“

                          

P.s.: Einungis tveir í sex manna nefnd til undirbúnings að framboði aldraðra og öryrkja heita Baldur Ágústsson. Þetta finnst mér ekki nógu gott. Líka vekur athygli, að engin kona skuli vera í þessum hópi.

                                

P.s. 2: Núna er kisa farin að hlaupa upp tveggja metra háan skjólvegg við húsið eins og ekkert væri.

  

Netfíklar - eins og lifandi lík

 

mbl.is Fylgst með netnotkun starfsmanna í þriðjungi danskra fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Mér finnst þessar tilvitnanir alveg magnaðar, en þó magnaðra að maðurinn hafi viljað láta hafa þetta eftir sér. Fengi ég borgað fyrir að slappa af myndi ég engu að síður láta fólk halda að ég væri mikill dugnaðarforkur og allsendis ómissandi. 

erlahlyns.blogspot.com, 24.1.2007 kl. 23:27

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Viljað láta hafa þetta eftir sér? Steingrímur Hermannsson? Hann er bæði hreinskilinn og gamansamur. Til fróðleiks fyrir yngri kynslóðina: Tómas Árnason flokksbróðir Steingríms var líka Seðlabankastjóri.

Hlynur Þór Magnússon, 25.1.2007 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband